Fótbolti

Dortmund bikarmeistari með glæsibrag

Lewandowski fagnar einu marka sinna í kvöld.
Lewandowski fagnar einu marka sinna í kvöld.
Borussia Dortmund er tvöfaldur meistari í Þýskalandi. Í dag pakkaði Dortmund liði Bayern München saman í úrslitum bikarkeppninnar, 5-2.

Dortmund er það með búið að vinna Bayern fimm sinnum í röð og er aðeins annað liðið í sögu Bayern sem nær að leggja stórveldið svo oft í röð. Frankfurt gerði það síðast fyrir 35 árum.

Dortmund fékk draumabyrjun í leiknum er Shinji Kagawa kom boltanum yfir línuna á 3. mínútu eftir skyndisókn. Það gerði hann fyrir framan Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, sem var mættur á völlinn að því talið er til þess að ganga frá kaupum á Kagawa.

Bayern jafnaði leikinn á 25. mínútu er Arjen Robben skoraði úr réttmætri vítaspyrnu.

Fjórum mínútum fyrir hálfleik fékk Dortmund einnig víti eftir að Gustavo braut klaufalega af sér. Mats Hummels skoraði úr spyrnunni en Manuel Neuer var ekki fjarri því að verja.

Dortmund skoraði svo þriðja markið rétt fyrir hlé. Það gerði Robert Lewandowski og kom Dortmund í afar huggulega stöðu.

Lewandowski skoraði svo fjórða markið á 58. mínútu og kláraði leikinn fyrir þýsku meistarana.

Franck Ribery klóraði í bakkann fyrir Bayern með marki korteri fyrir leikslok en nær komst Bayern ekki. Lewandowski sá til þess er hann fullkomnaði þrennuna sína.



Borussia Dortmund er tvöfaldur meistari í

Þýskalandi. Í dag pakkaði Dortmund liði Bayern

München saman í úrslitum bikarkeppninnar, 5-2.

Dortmund er það með búið að vinna Bayern fimm

sinnum í röð og er aðeins annaðliðið í sögu Bayern

sem nær að leggja stórveldið svo oft í röð.

Frankfurt gerði það síðast fyrir 35 árum.

Dortmund fékk draumabyrjun í leiknum er Shinji

Kagawa kom boltanum yfir línuna á 3. mínútu eftir

skyndisókn. Það gerði hann fyrir framan Sir Alex

Ferguson, stjóra Man. Utd, sem var mættur á

völlinn að því talið er til þess að ganga frá

kaupum á Kagawa.

Bayern jafnaði leikinn á 25. mínútu er Arjen

Robben skoraði úr réttmætri vítaspyrnu.

Fjórum mínútum fyrir hálfleik fékk Dortmund einnig

víti eftir að Gustavo braut klaufalega af sér.

Mats Hummels skoraði úr spyrnunni en Manuel Neuer

var ekki fjarri því að verja.

Dortmund skoraði svo þriðja markið rétt fyrir hlé.

Það gerði Robert Lewandowski og kom Dortmund í

afar huggulega stöðu.

Lewandowski skoraði svo fjórða markið á 58. mínútu

og kláraði leikinn fyrir þýsku meistarana.

Franck Ribery klóraði í bakkann fyrir Bayern með

marki korteri fyrir leikslok en nær komst Bayern

ekki. Lewandowski sá til þess er hann fullkomnaði þrennuna sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×