Federer í úrslit eftir sigur á Djokovic Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júlí 2012 14:41 Nordic Photos / Getty Images Roger Federer vann í dag góðan sigur á Novak Djokovic, efsta manni heimslistans og ríkjandi Wimbledon-meistara, í undanúrslitum Wimbledon-mótsins. Federer hefur unnið mótið sex sinnum á ferlinum og getur því bætt sjöunda titlinum í safnið á sunnudaginn. Hann mætir annað hvort Andy Murray eða Jo-Wilfried Tsonga í úrslitunum en þeir eigast við síðar í dag. Viðureignin í dag var frábær skemmtun. Federer vann fyrsta settið 6-3 en Djokovic svaraði í sömu mynt. Úrslitin réðust að stórum hluta í þriðja settinu þar sem hart var barist. Federer reyndist einfaldlega betri og fagnaði sigri, 6-4. Í fjórða settinu náði Federer ótvíræðum yfirburðum en Djokovic, sem er þekktur fyrir að gefast aldrei upp, náði aðeins að klóra í bakkann í lokin. En það var of seint og sá svissneski tryggði sér sigur með því að vinna settið, 6-3, og þar með viðureignina 3-1. Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras er sá eini sem hefur unnið Wimbledon-mótið oftar en Federer eða sjö sinnum. Með sigri kemst Svisslendingurin upp að hlið Sampras. Þar sem Novak Djokovic og Rafael Nadal, efstu tveir menn heimslistans, eru nú báðir dottnir úr leik á mótinu er ljóst að Federer fer í efsta sæti heimslistans með sigri á sunnudaginn. Hvorki Murray né Tsonga hafa spilað til úrslita áður á Wimbledon og því ljóst að sagan verður á bandi Federer á sunnudaginn kemur. Tennis Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Roger Federer vann í dag góðan sigur á Novak Djokovic, efsta manni heimslistans og ríkjandi Wimbledon-meistara, í undanúrslitum Wimbledon-mótsins. Federer hefur unnið mótið sex sinnum á ferlinum og getur því bætt sjöunda titlinum í safnið á sunnudaginn. Hann mætir annað hvort Andy Murray eða Jo-Wilfried Tsonga í úrslitunum en þeir eigast við síðar í dag. Viðureignin í dag var frábær skemmtun. Federer vann fyrsta settið 6-3 en Djokovic svaraði í sömu mynt. Úrslitin réðust að stórum hluta í þriðja settinu þar sem hart var barist. Federer reyndist einfaldlega betri og fagnaði sigri, 6-4. Í fjórða settinu náði Federer ótvíræðum yfirburðum en Djokovic, sem er þekktur fyrir að gefast aldrei upp, náði aðeins að klóra í bakkann í lokin. En það var of seint og sá svissneski tryggði sér sigur með því að vinna settið, 6-3, og þar með viðureignina 3-1. Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras er sá eini sem hefur unnið Wimbledon-mótið oftar en Federer eða sjö sinnum. Með sigri kemst Svisslendingurin upp að hlið Sampras. Þar sem Novak Djokovic og Rafael Nadal, efstu tveir menn heimslistans, eru nú báðir dottnir úr leik á mótinu er ljóst að Federer fer í efsta sæti heimslistans með sigri á sunnudaginn. Hvorki Murray né Tsonga hafa spilað til úrslita áður á Wimbledon og því ljóst að sagan verður á bandi Federer á sunnudaginn kemur.
Tennis Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira