Fótbolti

Klopp brjálaður út í Bayern

Þýskalandsmeistarar Dortmund hafa ekkert sérstaklega gaman af því þegar erkifjendurnir í FC Bayern pissa utan í leikmenn þeirra.

Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, hefur nú tjáð forráðamönnum Bayern það berum orðum að félagið geti gleymt því að fá Robert Lewandowski frá Dortmund.

Bayern hefur haft mikinn áhuga á Lewnadowski og það kann Klopp ekki að meta.

"Þeir hjá Bayern eru ótrúlegir? Hvaða halda þeir eiginlega að þeir séu? Halda þeir að það sé nóg að koma og Lew um að koma. Hann fái svo að spila ef Mario Gomez er einhverra hluta vegna ekki að spila. Þetta er meira kjaftæðið og mun aldrei gerast," sagði Klopp reiður.

Hinn pólski Lewandowski hefur verið hjá Dortmund síðan 2010 er hann var keyptur frá Lech Poznan. Hann er búinn að skora 20 mörk í 32 leikjum í þýsku Bundesligunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×