Sigmundur efstur á Hellu | gríðarleg spenna á toppnum 27. júlí 2012 22:48 Sigmundur Einar Másson er efstur þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik. seth Sigmundur Einar Másson úr GKG er efstur þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik í golfi á Strandarvelli á Hellu. Íslandsmeistarinn frá árinu 2006 er með eitt högg í forskot á Kristinn Óskarsson sem er úr GS. Sigmundur er samtals á 3 höggum undir pari en hann lék á 69 höggum í dag eða einu höggi undir pari. Kristinn, sem er betur þekktur sem körfuknattleiksdómari, hefur leikið báða hringina á 69 höggum. Rúnar Arnórsson úr Keili, sem var í efsta sæti eftir fyrsta keppnisdaginn er í þriðja sæti á einu höggi undir pari vallar. Rúnar lék á 73 höggum í dag eða þremur höggum yfir pari en hann var á 66 höggum í gær. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Axel Bóasson úr Keili, lék best allra í dag eða á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari. Axel fékk alls 7 fugla á hringnum í dag en hann lék ekki vel á fyrsta keppnisdeginum eða 74 höggum. Axel er á pari vallar samtals líkt og Þórður Rafn Gissurarson úr GR sem lék á 72 höggum í dag. GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson eru jafnir á einu höggi yfir pari í sjötta til sjöunda sæti. Haraldur lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var mun betri í gær þar sem hann lék á 67 höggum eða -3. Andri Þór var á pari vallar í dag en hann var á 71 höggi í gær eða +1. Keppnin á Strandarvelli er mjög jöfn og það eru margir þekktir kylfingar sem eru ekki langt frá efsta sætinu. Magnús Lárusson, GKj., er á +2 líkt og Örlygur Helgi Grímsson úr GV og heimamaðurinn Andri Már Óskarsson úr GHR. Andri Már lék vel í gær eða á 67 höggum en hann var á 75 höggum í dag. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnu, sem sigraði á Íslandsmótinu með eftirminnilegum hætti árið 2009, er í 11. -16. sæti á +3. Birgir Leifur Hafþórsson, fjórfaldur Íslandsmeistari úr GKG, er einnig á +3, líkt og Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG, Stefán Már Stefánsson, GR, Birgir Guðjónsson, GR, og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR. Keppni á þriðja keppnisdegi hefst kl. 8.20 í fyrramálið en efstu keppendur í karlaflokknum hefja leik kl. 12.30. Golf Tengdar fréttir Fimmtán ára gengið stendur sig vel á Hellu Það vekur athygli að fimm kylfingar sem taka þátt á Íslandsmótinu í golfi eru aðeins fimmtán ára gamlir en þau er öll fædd árið 1997. Þrír drengir eru karlaflokknum og tvær stúlkur. Árangur þeirra er með ágætum og það er greinilegt að ný kynslóð afrekskylfinga bíður handan við hornið. 27. júlí 2012 15:14 Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. 27. júlí 2012 13:06 Sigmundur Einar ætlar sér að landa titlinum á Hellu Sigmundur Einar Másson úr GKG er til alls líklegur á lokadögunum tveimur á Íslandsmótinu í höggleik. Sigmundur, sem sigraði á Íslandsmótinu árið 2006, lék á 69 höggum í dag eða -1 og er hann samtals á -3 og er hann þessa stundina í efsta sæti mótsins. 27. júlí 2012 18:42 Æfingalaus körfuboltadómari stimplaði sig inn í toppbaráttuna Kristinn Óskarsson hefur komið skemmtilega á óvart á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Íslandsmótinu í höggleik í golfi. Kristinn, sem er betur þekktur sem einn reyndasti körfuknattleiksdómari landsins er þegar þetta er skrifað í efsta sæti mótsins ásamt fleiri kylfingum. Kristinn, sem leikur fyrir GS, er með 1,3 í forgjöf, hefur leikið báða hringina á Strandarvelli á Hellu á 1 höggi undir pari vallar. 27. júlí 2012 18:22 Hnífjafnt á Hellu | Anna og Valdís deila efsta sætinu Anna Sólveig Snorradóttir, 17 ára kylfingur úr Keili, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Anna Sólveig og Valdís eru samtals á 6 höggum yfir pari vallar en tveimur höggum þar á eftir kemur Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO. 27. júlí 2012 17:18 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sigmundur Einar Másson úr GKG er efstur þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik í golfi á Strandarvelli á Hellu. Íslandsmeistarinn frá árinu 2006 er með eitt högg í forskot á Kristinn Óskarsson sem er úr GS. Sigmundur er samtals á 3 höggum undir pari en hann lék á 69 höggum í dag eða einu höggi undir pari. Kristinn, sem er betur þekktur sem körfuknattleiksdómari, hefur leikið báða hringina á 69 höggum. Rúnar Arnórsson úr Keili, sem var í efsta sæti eftir fyrsta keppnisdaginn er í þriðja sæti á einu höggi undir pari vallar. Rúnar lék á 73 höggum í dag eða þremur höggum yfir pari en hann var á 66 höggum í gær. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Axel Bóasson úr Keili, lék best allra í dag eða á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari. Axel fékk alls 7 fugla á hringnum í dag en hann lék ekki vel á fyrsta keppnisdeginum eða 74 höggum. Axel er á pari vallar samtals líkt og Þórður Rafn Gissurarson úr GR sem lék á 72 höggum í dag. GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson eru jafnir á einu höggi yfir pari í sjötta til sjöunda sæti. Haraldur lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var mun betri í gær þar sem hann lék á 67 höggum eða -3. Andri Þór var á pari vallar í dag en hann var á 71 höggi í gær eða +1. Keppnin á Strandarvelli er mjög jöfn og það eru margir þekktir kylfingar sem eru ekki langt frá efsta sætinu. Magnús Lárusson, GKj., er á +2 líkt og Örlygur Helgi Grímsson úr GV og heimamaðurinn Andri Már Óskarsson úr GHR. Andri Már lék vel í gær eða á 67 höggum en hann var á 75 höggum í dag. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnu, sem sigraði á Íslandsmótinu með eftirminnilegum hætti árið 2009, er í 11. -16. sæti á +3. Birgir Leifur Hafþórsson, fjórfaldur Íslandsmeistari úr GKG, er einnig á +3, líkt og Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG, Stefán Már Stefánsson, GR, Birgir Guðjónsson, GR, og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR. Keppni á þriðja keppnisdegi hefst kl. 8.20 í fyrramálið en efstu keppendur í karlaflokknum hefja leik kl. 12.30.
Golf Tengdar fréttir Fimmtán ára gengið stendur sig vel á Hellu Það vekur athygli að fimm kylfingar sem taka þátt á Íslandsmótinu í golfi eru aðeins fimmtán ára gamlir en þau er öll fædd árið 1997. Þrír drengir eru karlaflokknum og tvær stúlkur. Árangur þeirra er með ágætum og það er greinilegt að ný kynslóð afrekskylfinga bíður handan við hornið. 27. júlí 2012 15:14 Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. 27. júlí 2012 13:06 Sigmundur Einar ætlar sér að landa titlinum á Hellu Sigmundur Einar Másson úr GKG er til alls líklegur á lokadögunum tveimur á Íslandsmótinu í höggleik. Sigmundur, sem sigraði á Íslandsmótinu árið 2006, lék á 69 höggum í dag eða -1 og er hann samtals á -3 og er hann þessa stundina í efsta sæti mótsins. 27. júlí 2012 18:42 Æfingalaus körfuboltadómari stimplaði sig inn í toppbaráttuna Kristinn Óskarsson hefur komið skemmtilega á óvart á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Íslandsmótinu í höggleik í golfi. Kristinn, sem er betur þekktur sem einn reyndasti körfuknattleiksdómari landsins er þegar þetta er skrifað í efsta sæti mótsins ásamt fleiri kylfingum. Kristinn, sem leikur fyrir GS, er með 1,3 í forgjöf, hefur leikið báða hringina á Strandarvelli á Hellu á 1 höggi undir pari vallar. 27. júlí 2012 18:22 Hnífjafnt á Hellu | Anna og Valdís deila efsta sætinu Anna Sólveig Snorradóttir, 17 ára kylfingur úr Keili, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Anna Sólveig og Valdís eru samtals á 6 höggum yfir pari vallar en tveimur höggum þar á eftir kemur Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO. 27. júlí 2012 17:18 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fimmtán ára gengið stendur sig vel á Hellu Það vekur athygli að fimm kylfingar sem taka þátt á Íslandsmótinu í golfi eru aðeins fimmtán ára gamlir en þau er öll fædd árið 1997. Þrír drengir eru karlaflokknum og tvær stúlkur. Árangur þeirra er með ágætum og það er greinilegt að ný kynslóð afrekskylfinga bíður handan við hornið. 27. júlí 2012 15:14
Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. 27. júlí 2012 13:06
Sigmundur Einar ætlar sér að landa titlinum á Hellu Sigmundur Einar Másson úr GKG er til alls líklegur á lokadögunum tveimur á Íslandsmótinu í höggleik. Sigmundur, sem sigraði á Íslandsmótinu árið 2006, lék á 69 höggum í dag eða -1 og er hann samtals á -3 og er hann þessa stundina í efsta sæti mótsins. 27. júlí 2012 18:42
Æfingalaus körfuboltadómari stimplaði sig inn í toppbaráttuna Kristinn Óskarsson hefur komið skemmtilega á óvart á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Íslandsmótinu í höggleik í golfi. Kristinn, sem er betur þekktur sem einn reyndasti körfuknattleiksdómari landsins er þegar þetta er skrifað í efsta sæti mótsins ásamt fleiri kylfingum. Kristinn, sem leikur fyrir GS, er með 1,3 í forgjöf, hefur leikið báða hringina á Strandarvelli á Hellu á 1 höggi undir pari vallar. 27. júlí 2012 18:22
Hnífjafnt á Hellu | Anna og Valdís deila efsta sætinu Anna Sólveig Snorradóttir, 17 ára kylfingur úr Keili, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Anna Sólveig og Valdís eru samtals á 6 höggum yfir pari vallar en tveimur höggum þar á eftir kemur Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO. 27. júlí 2012 17:18