Körfubolti

Hreggviður snýr heim í Breiðholtið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Stefán
Körfuknattleikskappinn Hreggviður Magnússon er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍR. Breiðhyltingurinn hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍR-inga en hann hefur spilað með KR undanfarin tvö tímabil.

Í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍR er líst yfir mikilli ánægju með ákvörðun Hreggviðs að snúa aftur í Hellinn.

„ÍR-ingum er vel kunnugt hvað Hreggviður getur gert á vellinum og er endurkoma hans skref í átt að háleitum markmiðum félagsins fyrir næsta vetur. Fyrr í vor hefur verið samið við Jón Arnar Ingvarsson um að þjálfa liðið og Steinar Arason um að vera Jóni til aðstoðar. Á síðustu vikum hafa því tveir ÍR-ingar, Steinar og Hreggviður, verið endurheimtir í Breiðholtið," segir í fréttatilkynningunni frá ÍR-ingum.

Hreggviður skoraði 10.6 stig, tók 3.6 fráköst og átti eina stoðsendingu að meðaltali í leikjum KR-liðsins í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×