Fótbolti

Hertha Berlín og Köln féllu | Barrios með þrennu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lukas Podolski og félagar eru fallnir. Talið er næsta víst að hann leiki með Arsenal á næstu leiktíð.
Lukas Podolski og félagar eru fallnir. Talið er næsta víst að hann leiki með Arsenal á næstu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images
Stuðningsmenn Herthu Berlínar og Kölnar eiga um sárt að binda þess stundina en lið þeirra töpuðu leikjum sínum í efstu deild þýska boltans í dag. Liðin eru þar með fallin í næstefstu deild.

Klaas-Jan Huntelaar skoraði tvívegis fyrir Schalke sem vann 4-0 sigur á Herthu frá Berlín. Köln lá á útivelli gegn Freiburg 4-1 þar sem Lukas Podolski skoraði mark gestanna.

Borussia Dortmund fagnaði meistaratitlinum með stæl en liðið skellti Kaiserslautern á útivelli 5-2. Paragvæinn Lucas Barrios skoraði þrennu fyrir Dortmund.

Mario Gomez og Thomas Müller skoruðu mörk Bæjara sem unnu 2-0 heimasigur á Stuttgart.

Úrslit dagsins:

Bayer Leverkusen 1-0 Hannover

Bayern München 2-0 Stuttgart

Freiburg 4-1 Köln

Hamburger 0-0 Mainz

Hoffenheim 2-3 Nurnberg

Kaiserslautern 2-5 Dortmund

Mönchengladbach 0-0 Augsburg

Schalke 4-0 Hertha Berlín

Wolfsburg 3-1 Werder Bremen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×