Svör Herdísar Þorgeirsdóttur við spurningum Vísis 31. maí 2012 16:21 Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 1. Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Forseti Íslands kemur fram fyrir hönd allrar þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Það er þrennt sem ber að hafa sérstaklega í huga þegar forseti Íslands kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. (I) Virðing íslensku þjóðarirnnar, (II) Hagsmunir íslensku þjóðarinnar (III) Ábyrgð hennar sem þjóðar í samfélagi þjóðanna. Virðing þjóðarinnar; vandi fylgir þeirri vegsemd að koma fram sem þjóðhöfðingi. Forseti Íslands óháð þeim erindagjörðum sem hann er í á erlendum vettvangi verður ætíð að vera meðvitaður um að hann er hafinn yfir alla flokkadrætti og sérhagsmuni. Forsetinn er sameiningartákn þjóðarinnar út á við og verður að gæta að virðingu hennar í hvívetna. Forseti Íslands vekur athygli á menningararfi þjóðar sinnar, sögu og náttúru landsins; baráttu Íslendinga við óblíð náttúruöfl í aldanna rás, sjálfsbjargarviðleitni þjóðarinnar og sérstöðu hennar, ekki síst vegna tungunnar, fámennis og staðsetningar en um leið samkennd hennar með öðrum þjóðum og þeirrar staðreyndar að sameiginleg framtíð mannkyns byggir á samvinnu okkar allra um að tryggja frið og framgang réttlætis. Hagsmunir þjóðarinnar; það skiptir máli að tala fyrir hagsmunum íslenskrar menningar og atvinnulífs í víðtækum skilningi. Það er hlutverk forseta Íslands eins og flestra annarra í sambærilegri stöðu að liðka fyrir framgangi íslenskrar menningar, atvinnulífs og öllu því er kemur þjóðinni vel og eykur orðspor hennar á alþjóðavettvangi. Ég myndi benda á frábæra aðstöðu til að njóta útivistar; hönnun og tísku, hugvit og nýsköpun og margt fleira. Forsetinn er í aðstöðu til að stuðla að góðum samskiptum í þágu viðskiptalífsins og gætir um leið að virðingu embættis og þjóðar. Ábyrgð þjóðarinnar; Íslendingar eru aðilar að alþjóðlegu og evrópsku samstarfi, stofnum og samningum. Við höfum undirgengist margvíslegar alþjóðarlegar skuldbindingar, bæði á sviði efnahags- og öryggismála og mannréttindamála. Sem forseti mun ég tala fyrir mannréttindum í tengslum við stjórnmálaástand hér og annars staðar - og ræða framlag Íslands í samfélagi þjóðanna til að ná þeim markmiðum. Með því móti eykur hann virðingu þjóðarinnar og þjónar hagsmunum hennar.2. Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Það er óábyrgt að svara tilgátuspurningu sem þessari. Hve raunhæft er þetta dæmi? Í ljósi þeirra mörgu álitamála sem upp hafa komið vegna einkavæðingar bankanna og hruns þeirra 2008 þar sem skattborgarar þurfa að axla ábyrgð er ekki ólíklegt að viðbrögð kæmu frá þjóðinni ef Alþingi samþykkti sölu á eina ríkisbankanum. Í dæminu hér að ofan er talað um að 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun en það eru um 12 prósent kosningabærra manna en til samanburðar má nefna að á Ítalíu og í Sviss dugar á bilinu 1 - 2 prósent kjósenda til að krefjast þjóðaatkvæðagreiðslu um nýsamþykkt lög. Afstaða mín varðandi heimild forseta til að vísa málum þjóðaratkvæði mótast af þeirri sýn minni á íslenska stjórnskipun að ríkisvaldið eigi upptök sín hjá þjóðinni og að stjórnarskrána beri að skýra út frá þeirri grundvallarreglu að komi upp vafi um endanlegt ákvörðunarvald í brýnum, mikilvægum og jafnvel óafturkræfum ákvörðunum er „lýðræði alltaf svarið". Þingræði er höfuðeinkenni íslenskrar stjórnskipunar en lýðræðið er grundvöllur og þannig ber að túlka stjórnarskrána. Ég vil taka fram að málskotsrétturinn í 26. grein stjórnarskrárinnar kallar á það að forseti Íslands búi yfir dómgreind og framsýni og umgangist þetta vald af ábyrgð og hófsemi en ætíð með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Ég vil að þjóðin viti að hún geti treyst því að ég hafi næga burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur og eftir því er kallað. Þá er einnig mikilvægt í sambandi við málskotsréttinn að sá er þjóðin kýs til þessa embættis þann 30. júní n.k. sé hvorki bundinn stjórmála- né hagsmunaöflum og þannig muni afstaða forsetans til beitingar þessa valds aldrei mótast af nokkru öðru en heilindum gagnvart þjóð og heilindum gagnvart þingi. Þetta síðastnefnda er mjög mikilvægt.3. Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Sú hefð hefur mótast að forseti hefur eins og þjóðhöfðingar margra ríkja gegnt bæði mikilvægu landkynningarhlutverki fyrir þjóð sína sem og liðkað fyrir viðskiptalífi og tækifærum annarra greina eða sviða samfélags síns á erlendum vettvangi. Það er undir þeim sem gegnir þessu embætti komið hvernig hann gegnir þessu hlutverki. Forseti Íslands er í aðstöðu til að greiða götu atvinnulífsins, stórra og smárra fyrirtækja og frumkvöðla á öllum sviðum. Þarna getur forseti gegnt mikilvægu hlutverki og sjálfsögðu. Forseti sem er í heimsóknum erlendis fær aðgang að fjölmiðlum og þeim sem eru í forsvari þar sem hann er staddur og ekki aðeins eðlilegt heldur einnig mikilvægt að hann tali fyrir íslenskum hagsmunum almennt og sérstaklega ef eftir því er falast af forsvarsfólki í atvinnulífi, menningarlífi eða af háskólum, fræðasamfélagi og félagasamtökum. Þannig getur forseti orðið fyrirtækjum í sjávarútvegi, iðnaði, verslun, rannsókna- og frumkvöðlastarfi, menningu, listum, hönnun og skólastarfi að miklu liði vegna þess að á hann er hlustað og á orðum hans tekið mark. Það eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar að hér þrífist blómlegt atvinnulíf og nýsköpun og þeir sem geti og vilji ryðja íslensku atvinnulífi braut erlendis leggi sitt af mörkum. Hæfileikaríkur einstaklingur í embætti forseta Ísland getur lagt mikið af mörkum til að styrka grunn íslensks atvinnulífs erlendis og það gerir hann á þann hátt sem er virðingu embættis samboðið og fer ekki gegn hagsmunum þjóðarinnar.4. Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Aftur vík ég að þeim meginsjónarmiðum sem forseti tekur mið af í afstöðu sinni á alþjóðavettvangi; virðingu embættis og þjóðarinnar, hagsmunum þjóðarinnar og ábyrgð hennar í samfélagi þjóðarinnar. Forseti er kjörinn af þjóðinni og því eru það hagsmunir hennar sem hann hefur að leiðarljósi í afstöðu sinni. Samkvæmt stjórnarskránni er forseti Íslands æðsti handhafi framkvæmdavaldsins og annar aðili löggjarvaldsins. Það virkar einkennilega af þessum sökum ef forseti Íslands talar gegn ríkisstjórninni á alþjóðavettvangi jafnvel þótt hann sé ekki sammála stefnu sitjandi ríkisstjórnar. Hagsmunum þjóðarinnar er best borgið að málsvarar hennar tali einum rómi út á við. Það er þó ekki hægt að útiloka slíkt af eftirfarandi ástæðum: Aðstæður gætu verið þess eðlis að forseti teldi sig knúinn til að tala máli þjóðarinnar vegna þess að hagsmunum hennar væri ógnað og stór hluti þjóðarinnar væri þeirrar skoðunar sjálf. Í öðru lagi þá hefur forseti tjáningarfrelsi og svo fremi að hann gæti að þeim þremur grundvallarsjónaarmiðum sem eiga að móta framgöngu hans á alþjóðavettvangi; virðingu þjóðarinnar, hagsmunum þjóðarinnar og ábyrgð hennar í samfélagi þjóðanna . Í þriðja lagi er aldrei loku fyrir það skotið að orð forseta séu túlkuð með þeim hætti að hann hafi talað gegn stefnu ríkisstjórnar. Það er sannfæring mín að forseti sem talar fyrir grundvallargildum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis geti ekki farið gegn stefnu stjórnvalda nema þau séu komin af leið.5. Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Á meðan við búum við óbreytta stjórnskipun og Alþingi Íslendinga nýtur ekki trausts nema hjá broti af þjóðinni (þingmaður lýsir ástandinu þar sem „helsjúku") þá er embætti forseta Íslands hvorki úrelt né óþarft. Þvert á móti er embætti forseta Íslands mikilvægt embætti fyrir þjóðina. Það er nauðsynlegt að það embætti skipi manneskja, sem er hvorki hluti af flokkakerfinu né tengd hagsmunaöflum í samfélaginu. Eingöngu slíkur einstaklingur getur notið trausts meðal þjóðarinnar. Eingöngu slíkur einstaklingur getur notið trúnaðar alls Alþingis en ekki aðeins hluta þess. Gagnvart stríðandi öflum í samfélaginu gildir hið sama.6. Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands á þessum tíma? Vísa hér í svar mitt fyrir ofan. Tel að bakgrunnur minn og reynsla nýtist vel í þetta starfi og ég geti orðið þjóðinni að liði. Ég er ekki hluti af hvorki hluti af flokkakerfinu né tengd hagsmunaöflum í samfélaginu og get því starfað fyrir þjóðina af heilindum.7. Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Það hefur því miður lítið breyst. Hér fékk spilling að þrífast allt of lengi án þess að þjóðin spyrnti við fótum. Hún var ekki nægileg upplýst; fjölmiðlar voru í fjötrum sérhagsmuna og umræðan einkenndist af því að gagnrýni „borgaði sig ekki". Hér ríkti andvaraleysi og ákveðin skoðanakúgun. Þessu þarf að breyta. Ég tala fyrir boragalegu hugrekki, aukinni þátttöku einstaklinga í framgangi lýðræðis. Við þurfum að standa vörð um réttindi okkar sjálf. Það gerir það enginn annar.8. Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Ég myndi tala fyrir borgaralegu hugrekki, afnámi spillingar og aukinni vitund fólks um réttindi sín.Ég myndi tala fyrir samfélagi þar sem fólk nýtur tjáningarfrelsis og óttaleysis um afkomu sína.9. Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Enginn getur verið þannig að öllum líki en forseti Íslands á að keppa að því að sameina þjóðina um það sem skiptir máli og það er að standa vörð um réttindi okkar, um tjáningarfrelsið sem er grundvöllur allra annarra réttinda sem enginn annar stendur vörð um fyrir okkur. Lýðræðið og framtíðin er í okkar höndum og við þurfum að taka höndum saman til að tryggja börnum okkar jöfn tækifæri. Um slíkt er hægt að sameinast - ágreiningur um skoðanir og gagnrýni á valdhafa er liður af því að viðhalda lýðræðinu.10. Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Tillögur stjórnlagaráðs eru margar góðar. Breytingar á stjórnarskrá eiga fyrst og fremst að miða að því að tryggja raunverulegt lýðræði í landinu og fyrirbyggja hvers konar yfirgang einstakllinga eða hópa. Þær eiga að miða að því að tryggja borgurum tjáningarfrelsi án ótta um afkomu sína, jafnrétti og athafnafrelsi innan þeirra takmarka sem verður að setja vegna almannahagsmuna. Forsetakosningar 2012 Spurt og svarað Tengdar fréttir Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 1. Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Forseti Íslands kemur fram fyrir hönd allrar þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Það er þrennt sem ber að hafa sérstaklega í huga þegar forseti Íslands kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. (I) Virðing íslensku þjóðarirnnar, (II) Hagsmunir íslensku þjóðarinnar (III) Ábyrgð hennar sem þjóðar í samfélagi þjóðanna. Virðing þjóðarinnar; vandi fylgir þeirri vegsemd að koma fram sem þjóðhöfðingi. Forseti Íslands óháð þeim erindagjörðum sem hann er í á erlendum vettvangi verður ætíð að vera meðvitaður um að hann er hafinn yfir alla flokkadrætti og sérhagsmuni. Forsetinn er sameiningartákn þjóðarinnar út á við og verður að gæta að virðingu hennar í hvívetna. Forseti Íslands vekur athygli á menningararfi þjóðar sinnar, sögu og náttúru landsins; baráttu Íslendinga við óblíð náttúruöfl í aldanna rás, sjálfsbjargarviðleitni þjóðarinnar og sérstöðu hennar, ekki síst vegna tungunnar, fámennis og staðsetningar en um leið samkennd hennar með öðrum þjóðum og þeirrar staðreyndar að sameiginleg framtíð mannkyns byggir á samvinnu okkar allra um að tryggja frið og framgang réttlætis. Hagsmunir þjóðarinnar; það skiptir máli að tala fyrir hagsmunum íslenskrar menningar og atvinnulífs í víðtækum skilningi. Það er hlutverk forseta Íslands eins og flestra annarra í sambærilegri stöðu að liðka fyrir framgangi íslenskrar menningar, atvinnulífs og öllu því er kemur þjóðinni vel og eykur orðspor hennar á alþjóðavettvangi. Ég myndi benda á frábæra aðstöðu til að njóta útivistar; hönnun og tísku, hugvit og nýsköpun og margt fleira. Forsetinn er í aðstöðu til að stuðla að góðum samskiptum í þágu viðskiptalífsins og gætir um leið að virðingu embættis og þjóðar. Ábyrgð þjóðarinnar; Íslendingar eru aðilar að alþjóðlegu og evrópsku samstarfi, stofnum og samningum. Við höfum undirgengist margvíslegar alþjóðarlegar skuldbindingar, bæði á sviði efnahags- og öryggismála og mannréttindamála. Sem forseti mun ég tala fyrir mannréttindum í tengslum við stjórnmálaástand hér og annars staðar - og ræða framlag Íslands í samfélagi þjóðanna til að ná þeim markmiðum. Með því móti eykur hann virðingu þjóðarinnar og þjónar hagsmunum hennar.2. Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Það er óábyrgt að svara tilgátuspurningu sem þessari. Hve raunhæft er þetta dæmi? Í ljósi þeirra mörgu álitamála sem upp hafa komið vegna einkavæðingar bankanna og hruns þeirra 2008 þar sem skattborgarar þurfa að axla ábyrgð er ekki ólíklegt að viðbrögð kæmu frá þjóðinni ef Alþingi samþykkti sölu á eina ríkisbankanum. Í dæminu hér að ofan er talað um að 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun en það eru um 12 prósent kosningabærra manna en til samanburðar má nefna að á Ítalíu og í Sviss dugar á bilinu 1 - 2 prósent kjósenda til að krefjast þjóðaatkvæðagreiðslu um nýsamþykkt lög. Afstaða mín varðandi heimild forseta til að vísa málum þjóðaratkvæði mótast af þeirri sýn minni á íslenska stjórnskipun að ríkisvaldið eigi upptök sín hjá þjóðinni og að stjórnarskrána beri að skýra út frá þeirri grundvallarreglu að komi upp vafi um endanlegt ákvörðunarvald í brýnum, mikilvægum og jafnvel óafturkræfum ákvörðunum er „lýðræði alltaf svarið". Þingræði er höfuðeinkenni íslenskrar stjórnskipunar en lýðræðið er grundvöllur og þannig ber að túlka stjórnarskrána. Ég vil taka fram að málskotsrétturinn í 26. grein stjórnarskrárinnar kallar á það að forseti Íslands búi yfir dómgreind og framsýni og umgangist þetta vald af ábyrgð og hófsemi en ætíð með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Ég vil að þjóðin viti að hún geti treyst því að ég hafi næga burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur og eftir því er kallað. Þá er einnig mikilvægt í sambandi við málskotsréttinn að sá er þjóðin kýs til þessa embættis þann 30. júní n.k. sé hvorki bundinn stjórmála- né hagsmunaöflum og þannig muni afstaða forsetans til beitingar þessa valds aldrei mótast af nokkru öðru en heilindum gagnvart þjóð og heilindum gagnvart þingi. Þetta síðastnefnda er mjög mikilvægt.3. Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Sú hefð hefur mótast að forseti hefur eins og þjóðhöfðingar margra ríkja gegnt bæði mikilvægu landkynningarhlutverki fyrir þjóð sína sem og liðkað fyrir viðskiptalífi og tækifærum annarra greina eða sviða samfélags síns á erlendum vettvangi. Það er undir þeim sem gegnir þessu embætti komið hvernig hann gegnir þessu hlutverki. Forseti Íslands er í aðstöðu til að greiða götu atvinnulífsins, stórra og smárra fyrirtækja og frumkvöðla á öllum sviðum. Þarna getur forseti gegnt mikilvægu hlutverki og sjálfsögðu. Forseti sem er í heimsóknum erlendis fær aðgang að fjölmiðlum og þeim sem eru í forsvari þar sem hann er staddur og ekki aðeins eðlilegt heldur einnig mikilvægt að hann tali fyrir íslenskum hagsmunum almennt og sérstaklega ef eftir því er falast af forsvarsfólki í atvinnulífi, menningarlífi eða af háskólum, fræðasamfélagi og félagasamtökum. Þannig getur forseti orðið fyrirtækjum í sjávarútvegi, iðnaði, verslun, rannsókna- og frumkvöðlastarfi, menningu, listum, hönnun og skólastarfi að miklu liði vegna þess að á hann er hlustað og á orðum hans tekið mark. Það eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar að hér þrífist blómlegt atvinnulíf og nýsköpun og þeir sem geti og vilji ryðja íslensku atvinnulífi braut erlendis leggi sitt af mörkum. Hæfileikaríkur einstaklingur í embætti forseta Ísland getur lagt mikið af mörkum til að styrka grunn íslensks atvinnulífs erlendis og það gerir hann á þann hátt sem er virðingu embættis samboðið og fer ekki gegn hagsmunum þjóðarinnar.4. Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Aftur vík ég að þeim meginsjónarmiðum sem forseti tekur mið af í afstöðu sinni á alþjóðavettvangi; virðingu embættis og þjóðarinnar, hagsmunum þjóðarinnar og ábyrgð hennar í samfélagi þjóðarinnar. Forseti er kjörinn af þjóðinni og því eru það hagsmunir hennar sem hann hefur að leiðarljósi í afstöðu sinni. Samkvæmt stjórnarskránni er forseti Íslands æðsti handhafi framkvæmdavaldsins og annar aðili löggjarvaldsins. Það virkar einkennilega af þessum sökum ef forseti Íslands talar gegn ríkisstjórninni á alþjóðavettvangi jafnvel þótt hann sé ekki sammála stefnu sitjandi ríkisstjórnar. Hagsmunum þjóðarinnar er best borgið að málsvarar hennar tali einum rómi út á við. Það er þó ekki hægt að útiloka slíkt af eftirfarandi ástæðum: Aðstæður gætu verið þess eðlis að forseti teldi sig knúinn til að tala máli þjóðarinnar vegna þess að hagsmunum hennar væri ógnað og stór hluti þjóðarinnar væri þeirrar skoðunar sjálf. Í öðru lagi þá hefur forseti tjáningarfrelsi og svo fremi að hann gæti að þeim þremur grundvallarsjónaarmiðum sem eiga að móta framgöngu hans á alþjóðavettvangi; virðingu þjóðarinnar, hagsmunum þjóðarinnar og ábyrgð hennar í samfélagi þjóðanna . Í þriðja lagi er aldrei loku fyrir það skotið að orð forseta séu túlkuð með þeim hætti að hann hafi talað gegn stefnu ríkisstjórnar. Það er sannfæring mín að forseti sem talar fyrir grundvallargildum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis geti ekki farið gegn stefnu stjórnvalda nema þau séu komin af leið.5. Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Á meðan við búum við óbreytta stjórnskipun og Alþingi Íslendinga nýtur ekki trausts nema hjá broti af þjóðinni (þingmaður lýsir ástandinu þar sem „helsjúku") þá er embætti forseta Íslands hvorki úrelt né óþarft. Þvert á móti er embætti forseta Íslands mikilvægt embætti fyrir þjóðina. Það er nauðsynlegt að það embætti skipi manneskja, sem er hvorki hluti af flokkakerfinu né tengd hagsmunaöflum í samfélaginu. Eingöngu slíkur einstaklingur getur notið trausts meðal þjóðarinnar. Eingöngu slíkur einstaklingur getur notið trúnaðar alls Alþingis en ekki aðeins hluta þess. Gagnvart stríðandi öflum í samfélaginu gildir hið sama.6. Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands á þessum tíma? Vísa hér í svar mitt fyrir ofan. Tel að bakgrunnur minn og reynsla nýtist vel í þetta starfi og ég geti orðið þjóðinni að liði. Ég er ekki hluti af hvorki hluti af flokkakerfinu né tengd hagsmunaöflum í samfélaginu og get því starfað fyrir þjóðina af heilindum.7. Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Það hefur því miður lítið breyst. Hér fékk spilling að þrífast allt of lengi án þess að þjóðin spyrnti við fótum. Hún var ekki nægileg upplýst; fjölmiðlar voru í fjötrum sérhagsmuna og umræðan einkenndist af því að gagnrýni „borgaði sig ekki". Hér ríkti andvaraleysi og ákveðin skoðanakúgun. Þessu þarf að breyta. Ég tala fyrir boragalegu hugrekki, aukinni þátttöku einstaklinga í framgangi lýðræðis. Við þurfum að standa vörð um réttindi okkar sjálf. Það gerir það enginn annar.8. Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Ég myndi tala fyrir borgaralegu hugrekki, afnámi spillingar og aukinni vitund fólks um réttindi sín.Ég myndi tala fyrir samfélagi þar sem fólk nýtur tjáningarfrelsis og óttaleysis um afkomu sína.9. Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Enginn getur verið þannig að öllum líki en forseti Íslands á að keppa að því að sameina þjóðina um það sem skiptir máli og það er að standa vörð um réttindi okkar, um tjáningarfrelsið sem er grundvöllur allra annarra réttinda sem enginn annar stendur vörð um fyrir okkur. Lýðræðið og framtíðin er í okkar höndum og við þurfum að taka höndum saman til að tryggja börnum okkar jöfn tækifæri. Um slíkt er hægt að sameinast - ágreiningur um skoðanir og gagnrýni á valdhafa er liður af því að viðhalda lýðræðinu.10. Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Tillögur stjórnlagaráðs eru margar góðar. Breytingar á stjórnarskrá eiga fyrst og fremst að miða að því að tryggja raunverulegt lýðræði í landinu og fyrirbyggja hvers konar yfirgang einstakllinga eða hópa. Þær eiga að miða að því að tryggja borgurum tjáningarfrelsi án ótta um afkomu sína, jafnrétti og athafnafrelsi innan þeirra takmarka sem verður að setja vegna almannahagsmuna.
Forsetakosningar 2012 Spurt og svarað Tengdar fréttir Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00