Fótbolti

Tito Vilanova tekur við Barcelona | Guardiola hættir eftir tímabilið

Tito Vilanova mun taka við sem þjálfari stórliðsins Barcelona en Pep Guardiola mun hætta sem þjálfari liðsins í lok leiktíðar. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Barcelona í dag þar sem Guardiola tilkynnti um brotthvarf sitt. Hann sagði m.a. að í desember á s.l. ári hafi hann fyrst rætt við forseta liðsins um ákvörðun.

Guardiola sagði m.a. þetta á fundinum: "Ástæðan fyrir því að ég hætti er einföld. Ég er þreyttur eftir fjögur ár í þessu starfi. Nýr þjálfari mun geta gert hluti sem ég get ekki gert lengur. Þetta félag hefur kraftmikla sveit, sem er óstöðvandi. Þegar mér var boðið þetta starf á sínum tíma stökk ég um eins og lítið barn.

Það var ótrúlegt að fá tækifæri að stýra slíku liði. Í dag líður mér þannig að mér finnst eins og ég hafi gert það sem ég get, þetta hefur tekið sinn toll. Ég vil þakka leikmönnum liðsins fyrir samstarfið. Það hefur verið heiður að fá að þjálfa þá. Það eina rétta fyrir mig er að fá hvíld og komast frá þessu öllu.

Það hefði ekki verið góð ákvörðun að halda áfram. Kannski hefði allt gengið upp en ég hef aðra tilfinningu fyrir þessu. Þetta er rétti tíminn til þess að stíga til hliðar," sagði Guardiola á fréttamannafundinum.

Vilanova varð heimsfrægur er Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, potaði í augað á honum í leik Barca og Real. Það atvik má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×