Körfubolti

Teitur þjálfar Stjörnuna áfram - Fannar, Jovan og Marvin búnir að semja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Teitur Örlygsson hefur þjálfað Stjörnuna frá því í árslok 2008.
Teitur Örlygsson hefur þjálfað Stjörnuna frá því í árslok 2008. Mynd/Anton
Stjörnumenn ætla að vera fljótir að ganga frá sínum málum í körfunni því þeir segja frá því á Stuðningsmanna síðu sinni í kvöld að nokkuð góð mynd sé komin á meistaraflokk Stjörnunnar fyrir næsta tímabil.

Teitur Örlygsson verður áfram þjálfari liðsins og lykilmenn eins og Fannar Freyr Helgason, Marvin Valdimarsson og Jovan Zdravevski hafa allir framlengt samninga sína. Fannar og Marvin gera tveggja ára samning en Jovan semur til eins árs.

Sigurjón Lárusson hefur einnig gert nýjan samning og þá mun Kjartan Atli Kjartansson snúa aftur í Garðabæinn eftir eins árs ævintýri í FSU þar sem hann var spilandi þjálfari. Guðjón Lárusson, tvíburabróðir Sigurjóns, liggur enn undir feldi.

Það er hægt að lesa meira um málið á Stuðningsmannasíðu Stjörnunnar eða með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×