Stuðningsgrein: Afhverju að kjósa Andreu Ólafs sem Forseta Íslands? Hákon Einar Júlíusson skrifar 28. júní 2012 19:00 Jæja, persónulega er ég kominn með hálfgert ógeð af þessu forsetaframboði og þeirri sundrung og skítkasti sem oft fylgir svona kosningum, hvort sem það eru forsetaframboð, alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur um allsskonar mál. Ég hef samt ákveðið að kjósa Andrea Ólafs að þessu sinni, ekki vegna þess að ég ber fjandsamlegar hugsanir í garð hina frambjóðandana eða að ég treysti þeim ekki, mér líst ágætlega á tvo til þrjá. Persónulega held ég að góðvild blundi í hjörtum allra manna, enda er það kjarni tilveru okkar ef við horfum öll djúpt inn á við. En afhverju Andrea? Ég hef fylgst með störfum Andreu nánast frá því að áhugi á samfélagsmálum greip mig og ég fór að þora að kalla mig aktivista. Andrea hefur ávallt sýnt bjartsýni sína og trú á betri heimi í verki og hefur sterk réttlætiskennd einkennt hennar framkvæmdir í öllu sem hún hefur gert. Hún er ekki bara munnstykki eða tóm orð, heldur hefur hún látið verkin tala sínu máli og ekki óskað eftir miklu í staðinn, ólíkt mörgum sem ég hef fylgst með á þessum vettvangi. Ég man ekki eftir því að hún hafi talað af meðvirkni eða hún hafi sveigt hugsjónir sínar eitthvað í takt við vilja valdastéttarinnar sem hefur í langan tíma úthlutað eignum þjóðarinnar til fárra útvalda og látið almenning borga skuldirnar þeirra, hvort sem það hefur verið Icesave eða eitthvað annað. Þegar ég kom að því að skipuleggja borgarafund um verðtryggingu fyrir nokkrum mánuðum voru það orð hennar og bjartsýni sem ég tók sérstaklega eftir í hennar fari, hún talaði um uppskeruna af baráttumálum almennings sem væri á leiðinni og að við mættum ekki gefast upp á þessu öllu saman. Sannfæringarmáttur hennar var sterkur og það greip mig sérstök tilfinning sem ég finn ekki oft þegar pólitískt fólk er annars vegar. Þarna var á ferð alvöru hugsjónarmanneskja og umhyggjusamur einstaklingur. Það var t.d. Andrea sem þorði og fór á vegum hagsmunasamtaka heimilana og kærði ólöglegar vörslusviptingar fyrir hönd þeirra sem höfðu mátt þola fasíska ofstækið sem fjármögnunarfyrirtækin stöðu fyrir með ránum á eignum almennings þegar enginn annar hafði í krafti sínum burði til þess að gera slíkt, nema að sjálfsögðu nokkrir einstaklingar sem reyndu en var meinað af lögreglunni að kæra verknaðinn. Svona framkvæmd er vottur um mikinn styrkleika og að þora að leggja nafn sitt og tilveru í veð fyrir aðra. Það var Andrea sem hefur ásamt öðrum haldið uppi málefnum skuldsettra og illa staddra heimila. Andrea skilur hvað fátækt er mikil böl og hvaða afleiðingar slík ógæfa færir samfélaginu, þess vegna hefur hún barist fyrir leiðréttingu lána, afnámi verðtryggingar og að fólk haldi heimilum sínum. Andrea skilur líka að málskotsréttur forseta er ekki endilega hans réttur eins og margir vilja meina (sumir vilja jafnvel svipta forsetann af slíku), heldur réttur almennings til þess að verja sig fyrir vafasömum lagafrumvörpum og ofríki sem hefur því miður færst í aukana, ekki bara hér á landi heldur í heiminum öllum. Andrea skilur líka að atkvæðaréttur almennings er heilagur og á að vera bindandi en ekki ráðgefandi. Þar hefur hún nefnt Evrópusambandið í þeim efnum og get ég vel tekið undir það. Persónulega er ég mjög andvígur framsali á öllu valdi og aðgerðum þar sem valdadreifing tapast og miðstýring eykst. Til þess að tryggja frelsi og fjölbreytileika í ákvarðanatöku um örlög okkar þurfa sem flestir að koma að borðinu, hvort sem okkur finnst það erfitt eða ekki. Það á enginn einn eða tveir að ráða úrslitum fleiri þúsund manns eða fleiri milljón, enda er það einkennandi bragur Evrópusambandsins þessa dagana og ganga framkvæmdir þess sem mest út á það að miðstýra öllum þáttum í okkar lífum alveg frá Brussel til Reykjavíkur. Ég sé ekki farsæld okkar betur borgið undir framkvæmdaráði þess. Ólíkt öðrum frambjóðendum skilur Andrea þá staðreynd að Forseti Íslands á að geta lagt fram lagafrumvörp til alþingis ef honum finnst þingið ekki vera að sinna ákveðnum málum. Sama hugsun með málskotsréttinn, ef almenningur óskar eftir lagafrumvarpi á forsetinn að geta lagt það fram. T.d. leiðréttingar á lánum o.s.frv. eins og hún hefur nefnt. Andrea skilur að að samstarf forsetans og almennings er forsenda þess að vafasöm öfl geti ekki haft lokaorðið á okkar örlögum, þetta hefur Andrea haldið á lofti og er það þess vegna sem hún vill efna til þjóðfundar um forsetaembættið ef hún nær kjöri. Til þess að staðsetja sig "nær" almenningi hefur hún líka hafnað fullum forsetalaunum og hyggst aðeins þyggja lágmarkslaun fyrir embættið ef hún nær kjöri, þetta ætlar enginn annar frambjóðandi að gera! Ef við viljum hreinskilinn, heiðarlegann og tryggann einstakling til þess að sinna þessu verkefni sem er framundan sem forsetaembættið er, sem er meðal annars að halda uppi vörnum fyrir almenning gegn ofstæki fjármálafyrirtækjana og annarra vafasama afla þurfum við að kjósa Andreu. Ef við viljum manneskju sem vill efla lýðræðið og færa völd í hendurnar á almenningi kjósum við Andreu. Ef við viljum einstakling sem hlustar á þjóðina þegar hún óskar eftir því kjósum við Andreu. Ef við viljum umhyggjusaman einstakling sem ber hag almennings fyrir brjósti að þá kjósum við Andreu. Andrea er það sem þjóðin þarf núna sem forseta, kærleikur og réttlæti mun ávallt einkenna hennar störf, það er ég sannfærður um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Jæja, persónulega er ég kominn með hálfgert ógeð af þessu forsetaframboði og þeirri sundrung og skítkasti sem oft fylgir svona kosningum, hvort sem það eru forsetaframboð, alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur um allsskonar mál. Ég hef samt ákveðið að kjósa Andrea Ólafs að þessu sinni, ekki vegna þess að ég ber fjandsamlegar hugsanir í garð hina frambjóðandana eða að ég treysti þeim ekki, mér líst ágætlega á tvo til þrjá. Persónulega held ég að góðvild blundi í hjörtum allra manna, enda er það kjarni tilveru okkar ef við horfum öll djúpt inn á við. En afhverju Andrea? Ég hef fylgst með störfum Andreu nánast frá því að áhugi á samfélagsmálum greip mig og ég fór að þora að kalla mig aktivista. Andrea hefur ávallt sýnt bjartsýni sína og trú á betri heimi í verki og hefur sterk réttlætiskennd einkennt hennar framkvæmdir í öllu sem hún hefur gert. Hún er ekki bara munnstykki eða tóm orð, heldur hefur hún látið verkin tala sínu máli og ekki óskað eftir miklu í staðinn, ólíkt mörgum sem ég hef fylgst með á þessum vettvangi. Ég man ekki eftir því að hún hafi talað af meðvirkni eða hún hafi sveigt hugsjónir sínar eitthvað í takt við vilja valdastéttarinnar sem hefur í langan tíma úthlutað eignum þjóðarinnar til fárra útvalda og látið almenning borga skuldirnar þeirra, hvort sem það hefur verið Icesave eða eitthvað annað. Þegar ég kom að því að skipuleggja borgarafund um verðtryggingu fyrir nokkrum mánuðum voru það orð hennar og bjartsýni sem ég tók sérstaklega eftir í hennar fari, hún talaði um uppskeruna af baráttumálum almennings sem væri á leiðinni og að við mættum ekki gefast upp á þessu öllu saman. Sannfæringarmáttur hennar var sterkur og það greip mig sérstök tilfinning sem ég finn ekki oft þegar pólitískt fólk er annars vegar. Þarna var á ferð alvöru hugsjónarmanneskja og umhyggjusamur einstaklingur. Það var t.d. Andrea sem þorði og fór á vegum hagsmunasamtaka heimilana og kærði ólöglegar vörslusviptingar fyrir hönd þeirra sem höfðu mátt þola fasíska ofstækið sem fjármögnunarfyrirtækin stöðu fyrir með ránum á eignum almennings þegar enginn annar hafði í krafti sínum burði til þess að gera slíkt, nema að sjálfsögðu nokkrir einstaklingar sem reyndu en var meinað af lögreglunni að kæra verknaðinn. Svona framkvæmd er vottur um mikinn styrkleika og að þora að leggja nafn sitt og tilveru í veð fyrir aðra. Það var Andrea sem hefur ásamt öðrum haldið uppi málefnum skuldsettra og illa staddra heimila. Andrea skilur hvað fátækt er mikil böl og hvaða afleiðingar slík ógæfa færir samfélaginu, þess vegna hefur hún barist fyrir leiðréttingu lána, afnámi verðtryggingar og að fólk haldi heimilum sínum. Andrea skilur líka að málskotsréttur forseta er ekki endilega hans réttur eins og margir vilja meina (sumir vilja jafnvel svipta forsetann af slíku), heldur réttur almennings til þess að verja sig fyrir vafasömum lagafrumvörpum og ofríki sem hefur því miður færst í aukana, ekki bara hér á landi heldur í heiminum öllum. Andrea skilur líka að atkvæðaréttur almennings er heilagur og á að vera bindandi en ekki ráðgefandi. Þar hefur hún nefnt Evrópusambandið í þeim efnum og get ég vel tekið undir það. Persónulega er ég mjög andvígur framsali á öllu valdi og aðgerðum þar sem valdadreifing tapast og miðstýring eykst. Til þess að tryggja frelsi og fjölbreytileika í ákvarðanatöku um örlög okkar þurfa sem flestir að koma að borðinu, hvort sem okkur finnst það erfitt eða ekki. Það á enginn einn eða tveir að ráða úrslitum fleiri þúsund manns eða fleiri milljón, enda er það einkennandi bragur Evrópusambandsins þessa dagana og ganga framkvæmdir þess sem mest út á það að miðstýra öllum þáttum í okkar lífum alveg frá Brussel til Reykjavíkur. Ég sé ekki farsæld okkar betur borgið undir framkvæmdaráði þess. Ólíkt öðrum frambjóðendum skilur Andrea þá staðreynd að Forseti Íslands á að geta lagt fram lagafrumvörp til alþingis ef honum finnst þingið ekki vera að sinna ákveðnum málum. Sama hugsun með málskotsréttinn, ef almenningur óskar eftir lagafrumvarpi á forsetinn að geta lagt það fram. T.d. leiðréttingar á lánum o.s.frv. eins og hún hefur nefnt. Andrea skilur að að samstarf forsetans og almennings er forsenda þess að vafasöm öfl geti ekki haft lokaorðið á okkar örlögum, þetta hefur Andrea haldið á lofti og er það þess vegna sem hún vill efna til þjóðfundar um forsetaembættið ef hún nær kjöri. Til þess að staðsetja sig "nær" almenningi hefur hún líka hafnað fullum forsetalaunum og hyggst aðeins þyggja lágmarkslaun fyrir embættið ef hún nær kjöri, þetta ætlar enginn annar frambjóðandi að gera! Ef við viljum hreinskilinn, heiðarlegann og tryggann einstakling til þess að sinna þessu verkefni sem er framundan sem forsetaembættið er, sem er meðal annars að halda uppi vörnum fyrir almenning gegn ofstæki fjármálafyrirtækjana og annarra vafasama afla þurfum við að kjósa Andreu. Ef við viljum manneskju sem vill efla lýðræðið og færa völd í hendurnar á almenningi kjósum við Andreu. Ef við viljum einstakling sem hlustar á þjóðina þegar hún óskar eftir því kjósum við Andreu. Ef við viljum umhyggjusaman einstakling sem ber hag almennings fyrir brjósti að þá kjósum við Andreu. Andrea er það sem þjóðin þarf núna sem forseta, kærleikur og réttlæti mun ávallt einkenna hennar störf, það er ég sannfærður um.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar