Íslenski boltinn

Félagaskiptaglugginn opnar á sunnudaginn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Stefán
Sunnudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn fyrir leikmenn meistaraflokka í knattspyrnu og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn í yngri flokkum.

Þau félög í íslenska boltanum sem vilja styrkja sig fyrir komandi átök hafa því rétt rúmar tvær vikur til þess að styrkja sig fyrir komandi átök á knattspyrnuvellinum í sumar.

Selfyssingar gengu frá samningum við norska miðvörðinn Bernard Petrus Brons í gær. Hann verður, samkvæmt reglum um félagaskipti hérlendis, löglegur með Selfyssingum eftir opnun gluggans á sunnudag en næsti leikur Selfyssinga er gegn Skagamönnum á mánudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×