Hrafn verður ekki áfram þjálfari KR-liðsins 17. júlí 2012 14:51 Hrafn Kristjánsson. Daníel Körfuknattleiksdeild KR og Hrafn Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að slíta samningaviðræðum varðandi endurnýjun samnings Hrafns við deildina fyrir komandi keppnistímabil og mun hann því ekki sjá um þjálfun meistaraflokks karla næstu leiktíð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem KR-ingar sendu frá sér í dag. Hrafn tók við báðum meistaraflokksliðum félagsins sumarið 2010 og náði frábærum árangri á sínu fyrsta ári hjá félaginu þegar hann vann Íslands-, Bikar- og Reykjavíkurmeistaratitil með meistaraflokki karla ásamt því að ná öðru sæti í Lengjubikarnum. Sama tímabil varð meistaraflokkur kvenna silfurlið bæði í Powerade- og Lengjubikarnum auk þess að verða Meistari Meistaranna. Tímabilið 2011-2012 sinnti Hrafn þjálfun meistaraflokks og unglingaflokks karla. Meistaraflokkur félagsins endaði í öðru sæti Iceland Express deildar og féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins og Poweradebikarsins á meðan unglingaflokkurinn tryggði sér bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Stjórn Körfuknattleiksdeildar þakkar Hrafni innilega vel unnin störf, óskar velfarnaðar og sér eftir kröftum hans. Ákvörðunin er tekin í sátt og mun Hrafn í kjölfarið vera í ráðgefandi hlutverki við stjórn deildarinnar. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR mun í framhaldi hefja vinnu við ráðningu þjálfara og er áætlað að þeirri framkvæmd ljúki fyrir 1. ágúst. F.h. stjórnar Böðvar Eggert Guðjónsson Formaður KKD KR _______________________________________________ Yfirlýsing Hrafns: Að sinna stöðu aðalþjálfara meistaraflokksliðs KR er að mínu viti stærsta og mikilvægasta starf sem maður getur unnið í körfuboltanum hérlendis. Það er hlutverk sem maður tekur ekki að sér nema sjá sér fært að sinna því af þeim metnaði og einbeitingu sem það starf á skilið. Þegar ég og stjórn deildarinnar settumst aftur niður til viðræðna í byrjun júlí eftir sumarfrí var ljóst að mínar aðstæður og forsendur höfðu breyst töluvert frá því í lok síðasta tímabils. Ég er nýkominn í nýtt og áhugavert starf sem ég hef sömuleiðis metnað fyrir og þarfnast athygli minnar. Það var eðlilegt að þær breyttu forsendur spiliðu inn í þegar lagst var yfir framhaldið. Það er margt sem bærist í manni þegar ákvörðun sem þessi er tekin en efst er mér eðlilega í huga þakklæti fyrir árin tvö sem að baki eru. Palli og Böddi komu flestum á óvart, mér meötöldum, þegar þeir gáfu mér tækifærið á að ganga í þetta draumahlutverk og í KR hef ég upplifað stærstu stundirnar á þjálfaraferlinum hingað til. Erfiðast er að sleppa hendinni af drengjunum sem skipa að mínu mati skemmtilegasta og mest spennandi leikmannahóp á landinu í aðdraganda komandi tímabils. Ég mun auðvitað hafa samband við leikmenn hvern og einn persónulega en vil samt nýta tækifærið hér og þakka þeim innilega samstarfið. Ég verð stjórninni innan handar varðandi málefni meistaraflokksliðsins í framhaldinu og sé svo til hvað við tekur í vetur. Eftir 11 ára samfellt starf sem aðalþjálfari í meistaraflokki er sjálfsagt ágætt að breyta aðeins um takt, sinna annars konar verkefnum, bæta við sig þekkingu í fræðunum o.s.frv. Það er aldrei að vita nema maður taki svo að sér eitthvað annars konar hlutverk í þjálfuninni í vetur, maður losnar aldrei endanlega við þessa bakteríu sýnist mér. Að lokum vil ég þakka þeim sem öllu máli skipta, KR-ingum í stúkunni og starfsfólki félagsins, fyrir árin tvö. ÁFRAM KR! Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Fleiri fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Sjá meira
Körfuknattleiksdeild KR og Hrafn Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að slíta samningaviðræðum varðandi endurnýjun samnings Hrafns við deildina fyrir komandi keppnistímabil og mun hann því ekki sjá um þjálfun meistaraflokks karla næstu leiktíð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem KR-ingar sendu frá sér í dag. Hrafn tók við báðum meistaraflokksliðum félagsins sumarið 2010 og náði frábærum árangri á sínu fyrsta ári hjá félaginu þegar hann vann Íslands-, Bikar- og Reykjavíkurmeistaratitil með meistaraflokki karla ásamt því að ná öðru sæti í Lengjubikarnum. Sama tímabil varð meistaraflokkur kvenna silfurlið bæði í Powerade- og Lengjubikarnum auk þess að verða Meistari Meistaranna. Tímabilið 2011-2012 sinnti Hrafn þjálfun meistaraflokks og unglingaflokks karla. Meistaraflokkur félagsins endaði í öðru sæti Iceland Express deildar og féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins og Poweradebikarsins á meðan unglingaflokkurinn tryggði sér bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Stjórn Körfuknattleiksdeildar þakkar Hrafni innilega vel unnin störf, óskar velfarnaðar og sér eftir kröftum hans. Ákvörðunin er tekin í sátt og mun Hrafn í kjölfarið vera í ráðgefandi hlutverki við stjórn deildarinnar. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR mun í framhaldi hefja vinnu við ráðningu þjálfara og er áætlað að þeirri framkvæmd ljúki fyrir 1. ágúst. F.h. stjórnar Böðvar Eggert Guðjónsson Formaður KKD KR _______________________________________________ Yfirlýsing Hrafns: Að sinna stöðu aðalþjálfara meistaraflokksliðs KR er að mínu viti stærsta og mikilvægasta starf sem maður getur unnið í körfuboltanum hérlendis. Það er hlutverk sem maður tekur ekki að sér nema sjá sér fært að sinna því af þeim metnaði og einbeitingu sem það starf á skilið. Þegar ég og stjórn deildarinnar settumst aftur niður til viðræðna í byrjun júlí eftir sumarfrí var ljóst að mínar aðstæður og forsendur höfðu breyst töluvert frá því í lok síðasta tímabils. Ég er nýkominn í nýtt og áhugavert starf sem ég hef sömuleiðis metnað fyrir og þarfnast athygli minnar. Það var eðlilegt að þær breyttu forsendur spiliðu inn í þegar lagst var yfir framhaldið. Það er margt sem bærist í manni þegar ákvörðun sem þessi er tekin en efst er mér eðlilega í huga þakklæti fyrir árin tvö sem að baki eru. Palli og Böddi komu flestum á óvart, mér meötöldum, þegar þeir gáfu mér tækifærið á að ganga í þetta draumahlutverk og í KR hef ég upplifað stærstu stundirnar á þjálfaraferlinum hingað til. Erfiðast er að sleppa hendinni af drengjunum sem skipa að mínu mati skemmtilegasta og mest spennandi leikmannahóp á landinu í aðdraganda komandi tímabils. Ég mun auðvitað hafa samband við leikmenn hvern og einn persónulega en vil samt nýta tækifærið hér og þakka þeim innilega samstarfið. Ég verð stjórninni innan handar varðandi málefni meistaraflokksliðsins í framhaldinu og sé svo til hvað við tekur í vetur. Eftir 11 ára samfellt starf sem aðalþjálfari í meistaraflokki er sjálfsagt ágætt að breyta aðeins um takt, sinna annars konar verkefnum, bæta við sig þekkingu í fræðunum o.s.frv. Það er aldrei að vita nema maður taki svo að sér eitthvað annars konar hlutverk í þjálfuninni í vetur, maður losnar aldrei endanlega við þessa bakteríu sýnist mér. Að lokum vil ég þakka þeim sem öllu máli skipta, KR-ingum í stúkunni og starfsfólki félagsins, fyrir árin tvö. ÁFRAM KR!
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Fleiri fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum