Fótbolti

Kristján Örn fékk rautt en Hönefoss tókst samt að jafna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Örn Sigurðarson,.
Kristján Örn Sigurðarson,. Mynd/Vilhelm
Nýliðar Hönefoss gerðu 1-1 jafntefli á móti Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hönefoss lék 22 síðustu mínútur leiksins manni færri eftir að Kristján Örn Sigurðarson fékk rauða spjaldið á 69. mínútu.

Kristján Örn fékk sitt annað gula spjald á 69. mínútu fyrir olnbogaskot á Nikola Djurdjic, framherja Haugesund. Kristján Örn fékk sitt fyrra gula spjald á 38. mínútu fyrir brot á gamla FH-ingnum, Alexander Söderlund. Arnór Sveinn Aðalsteinsson byrjaði leikinn í hægri miðverðunum en tók við miðvarðarstöðunni eftir að Kristján Örn fékk að líta rauða spjaldið.

Maic Sema skoraði kom Haugesund í 1-0 á 51. mínútu eftir markmannsmistök hjá Steve Clark, markverði Hönefoss en liðið var búið að halda sex sinnum hreinu í fyrstu tíu leikjunum. Riku Riski jafnaði metin á 90. mínútu leiksins úr fyrsta færi Hönefoss og tryggði sínum mönnum eitt stig.

Björn Bergmann Sigurðarson og félagar hans í Lilleström náðu ekki að skora í jafntefli á móti Aalesund en Björn Bergmann var fyrir leikinn búinn að skora 7 mörk í síðustu 4 deildarleikjum sínum. Björn Bergmann og Pálmi Rafn Pálmason léku allan leikinn en Stefán Logi Magnússon sat á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×