Sport

Bestu tímar ársins hjá Hafdísi og Trausta í Gautaborg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / vilhelm
Hafdís Sigurðardóttir úr UFA og Trausti Stefánsson úr FH náðu sínum bestu tímum á árinu í 400 metra hlaupi á Gautaborgarmótinu í frjálsum íþróttum um helgina.

Hafdís hljóp 400 metrana á 54,16 sekúndum og kom fyrst í mark. Norðlendingurinn vann einnig sigur í 200 metra hlaupi á 24,12 sekúndum sem er hennar besti tími.

Hafdís keppti einnig í 100 metra hlaupi þar sem hún varð í öðru sæti á 12,10 sekúndum. Þá hafnaði hún í fjórða sæti í langstökki með 5,98 metra stökki.

Trausti hljóp 400 metrana á 47,73 sekúndum sem dugði til fjórða sætis í karlaflokki. Tíminn er jafnfram hans besti á árinu.

ÍR-ingarnir Aníta Hinriksdóttir og Hilmar Örn Jónsson unnu til gullverðlauna í flokki 17 ára og yngri. Aníta kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi og Hilmar Örn sigraði í sleggjukasti en bæði eru 16 ára.

Nánari úrslit frá Gautaborgarleikunum má finna á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×