Skoðun

Stuðningsgrein: Ég kýs gegn valdaklíkunum

Einar Steingrímsson skrifar
Andrea Ólafsdóttir sagði í viðtali við DV um helgina að hún byggist ekki við að vinna í forsetakosningunum.  Þótt ég sé óforbetranleg bjartsýnismanneskja kann ég að meta hreinskilni og raunsæi af þessu tagi, og ekki síður að Andrea skuli láta vera að klæða það í grímubúning orðaleppa eins og algengt er meðal stjórnmálafólks.

Ég ætla líka að vera hreinskilinn: Ég er ekki sammála Andreu um allt, og ég hef hnotið um eitt og annað sem hún hefur sagt (þótt ekkert af því hafi verið stórvægilegt).  Ég get ekki verið viss um að ég yrði ánægður með það sem hún myndi gera eða láta ógert sem forseti.  En, Andrea hefur lagt áherslu á að það sé vilji almennings sem eigi að ráða för og ég hef aldrei séð hana draga taum þeirra valdastétta sem allt of lengi hafa drottnað yfir Íslandi.  Þvert á móti virðist mér hún laus við öll tengsl við þær valdaklíkur sem hér ráða lögum og lofum, og óhrædd við að segja þeim til syndanna.

Ég vil helst að forsetaembættið verði lagt niður, og það vald sem í því felst fært beint til kjósenda, meðal annars með því að auðvelda okkur að krefjast þjóðaratkvæðis og leggja fram lagafrumvörp.  Þangað til er skárra en ekki að hafa á forsetastóli manneskju sem er líkleg til að standa gegn því valdi sem allt of lengi hefur hunsað hagsmuni almennings.  Þess vegna ætla ég, ef ekkert óvænt kemur upp á, að kjósa Andreu.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×