Sport

Með brons um hálsinn og rós í munninum - Davíð þriðji á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Davíð Jónsson fagnar bronsinu.
Davíð Jónsson fagnar bronsinu. Mynd/ÍF/Jón Björn Ólafsson
Davíð Jónsson úr Ármanni, vann í dag til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsíþróttum sem fram fer í Stadskanaal í Hollandi. Þetta eru þriðji verðlaun íslenska hópsins á mótinu.

Davíð byrjaði daginn með nýju Íslandsmeti þegar hann varpaði kúlunni 11,02 metra í fyrsta kasti. Lengsta kast Davíðs í dag var 11,21 metrar en það tryggði honum bronsverðlaunin. Þetta er frábær byrjun á keppnisferli Davíðs sem í dag keppti á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti.

Helgi Sveinsson hafnaði í 4. sæti í langstökki í stigakeppni F42 og F44 flokkanna en hann stórbætti Íslandsmetið sitt. Eldra metið setti Helgi á Íslandsmóti ÍF á Laugardalsvelli fyrr í þessum mánuði þegar hann stökk 5,15 metra en hans lengsta stökk á EM í dag var 5,32 metrar. Stökkið dugði Helga í 4. sætið með 810 stig.

Ísland hefur nú lokið þátttöku sinni á EM fatlaðra í Hollandi og kemur hópurinn heim á föstudagskvöld með tvenn bronsverðlaun og ein silfurverðlaun í farteskinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×