Skoðun

Kjósum nýjan forseta

Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Eftir fáeina daga höfum við val og getum kosið nýjan forseta. Við erum alltaf stolt af landinu okkar, Nýja Íslandi og Gamla Ísandi en miðað við allt og allt hljómar samt Nýja Ísland betur. Kosningaréttur er einn dýrmætasti réttur okkar. Kosningaréttur er frelsi og þess vegna fylgir honum líka ábyrgð.

Ábyrgð okkar er að velja forseta samkvæmt bestu upplýsingum sem völ er á og samkvæmt sannfæringu okkar. Upplýsingar um Gamla Ísland blasa við og einkennast af glansmynd sem féll og stærilæti sem var dýrkeypt.

Nýja Ísland getur byggst með raunverulegum lífsgæðum, hófsemd og lífsgleði. Við þekkjum Gamla Ísland af gömlum hugmyndum og gömlum andlitum. Við þurfum nýjar hugmyndir og ný andlit.

Niðurstaða forsetakosninganna næsta laugardag endurspeglar vilja okkar. Niðurstaða kosninganna er á ábyrgð okkar kjósenda. Ábyrgð okkar er að velja forseta fyrir nýja tíma. Kjósum nýjan forseta.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×