Stuðningsgrein: Hræddu mig til að kjósa Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 21. júní 2012 13:31 Þetta er í annað sinn sem ég kýs forseta og ég hlakka til að gefa þeim frambjóðanda atkvæði sem mér þykir hafa mest til brunns að bera. Forsetakosningar eru nefnilega frekar sjaldgæfar hér á landi. Síðustu alvöru kosningarnar voru 1996 og það var ekkert auðvelt að velja, ég kaus Ólaf. Síðan þá hefur forsetaembættið verið í andlegri lægð og enginn falast eftir því - nánast enginn. Ég hef ekki þurft að kjósa Ólaf aftur. Fyrst leit út fyrir að enn ætlaði enginn að bjóða sig fram og ég þyrfti að velja á milli Ólafs og Ástþórs. Það hefði í alvöru verið erfitt val. Á þessum 16 árum hefur Ólafi tekist að verða vinsæll af þeim sem hötuðu hann og hataður af þeim sem dáðu hann. Það er afrek út af fyrir sig. Vinsældirnar tóku skiljanlega dýfu þegar spilaborg fjárglæframanna hrundi og þáttur Ólafs var skoðaður. Sumir héldu að hann segði af sér en það voru aðallega þeir sem höfðu verið of mikið í útlöndum. Þar er fólk stöðugt að segja af sér út af alls konar smámunum. Ólafur er löngu búinn að útskýra þetta allt og auðvitað skrítið að sumt fólk þurfi að jagast í honum fyrir löngu liðna atburði. Hann gerði þetta fyrir okkur. Það hefur hann sagt mér í föðurlegum tón í útvarps- og sjónvarpsviðtölum síðustu vikur. Í sama tóni tilkynnti hann í áramótaræðunni að hann hyggðist sennilega hætta en samt ekki endilega. Sá tónn er líka notaður til þess að setja ofan í við helsta keppinautinn sem veit hvorki né skilur eins og Ólafur, en fyrst og fremst er hann notaður til þess að skýra út fyrir okkur sauðunum ógnina sem steðjar að þjóðinni. Ólafur er nefnilega ekki venjulegur maður. Hann er brimgarður, hann er brynvarinn skriðdreki, hann er kastali. Það er ekki aðeins að ríkisstjórnin sé að steypa okkur í glötun. Heimurinn vill traðka á okkur, sölsa okkur undir sig og sennilega sökkva okkur. Vegna þess að fólk er oft lengi að taka við sér og heldur jafnvel að aðrir frambjóðendur gætu verið brimgarðar, hefur Ólafur í sínum föðurlega kærleika bent ítrekað á að okkur stafi beinlínis hætta af fyrrnefndum frambjóðanda sem eflaust starfar í boði Illra afla hf. Það skiptir ekki máli að rök hans séu hrakin aftur og aftur. Ólafur óx nefnilega og dafnaði hvað mest á smjörklíputímabilinu og veit að ef lygar eru endurteknar nógu oft verða þær sannar. Við höfum í fyrsta skipti í 16 ár val um alvöru frambjóðendur. Allir hafa þeir kosti og galla sem við veltum fyrir okkur. Forsetinn sem vill ekki fara hefur brugðið á það ráð að hræða okkur til fylgis, en kosningarnar snúast ekki um síbreytilega flokkadrætti og pólítík. Þær snúast um val á þjóðhöfðingja sem verður andlit okkar út á við, orð hans og gerðir ættu að endurspegla íslenskt samfélag eins og það er í dag. Hann ætti að tala máli okkar allra því hann er þjóðhöfðingi okkar allra. Ég ætla ekki að eiga mitt undir geðþóttaákvörðunum gamals refs. Ég ætla ekki að láta hræða mig með samsæriskenningum skítkastarans. Ég kýs Þóru af því að í henni sé ég réttláta, vel upplýsta og yfirvegaða konu sem hefur þrátt fyrir allt tekist ótrúlega vel að sneiða hjá pólítísku þrasi og hefur einlægan áhuga á að gera sitt besta fyrir íslenska þjóð. Þannig forseta vil ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem ég kýs forseta og ég hlakka til að gefa þeim frambjóðanda atkvæði sem mér þykir hafa mest til brunns að bera. Forsetakosningar eru nefnilega frekar sjaldgæfar hér á landi. Síðustu alvöru kosningarnar voru 1996 og það var ekkert auðvelt að velja, ég kaus Ólaf. Síðan þá hefur forsetaembættið verið í andlegri lægð og enginn falast eftir því - nánast enginn. Ég hef ekki þurft að kjósa Ólaf aftur. Fyrst leit út fyrir að enn ætlaði enginn að bjóða sig fram og ég þyrfti að velja á milli Ólafs og Ástþórs. Það hefði í alvöru verið erfitt val. Á þessum 16 árum hefur Ólafi tekist að verða vinsæll af þeim sem hötuðu hann og hataður af þeim sem dáðu hann. Það er afrek út af fyrir sig. Vinsældirnar tóku skiljanlega dýfu þegar spilaborg fjárglæframanna hrundi og þáttur Ólafs var skoðaður. Sumir héldu að hann segði af sér en það voru aðallega þeir sem höfðu verið of mikið í útlöndum. Þar er fólk stöðugt að segja af sér út af alls konar smámunum. Ólafur er löngu búinn að útskýra þetta allt og auðvitað skrítið að sumt fólk þurfi að jagast í honum fyrir löngu liðna atburði. Hann gerði þetta fyrir okkur. Það hefur hann sagt mér í föðurlegum tón í útvarps- og sjónvarpsviðtölum síðustu vikur. Í sama tóni tilkynnti hann í áramótaræðunni að hann hyggðist sennilega hætta en samt ekki endilega. Sá tónn er líka notaður til þess að setja ofan í við helsta keppinautinn sem veit hvorki né skilur eins og Ólafur, en fyrst og fremst er hann notaður til þess að skýra út fyrir okkur sauðunum ógnina sem steðjar að þjóðinni. Ólafur er nefnilega ekki venjulegur maður. Hann er brimgarður, hann er brynvarinn skriðdreki, hann er kastali. Það er ekki aðeins að ríkisstjórnin sé að steypa okkur í glötun. Heimurinn vill traðka á okkur, sölsa okkur undir sig og sennilega sökkva okkur. Vegna þess að fólk er oft lengi að taka við sér og heldur jafnvel að aðrir frambjóðendur gætu verið brimgarðar, hefur Ólafur í sínum föðurlega kærleika bent ítrekað á að okkur stafi beinlínis hætta af fyrrnefndum frambjóðanda sem eflaust starfar í boði Illra afla hf. Það skiptir ekki máli að rök hans séu hrakin aftur og aftur. Ólafur óx nefnilega og dafnaði hvað mest á smjörklíputímabilinu og veit að ef lygar eru endurteknar nógu oft verða þær sannar. Við höfum í fyrsta skipti í 16 ár val um alvöru frambjóðendur. Allir hafa þeir kosti og galla sem við veltum fyrir okkur. Forsetinn sem vill ekki fara hefur brugðið á það ráð að hræða okkur til fylgis, en kosningarnar snúast ekki um síbreytilega flokkadrætti og pólítík. Þær snúast um val á þjóðhöfðingja sem verður andlit okkar út á við, orð hans og gerðir ættu að endurspegla íslenskt samfélag eins og það er í dag. Hann ætti að tala máli okkar allra því hann er þjóðhöfðingi okkar allra. Ég ætla ekki að eiga mitt undir geðþóttaákvörðunum gamals refs. Ég ætla ekki að láta hræða mig með samsæriskenningum skítkastarans. Ég kýs Þóru af því að í henni sé ég réttláta, vel upplýsta og yfirvegaða konu sem hefur þrátt fyrir allt tekist ótrúlega vel að sneiða hjá pólítísku þrasi og hefur einlægan áhuga á að gera sitt besta fyrir íslenska þjóð. Þannig forseta vil ég.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar