Körfubolti

Cothran á batavegi eftir skotárásina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Keith Cothran í leik með Stjörnunni.
Keith Cothran í leik með Stjörnunni. Mynd/Vilhelm
Fram kemur á heimasíðu Stjörnunnar að Bandaríkjamaðurinn Keith Cothran sé á batavegi eftir lífshættulega skotárás í heimabæ hans á dögunum.

Cothran lék með Stjörnunni í vetur og stóð sig vel. Hann var svo staddur í New Haven í Connecticut-ríki, heimabæ sínum, þegar hann var skotinn í höfuðið.

Samkvæmt heimasíðu Stjörnunnar fór Keith í aðgerð sem heppnaðist vel. Talið er að hann nái sér að fullu og að skotárásin hafi ekki valdið honum varanlegum skaða.

„Það er einlæg ósk okkar að Keith nái fullum bata og þetta hafi ekki varanlega áhrif á hans körfuboltasferil. Hann var einn albesti varnarmaður deildarinnar á síðasta ári og frábær drengur sem gott var að hafa í kringum sig," segir á heimasíðu Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×