Körfubolti

Páll Axel búinn að semja við nýliða Skallagríms

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Páll Axel Vilbergsson með Íslandsbikarinn.
Páll Axel Vilbergsson með Íslandsbikarinn. Mynd/Daníel
Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Íslandsmeistara Grindavíkur, verður ekki með liðinu á næsta tímabili því hann er búinn að semja við nýliða Skallagríms. Karfan.is segir frá þessu. Páll Axel hefur áður spilað í Borgarnesi en hann skoraði 21,2 stig að meðaltali í níu leikjum með liðinu veturinn 1997 til 1998.

Páll Axel var ekki byrjunarliðsmaður hjá Grindavík á síðasta tímabili en hann skoraði þá 11,7 stig að meðaltali í deildarkeppninni og var með 6,4 stig að meðaltali í úrslitakeppninni. Páll Axel er orðinn 34 ára gamall en það er ljóst að hann styrkir nýliðana mikið fyrir átökin í Domino´s deildinni í vetur.

„Það var bara kominn tími á breytingar, margir þættir spiluðu inní, bæði körfuboltalegir og ekki. Ég er að breyta um umhverfi, skipta um vinnu og fleira, bara aðeins að breyta til í öllu. Ég var opinn fyrir öllu og hefði geta farið hvert sem er. Það eru mörg ár síðan ég var í Borgarnesi en ég átti tal við nokkra góða menn og mér leist vel á þetta svo það var um að gera að slá til og ekki skemmir fyrir að þekkja aðeins til og eiga nokkra kunningja í Nesinu," sagði Páll Axel í viðtali við karfan.is en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×