Fótbolti

Guardiola hættur | Barcelona boðar til blaðamannafundar í dag

Forráðamenn spænska fótboltaliðsins Barcelona hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu þar sem tilkynnt verður að Pep Guardiola sé hættur sem þjálfari liðsins.
Forráðamenn spænska fótboltaliðsins Barcelona hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu þar sem tilkynnt verður að Pep Guardiola sé hættur sem þjálfari liðsins. Getty Images / Nordic Star
Forráðamenn spænska fótboltaliðsins Barcelona hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu þar sem tilkynnt verður að Pep Guardiola sé hættur sem þjálfari liðsins. Hinn 41 árs gamli þjálfari hefur samkvæmt heimildum breskra netmiðla verið í viðræðum við stjórn félagsins um starfslok sín en samningur hans rennur út i lok leiktíðar. Sömu heimildir greina frá því að Guardiola hafi tilkynnt leikmönnum um ákvörðun sína á æfingu liðsins í morgun.

Ákvörðun hins 41 árs gamla Spánverja kemur flestum á óvart en talið er að Guardiola vilji taka sér frí frá þjálfun. Gríðarleg álag hefur fylgt þessu starfi en Barcelona hefur unnið til 13 titla undir stjórn hans frá árinu 2008.

Undir stjórn Guardiola hefur Barcelona fagnað Spánarmeistaratitlinum þrívegis og liðið hefur tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu. Alls hefur liðið unnið 13 titla í þeim 16 keppnum þar sem Guardiola hefur komið við sögu sem þjálfari liðsins.

Það eru án efa mörg lið sem hafa áhuga á að fá Guardiola til starfa. Að sjálfsögðu hefur nafn Chelsea á Englandi komið þar við sögu ásamt öðrum enskum liðum á borð við Arsenal, Liverpool og Manchester United.

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að það sé allt eins líklegt að Guardiola muni taka sér frí frá þjálfun í einhvern tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×