Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 22-17 | FH leiðir 2-1 Stefán Hirst Friðriksson í Kaplakrika skrifar 22. apríl 2012 00:01 mynd/stefán FH er komið með 2-1 forskot í undanúrslitarimmunni gegn Akureyri eftir fimm marka sigur í dag. Sigurinn var þó ekki eins auðveldur og tölurnar gefa til kynna. Leikurinn var í járnum nánast allan leikinn en lokakaflinn var FH-inga þó svo þeir væru meira og minna manni færri. Spennustigið var greinilega hátt í upphafi og var sóknarleikur liðanna nokkuð brösóttur. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleiknum en Akureyringar voru þó skrefinu framar fyrstu tuttugu mínúturnar. Varnarleikur þeirra var virkilega öflugur ásamt því að Sveinbjörn Pétursson, var að verja vel í markinu. Bjarni Fritzsson, leikmaður Akureyri, kom sínum mönnum í tveggja marka forystu, 6-8 þegar tæplega átta mínútur voru eftir af hálfleiknum. Við tók góður kafli hjá FH-ingum og skoruðu þeir fjögur mörk gegn einu marki Akureyringa. Sá leikkafli kom þeim í eins mark forystu undir lok hálfleiksins sem þér héldu og var því staðan 10-9, FH-ingum í vil, þegar flautað var til hálfleiks. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og skoruðu fyrstu tvö mörk hálfleiksins. Það tók Akureyringa í kringum sjö mínútur að mæta til leiks í hálfleikinn og þéttu þeir vörnina verulega hjá sér á þessum tímapunkti. Þeim tókst að jafna leikinn þegar rúmlega tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum. Liðin skiptust á mörkum á næstu mínútum en það voru FH-ingar sem tóku öll völd á vellinum þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þeir voru komnir í þriggja marka forystu, 18-15, þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af leiknum og stefndi allt í sigur heimamanna. Þeir héldu þeirri keyrslu áfram og unnu að lokum góðan fimm marka heimasigur, 22-17. Varnir liðanna voru góðar í leiknum og þá sérstaklega FH-vörnin, en hún var virkilega öflug. Einnig geta bæði lið verið sátt með framlag markavarða sinna en leikurinn réðst aðallega á slökum sóknarleik Akureyringa, en þeir náðu sér aldrei á strik í honum í leiknum. Næsti leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn á Akureyri og geta FH-ingar tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri þar. Kristján: Virkilega öflugir í vörninniEinar Andri á hliðarlínunni í dag.mynd/stefán„Ég er ánægður með þennan sigur hjá okkar mönnum. Við spiluðum virkilega góða vörn í leiknum. Það er ekki oft sem maður heldur góðu liði eins og Akureyringum í sautján mörkum í heilum leik. Sóknarleikurinn var einnig ágætur á köflum hjá okkur," sagði Kristján FH-ingar voru reknir útaf í sextán mínútur á meðan Akureyringar voru einungis reknir útaf í fjórar. Kristján fannst dómgæslan þó ekki halla á sitt lið í leiknum. „Þetta er eiginlega það eina sem ég get sagt um dómgæsluna. Mér fannst nokkrar brottvísanirnar nokkuð ódýrar en annars stóðu dómararnir sig vel," sagði Kristján Arason, þjálfari FH í leikslok.Andri: Þetta er komið gott í bili „Þetta byrjaði svolítið rólega hjá okkur í vörninni en þegar við fórum að gera þetta almennilega small þetta hjá okkur. Við sigldum þessu svo að lokum nokkuð örugglega í höfn," sagði Andri. „Þetta er búið að vera gott einvígi en þetta er komið gott í bili. Við stefnum á sigur á miðvikudaginn," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, í leikslok.Alti íbygginn á línunni í dag.mynd/stefánAtli: Komin þreyta í bæði lið „Við vorum bara slakari í dag. Þetta er einn af þeim lélegri leikjum sem við höfum spilað sóknarlega held ég. Það sem meira var er að við nýttum brottvísanir þeirra virkilega illa í leiknum. Ég er verulega svekktur með sóknarleikinn í dag. „Það er ekkert annað í stöðunni en að vinna á miðvikudaginn. Við erum ennþá inn í þessu og við þurfum bara að vinna leikinn á miðvikudaginn og þá er þetta allt opið. Ég hef trú á mínum mönnum, við þurfum bara aðeins að bæta okkar leik. Það er komin þreyta í bæði lið þannig að það er fínt að fá smá tíma núna fram að leik," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyri í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
FH er komið með 2-1 forskot í undanúrslitarimmunni gegn Akureyri eftir fimm marka sigur í dag. Sigurinn var þó ekki eins auðveldur og tölurnar gefa til kynna. Leikurinn var í járnum nánast allan leikinn en lokakaflinn var FH-inga þó svo þeir væru meira og minna manni færri. Spennustigið var greinilega hátt í upphafi og var sóknarleikur liðanna nokkuð brösóttur. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleiknum en Akureyringar voru þó skrefinu framar fyrstu tuttugu mínúturnar. Varnarleikur þeirra var virkilega öflugur ásamt því að Sveinbjörn Pétursson, var að verja vel í markinu. Bjarni Fritzsson, leikmaður Akureyri, kom sínum mönnum í tveggja marka forystu, 6-8 þegar tæplega átta mínútur voru eftir af hálfleiknum. Við tók góður kafli hjá FH-ingum og skoruðu þeir fjögur mörk gegn einu marki Akureyringa. Sá leikkafli kom þeim í eins mark forystu undir lok hálfleiksins sem þér héldu og var því staðan 10-9, FH-ingum í vil, þegar flautað var til hálfleiks. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og skoruðu fyrstu tvö mörk hálfleiksins. Það tók Akureyringa í kringum sjö mínútur að mæta til leiks í hálfleikinn og þéttu þeir vörnina verulega hjá sér á þessum tímapunkti. Þeim tókst að jafna leikinn þegar rúmlega tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum. Liðin skiptust á mörkum á næstu mínútum en það voru FH-ingar sem tóku öll völd á vellinum þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þeir voru komnir í þriggja marka forystu, 18-15, þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af leiknum og stefndi allt í sigur heimamanna. Þeir héldu þeirri keyrslu áfram og unnu að lokum góðan fimm marka heimasigur, 22-17. Varnir liðanna voru góðar í leiknum og þá sérstaklega FH-vörnin, en hún var virkilega öflug. Einnig geta bæði lið verið sátt með framlag markavarða sinna en leikurinn réðst aðallega á slökum sóknarleik Akureyringa, en þeir náðu sér aldrei á strik í honum í leiknum. Næsti leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn á Akureyri og geta FH-ingar tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri þar. Kristján: Virkilega öflugir í vörninniEinar Andri á hliðarlínunni í dag.mynd/stefán„Ég er ánægður með þennan sigur hjá okkar mönnum. Við spiluðum virkilega góða vörn í leiknum. Það er ekki oft sem maður heldur góðu liði eins og Akureyringum í sautján mörkum í heilum leik. Sóknarleikurinn var einnig ágætur á köflum hjá okkur," sagði Kristján FH-ingar voru reknir útaf í sextán mínútur á meðan Akureyringar voru einungis reknir útaf í fjórar. Kristján fannst dómgæslan þó ekki halla á sitt lið í leiknum. „Þetta er eiginlega það eina sem ég get sagt um dómgæsluna. Mér fannst nokkrar brottvísanirnar nokkuð ódýrar en annars stóðu dómararnir sig vel," sagði Kristján Arason, þjálfari FH í leikslok.Andri: Þetta er komið gott í bili „Þetta byrjaði svolítið rólega hjá okkur í vörninni en þegar við fórum að gera þetta almennilega small þetta hjá okkur. Við sigldum þessu svo að lokum nokkuð örugglega í höfn," sagði Andri. „Þetta er búið að vera gott einvígi en þetta er komið gott í bili. Við stefnum á sigur á miðvikudaginn," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, í leikslok.Alti íbygginn á línunni í dag.mynd/stefánAtli: Komin þreyta í bæði lið „Við vorum bara slakari í dag. Þetta er einn af þeim lélegri leikjum sem við höfum spilað sóknarlega held ég. Það sem meira var er að við nýttum brottvísanir þeirra virkilega illa í leiknum. Ég er verulega svekktur með sóknarleikinn í dag. „Það er ekkert annað í stöðunni en að vinna á miðvikudaginn. Við erum ennþá inn í þessu og við þurfum bara að vinna leikinn á miðvikudaginn og þá er þetta allt opið. Ég hef trú á mínum mönnum, við þurfum bara aðeins að bæta okkar leik. Það er komin þreyta í bæði lið þannig að það er fínt að fá smá tíma núna fram að leik," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyri í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira