Enski boltinn

BBC, Guardian og Sky segja Gylfa á leiðinni til Tottenham

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Samkvæmt bresku fjölmiðlunum BBC, Guardian og Sky hafa þýska félagið Hoffenheim og enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham komist að samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni.

Þýska blaðið Bild greindi frá því á fréttavef sínum í gærkvöldi að Gylfi væri á leið til Lundúnarfélagsins. Bresku miðlarnir taka undir með þýska blaðinu án þess að vitna í það og er kaupverðið talið vera í kringum tíu milljónir evra eða sem nemur 1,6 milljarði íslenskra króna.

Faðir Gylfa sagði í viðtali í útvarpsþættinum Í bítið í morgun að málin myndu skýrast eftir helgina. Lánssamningur Gylfa hjá Swansea rennur út um mánaðarmótin og hafi ekki verið gengið frá félagaskiptum hans á hann að mæta til æfinga hjá Hoffenheim.

Þrátt fyrir að Hoffenheim og Tottenham hafi mögulega samþykkt kaupverð á Gylfi Þór eftir að semja um kaup og kjör auk þess að gangast undir læknisskoðun, hvar svo sem það verður.


Tengdar fréttir

Bild segir Tottenham hafa gengið frá kaupum á Gylfa

Þýska blaðið Bild greinir frá því á heimasíðu sinni í kvöld að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sé genginn í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham.

Pabbi Gylfa í viðtali: Gylfi gat ekkert skotið á markið í allan vetur

Sigurður Aðalsteinsson faðir Gylfa Þórs Sigurðssonar var í spjalli i þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun, þar sem hann fór yfir ferilinn hjá stráknum. Mörg stór félög eru á eftir íslenska landsliðsmanninum en Sigurður segir að ekkert skýrist í hans málum fyrr en um mánaðarmótin. Gylfi var orðaður við Tottenham í þýskum fjölmiðlum í gærkvöldi.

Laudrup farinn að leita að arftaka Gylfa

Michael Laudrup, stjóri Swansea, virðist vera búinn að sætta sig við að missa Gylfa Þór Sigurðsson frá félaginu því hann er þegar farinn að leita að arftaka hans hjá Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×