Stuðningsgrein: Forseti sem við berum virðingu fyrir Hjalti Vigfússon skrifar 28. júní 2012 15:30 Nokkuð hefur verið rætt um hlutverk forsetans í aðdraganda forsetakosninganna næstu helgi. Ég hef oft velt þessari umræðu fyrir mér og jafnvel tekið þátt í henni. Ég skil samt ekki af hverju frambjóðendur og við landsmenn ræðum þetta í svo mikla þaula. Við þekkjum öll hlutverk forsetans nokkuð vel. Þrátt fyrir að sitjandi forseti hafi virkjað málsskotsréttin með eftirminnilegum hætti, vitum við vel að það er ekki hlutverk forsetans að taka í sífellu fram fyrir hendur Alþingis, enda hefur enginn forseti lýðveldissins hagað sér þannig. Forsetinn á að vera andlit þjóðarinnar út á við, standa vörð um menningu okkar og gildi, gleðjast með okkur á góðum stundum og vera sameiningartákn í blíðu og stríðu. Forsetinn þarf því að vera einstaklingur sem þjóðin ber virðingu fyrir. Hann á að vera forseti allra landsmanna - ekki afmarkaðs hóps skoðanabræðra og -systra. Af þeim frambjóðendum sem gefa kost á sér til forseta finnst mér einn frambjóðandi bera af þegar ég máta þau við þessar kröfur: Þóra Arnórsdóttir. Sumir meðframbjóðenda hennar hafa raunar aldrei komist í kallfæri við þær lágmarkskröfur sem við ættum að gera til þess sem gegnir embætti forseta Íslands. Sitjandi forseti hefði til að mynda átt að draga sig í hlé eftir að hafa kallað Þóru Arnórsdóttur „skrautdúkku". Ólafur Ragnar hefði aldrei nokkur tíma látið þessi orð falla um karl í sömu stöðu, með sömu reynslu og menntun og Þóra. Með niðrandi ummælum sínum gerði Ólafur Ragnar lítið úr þeim jafnréttisgildum sem eru okkur hve kærust. Hann hefur ekki einu sinni haft sómatilfinningu til að biðjast afsökunar á orðum sínum þrátt fyrir ótal tækifæri og ærna ástæðu. Ég get ekki borið virðingu fyrir forseta sem talar niður til kvenna og gerir lítið úr þeim gildum sem við eigum að standa vörð um í hvívetna. Þóra Arnórsdóttir er sá frambjóðandi sem hefur í aðdraganda kosninganna, með málflutningi sínum og framkomu, sýnt að hún er forseti sem við getum virt, sameinast um og verið stolt af. Hún hefur háð heiðarlega kosningabaráttu og talað fyrir því að sem forseti muni hún standa vörð um þau gildi sem eru þjóðinni mikilvæg. Þóra er talsmaður framtíðarinnar og hún er þegar orðin talsmaður lands og þjóðar í erlendum fjölmiðum og henni mun áfram fylgja gríðarlega jákvæð umfjöllun hvert sem hún fer. Þóra er ung, þrælmenntuð kona, hokin af starfsreynslu, hún kemur vel fyrir sig orði og hefur verið verðlaunuð af landsmönnum fyrir starf sitt sem fréttamaður einmitt vegna þessa. Hún er eldklár, talar sex tungumál og er menntuð í þróunarhagfræði og alþjóðasamskiptum. Þeim sem hafa haldið því fram að Þóra sé „umbúðirnar einar" er skylt að endurskoða afstöðu sína og líta í eigin barm með þetta í huga, enda krefst slík röksemdafærsla mjög brenglaðrar skilgreiningar á orðinu „umbúðir". Þóra er talsmaður sátta í þjóðfélagi sem gengið hefur í gegnum erfiða tíma á síðustu árum. Hún kemur til með að ýta undir stöðugleika í þjóðfélaginu og sátt stríðandi fylkinga. Hún lætur ekki eigin hagsmuni hafa áhrif á ákvarðanir sínar heldur hefur hún hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Hún treystir þjóðinni til að taka ákvarðanir í mikilvægum málum og hefur nefnt aðildarsamning Íslands við ESB sem dæmi í þeim efnum. Hún hefur krafist þess að aðildarsamningurinn verði settur í þjóðaratkvæðagreiðslu og að niðurstaða hennar sé sú sem muni standa. Þóra hefur á undanförnum vikum talað heiðarlega og skynsamlega. Ég ber virðingu fyrir henni og því sem hún stendur fyrir. Þóra treystir þjóðinni og þess vegna ætla ég að treysta Þóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt um hlutverk forsetans í aðdraganda forsetakosninganna næstu helgi. Ég hef oft velt þessari umræðu fyrir mér og jafnvel tekið þátt í henni. Ég skil samt ekki af hverju frambjóðendur og við landsmenn ræðum þetta í svo mikla þaula. Við þekkjum öll hlutverk forsetans nokkuð vel. Þrátt fyrir að sitjandi forseti hafi virkjað málsskotsréttin með eftirminnilegum hætti, vitum við vel að það er ekki hlutverk forsetans að taka í sífellu fram fyrir hendur Alþingis, enda hefur enginn forseti lýðveldissins hagað sér þannig. Forsetinn á að vera andlit þjóðarinnar út á við, standa vörð um menningu okkar og gildi, gleðjast með okkur á góðum stundum og vera sameiningartákn í blíðu og stríðu. Forsetinn þarf því að vera einstaklingur sem þjóðin ber virðingu fyrir. Hann á að vera forseti allra landsmanna - ekki afmarkaðs hóps skoðanabræðra og -systra. Af þeim frambjóðendum sem gefa kost á sér til forseta finnst mér einn frambjóðandi bera af þegar ég máta þau við þessar kröfur: Þóra Arnórsdóttir. Sumir meðframbjóðenda hennar hafa raunar aldrei komist í kallfæri við þær lágmarkskröfur sem við ættum að gera til þess sem gegnir embætti forseta Íslands. Sitjandi forseti hefði til að mynda átt að draga sig í hlé eftir að hafa kallað Þóru Arnórsdóttur „skrautdúkku". Ólafur Ragnar hefði aldrei nokkur tíma látið þessi orð falla um karl í sömu stöðu, með sömu reynslu og menntun og Þóra. Með niðrandi ummælum sínum gerði Ólafur Ragnar lítið úr þeim jafnréttisgildum sem eru okkur hve kærust. Hann hefur ekki einu sinni haft sómatilfinningu til að biðjast afsökunar á orðum sínum þrátt fyrir ótal tækifæri og ærna ástæðu. Ég get ekki borið virðingu fyrir forseta sem talar niður til kvenna og gerir lítið úr þeim gildum sem við eigum að standa vörð um í hvívetna. Þóra Arnórsdóttir er sá frambjóðandi sem hefur í aðdraganda kosninganna, með málflutningi sínum og framkomu, sýnt að hún er forseti sem við getum virt, sameinast um og verið stolt af. Hún hefur háð heiðarlega kosningabaráttu og talað fyrir því að sem forseti muni hún standa vörð um þau gildi sem eru þjóðinni mikilvæg. Þóra er talsmaður framtíðarinnar og hún er þegar orðin talsmaður lands og þjóðar í erlendum fjölmiðum og henni mun áfram fylgja gríðarlega jákvæð umfjöllun hvert sem hún fer. Þóra er ung, þrælmenntuð kona, hokin af starfsreynslu, hún kemur vel fyrir sig orði og hefur verið verðlaunuð af landsmönnum fyrir starf sitt sem fréttamaður einmitt vegna þessa. Hún er eldklár, talar sex tungumál og er menntuð í þróunarhagfræði og alþjóðasamskiptum. Þeim sem hafa haldið því fram að Þóra sé „umbúðirnar einar" er skylt að endurskoða afstöðu sína og líta í eigin barm með þetta í huga, enda krefst slík röksemdafærsla mjög brenglaðrar skilgreiningar á orðinu „umbúðir". Þóra er talsmaður sátta í þjóðfélagi sem gengið hefur í gegnum erfiða tíma á síðustu árum. Hún kemur til með að ýta undir stöðugleika í þjóðfélaginu og sátt stríðandi fylkinga. Hún lætur ekki eigin hagsmuni hafa áhrif á ákvarðanir sínar heldur hefur hún hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Hún treystir þjóðinni til að taka ákvarðanir í mikilvægum málum og hefur nefnt aðildarsamning Íslands við ESB sem dæmi í þeim efnum. Hún hefur krafist þess að aðildarsamningurinn verði settur í þjóðaratkvæðagreiðslu og að niðurstaða hennar sé sú sem muni standa. Þóra hefur á undanförnum vikum talað heiðarlega og skynsamlega. Ég ber virðingu fyrir henni og því sem hún stendur fyrir. Þóra treystir þjóðinni og þess vegna ætla ég að treysta Þóru.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar