Sport

Sarah Blake ein þriggja sem þarf að synda aftur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Daníel
Sarah Blake Bateman varð í áttunda sæti ásamt þremur öðrum sundkonum í undanúrslitum í 50 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Unverjalandi.

Sarah Blake synti á 25.38 sekúndum sem er 7/100 frá Íslandsmeti hennar frá því í mars. Ólympíulágmarkið sem Sarah reynir að ná er 25.27 sekúndur.

Tvær aðrar sundkonur syntu á sama tíma og Sarah. Þær þurfa því að synda aftur til að fá úr því skorið hver fær áttunda og síðasta sætið í úrslitasundinu.

Sundið fer fram klukkan 17.13 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×