Sport

Dagskrá íslensku keppendanna á Ólympíumótinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helgi Sveinsson, til vinstri, keppir í spjótkasti og langstökki.
Helgi Sveinsson, til vinstri, keppir í spjótkasti og langstökki. Mynd / Jón Björn
Íþróttasamband fatlaðra birtir á heimasíðu sinni í dag dagskrá íslensku keppendanna á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst í London 31. ágúst.

Tveir frjálsíþróttamenn og tveir sundmenn keppaa fyrir hönd Íslands. Helgi Sveinsson keppir í langstökki og spjótkasti í flokki F42 og Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir í 100 metra og 200 metra hlaupi í flokki T37.

Þá keppir Jón Margeir Sverrisson í 100 metra baksundi, 100 metra bringusundi og 200 metra skriðsundi í flokki S14. Kolbrún Alda Stefánsdóttir, sem sömuleiðis keppir í flokki S14, er skráð til leiks í sömu

Sund

31. ágúst: 11:09/19:37 Jón Margeir Sverrisson - 100bak S14

31. ágúst: 11:18/19:42 Kolbrún Alda Stefánsdóttir - 100bak S14

2. september: 09:50/17:45 Jón Margeir Sverrisson - 200skrið S14

2. september: 10:01/17:51 Kolbrún Alda Stefánsdóttir - 200skrið S14

6. september: 10:37/18:21 Jón Margeir Sverrisson - 100bringa S14

6. september: 10:46/18:26 Kolbrún Alda Stefánsdóttir - 100bringa S14

Frjálsíþróttir

31. ágúst: 10:15 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir - langstökk F37

31. ágúst: 19:30 Helgi Sveinsson - langstökk F42

2. september: 10:36/20:24 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir - 100m T37

5. september: 11:00/21:00 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir - 200m T37

7. september: 10:12/21:48 Helgi Sveinsson - 100m T42

7. september: 11:30 Helgi Sveinsson - Spjótkast F42




Fleiri fréttir

Sjá meira


×