Lífið

Gretu og Jónsa gengur vel

Fyrsta æfing Gretu Salóme og Jónsa fyrir Eurovision-keppnina var haldin í Bakú í gær. Blaðamaður á vefsíðu Eurovision-keppninnar hreifst af söng þeirra og fannst þau ná vel saman, bæði baksviðs og á sviðinu sjálfu. Þá leggja fjölmargir lesendur síðunnar orð í belg og er greinilegt að íslenska framlagið mælist vel fyrir.

Páll Óskar Hjálmtýsson, Eurovision-sérfræðingur, er á sama máli á Facebook-síðu sinni og hrósar Gretu og Jónsa fyrir frammistöðuna. Hann segir þau hafa "massað" þetta þrátt fyrir að hafa aðeins sofið í tvo tíma eftir langt og strangt ferðalag til Aserbaídsjan. Páll Óskar er bjartsýnismaður og spáir því að Ísland og Svíþjóð geti mögulega slegist um fyrsta sætið í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×