Körfubolti

Sverrir Þór tekur við Grindavíkurliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverrir Þór Sverrisson.
Sverrir Þór Sverrisson. Mynd/Valli
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara kvenna hjá Njarðvík og íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, verður næsti þjálfari Íslandsmeistara Grindavíkur. Grindvikingar voru fljótir að ganga frá eftirmanni Helga Jónasar Guðfinnssonar sem hætti með liðið í gær. Þetta kemur fram á karfan.is í kvöld.

Sverrir Þór hefur náð frábærum árangri með kvennalið Njarðvíkur undanfarin tvö tímabil en liðið fór í lokaúrslitin bæði árin og vann tvöfalt á nýloknu tímabili. Það voru fyrstu Íslands- og bikarmeistaratitlar kvennaliðs Njarðvíkur frá upphafi. Sverrir Þór hefur auk þess gert kvennalið Keflavíkur að Íslandsmeisturum.

"Þetta var of flott og spennandi tækifæri til að hafna og tala nú ekki um þegar þeir hafa orðið Íslandsmeistarar. Kröfurnar verða væntanlega ekkert minni við það," sagði Sverrir Þór í viðtali við Karfan.is en það má sjá það allt með því að smella hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×