Fótbolti

Allt vitlaust í Noregi | Skoruðu óvart mark á Stefán Loga

Uppákoma, ekki ólík þeirri sem varð í leik Keflavíkur og ÍA árið 2007, varð í leik Lilleström og Brann í norska boltanum í kvöld.

Brann átti þá að gefa boltann til baka á Stefán Loga Magnússon, markvörð Lilleström, en Lilleström hafði sparkað boltanum af velli svo hægt væri að huga að leikmanni Brann.

Líkt og gerðist á Íslandi skaut leikmaðurinn yfir allan völlinn og í markið án þess að Stefán Logi næði að verja. Boltinn skoppaði fyrir framan Stefán og fór þaðan í markið.

Allt varð vitlaust í kjölfarið. Leikmenn Brann voru tilbúnir að gefa Lilleström mark til baka. Allir nema markvörðurinn Piotr Leciejewski.

Leikmenn Brann hleyptu Birni Bergmann alla leið að marki en Leciejewski reyndi að stöðva Björn enda ekki sáttur. Björn lét það ekki á sig fá og náði að koma boltanum í netið.

Þessa lygilegu uppákomu má sjá á myndbandini hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×