Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór 91-98 | Frábær sigur Þórsara Stefán Árni Pálsson í Röstinni skrifar 29. apríl 2012 19:00 Þórsarar unnu glæsilegan og nokkuð óvæntan 98-91 sigur á Grindavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í Grindavík í kvöld. Þórsarar minnkuðu muninn í einvíginu í 2-1 og geta jafnað leikinn þegar liðin mætast í Þorlákshöfn á miðvikudagskvöldið. Gestirnir úr Þorlákshöfn höfðu greinilega fulla trú á að þeir gætu lagt Grindavík að velli en liðið var komið með bakið upp að vegg eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum. Þórsarar náðu frumkvæðinu í fyrri hálfleik og héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik þótt heimamenn væru aldrei langt undan. Vel studdir af Þorlákshafnarbúum héldu Þórsarar nokkuð þægilegu forskoti út leikinn og unnu að lokum sjö stiga sigur, 91-98. Frábær barátta Þórsara í vörn sem sókn lagði grunninn að sigrinum auk þess sem leikmenn liðsins hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá pressuðu þeir Grindvíkinga allan tímann í maður á mann vörn sem varð til þess að heimamenn töpuðu boltanum mun oftar en gestirnir. Sérstaklega verður að minnast á frammistöðu Darrin Govens sem skoraði 30 stig, átti 11 stoðsendingar auk þess að hirða átta fráköst. Grindvíkingum tókst að loka leið Þórsarar að körfunni í fjórar mínútur í fjórða leikhluta en tókst á sama tíma ekki að minnka muninn að ráði. Ljóst er að úrslitaeinvígið er galopið og sigurinn mun gefa Þórsurum sjálfstraust fyrir fjórða leik liðanna á miðvikudagskvöldið. Grindvíkingar þurfa ýmislegt að laga og margt sem bendir til þess að liðið hafi talið nægja að mæta til leiks í kvöld til að tryggja sér titilinn. Tölfræði og viðtöl má sjá að neðan. Síðar í kvöld koma inn myndbandsviðtöl úr Grindavík. Grindavík-Þór Þorlákshöfn 91-98 (22-23, 22-26, 21-27, 26-22)Grindavík: Giordan Watson 23/5 fráköst/8 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 13/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 10/4 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/8 fráköst, Ryan Pettinella 7/6 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 30/8 fráköst/11 stoðsendingar, Joseph Henley 19/11 fráköst, Blagoj Janev 19/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 11/7 fráköst, Darri Hilmarsson 9, Grétar Ingi Erlendsson 6/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 4/5 fráköst. Benedikt Guðmundsson: Það voru margir búnir að afskrifa okkur„Það voru ansi margir búnir að afskrifa okkur eftir síðasta leik og kannski eðlilega en í kvöld kom allt annað lið til leiks," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór frá Þorlákshöfn, eftir sigurinn í gær. „Við náðum fráköstum í kvöld og framkvæmdum hlutina töluvert betur en síðast, mikill munur á liðinu milli leikja. Okkur langaði meira í sigurinn í kvöld, menn bara stigu upp og sýndu úr hverju þeir eru gerðir. Kanarnir okkar voru einnig frábærir og við þurfum svo sannarlega á þeim að halda í þessu einvígi," sagði Benedikt sem hélt sér vel á jörðinni. „Þessi sigur gefur okkur voðalega lítið ef við mætum ekki dýrvitlausir í næsta leik og jöfnum þetta einvígi, en það er markmiðið. Við ætlum okkur að koma aftur hingað í oddaleik," sagði Benedikt kokhraustur. Þorleifur Ólafsson: Mættum ekki tilbúnir„Við komum bara ekki tilbúnir í leikinn og spiluðum einfaldlega illa,"sagði Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir tapið í kvöld. „Stress gæti hafa spilað stórt hlutverk í kvöld en ég taldi sjálfan mig vera tilbúinn fyrir leikinn en var langt frá því að vera nægilega góður. Það er rosalega erfitt að bæta einhverju við leik okkar þegar komið er svona langt í mótið en við verðum bara að mæta tilbúnir í næsta leik á Þorlákshöfn," sagði Þorleifur. Textalýsingin frá Grindavík í kvöldLeik lokið: Þórsarar tryggja sér sigur 91-98. 40.mín: Þetta virðist vera búið. Þór er með níu stiga forystu þegar tuttugu sekúndur eru eftir. Það þarf Reggie Miller til að redda þeim úr þessari klípu og hann er ekki hér. Staðan er 96-87 fyrir Þór Þ.40.mín: Staðan er 92-85 þegar 45 sekúndur eru eftir. Guðmundur Jónsson, leikmaður Þór Þ., er að fara á vítalínuna og mikil pressa er á þeim dreng núna. Hann hefur áður staðist pressuna en núna er mikið undir og þetta er ekki enn búið.39.mín: Þórsarar hafa verið mikið á vítalínunni núna og Darrel Govens er ekki að bregðast þar. Staðan er 91-82 fyrir Þór þegar 1:11 er eftir af leiknum.39.mín: Þór er komið með tíu stiga forystu, 88-78, þegar lítið er eftir. Við erum líklega að fá fjórða leik í þetta einvígi.38. mín: Spennan er gríðarleg og lítið eftir. Menn eru farnir að gera mistöl og stressið er farið að sjást. Staðan er 84-77 fyrir Þór. Þetta verður eitthvað maður!!! Svali segir bara upp með sokkana hér við hliðiná undirrituðum.36.mín: Munurinn er tíu stig, 83-73, en Grindjánar eru að koma til baka. Þeir eru allir að koma til og svo virðist sem meðbyrinn sé með þeim núna, sjáum til.34. mín: Þórsarar hafa náð 12 stiga forystu og það Grindvíkingar verða bráðlega að koma með áhlaup til að eiga möguleika í þessum leik. Tíminn vinnur ekki með þeim. Staðan er 83-7132.mín: 79-68 fyrir Þór. Þeir halda áfram uppteknum hætti og spila fasta vörn, taka fráköst og eru að berjast. Menn einfaldlega uppskera eins og þeir sá í svona sporti.30.mín: Þór hefur náð fínum tökum á þessum leik og fara með 11 stiga forystu inn í loka fjórðunginn. Þetta verður svakalegur 4. leikhluti. Staðan er 76-65.28.mín: Þórsarar eru að láta boltann vinna frábærlega á milli manna og ná því að opna fyrir gott skot. 74-61 fyrir Þór.27.mín: Það er hreinlega þriggja stiga sýning í gangi hjá Þór Þ. núna. Þvílíkir töffarar þessir drengir og staðan er orðin 69-59. Mesta forysta leiksins og Helgi Jónas tekur leikhlé fyrir Grindavík.25.mín: Fínn sprettur hjá Þór sem eru komnir með fimm stiga forystu 60-55.24.mín: Þetta verður spennandi út leikinn það er á hreinu. Staðan er 56-55 fyrir Þór og þakið er hreinlega að rifna af húsinu.22.mín: Giordan Watson byrjar á einu þrist fyrir Grindavík. Þór svarar samt um hæl og gerir enn betur en þeir eru komnir með sjö stiga forystu 54-47.Hálfleikur: Það er svo mikið undir hér í kvöld að maður finnur spennuna hér í loftinu. Menn eru sumir komnir aftur út á gólf til að hita upp. Síðari hálfleikurinn er rétt handan við hornið.20.mín: Þórsarar enda þennan hálfleik frábærlega og þvílíkt stemmning sem er í liðinu. Ótrúleg barátta og dugnaður í liðinu. Þór hefur fimm stiga forystu í hálfleik 49-44. Þetta verður bilaður síðari hálfleikur. Ég lofa því. Eigum enn eftir að sjá almennilega til stóra strákana í Grindavík.18.mín: Þórsarar aftur komnir yfir eftir nokkrar laglega útfærðar sóknir. Darrel Govens er að stíga upp í liði Þórs og stjórnar leiknum vel. Staðan 41-38 fyrir Þór Þ.16.mín: J'Nathan Bullock neglir þristi í andlitið á Þór strax eftir leikhlé og síðan kemur annar þristur frá heimamönnum. 38-34.15.mín: Grindvíkingar eru komnir til baka ok nú munar aðeins einu stigi á liðunum 34-33. Benedikt, þjálfari Þórs Þ., er farinn að undirbúa leikhlé sem hann tekur núna. Botninn aðeins farinn úr leik Þórs.13.mín: Þór heldur áfram að spila frábæra vörn á Grindvíkinga og sérstaklega gegn J'Nathan Bullock, leikmanni Grindavíkur. Staðan er 32-26 fyrir Þór Þ.10.mín: Staðan eftir fyrsta leikhlutann er 23-22 fyrir gestina. Frábær skemmtun í Grindavík og mikið barist.9.mín: Mikið jafnræði er á með liðinum núna og staðan er 20-20. Þórsarar eru ákveðnir en einnig heimamenn.5.mín: Þórsarar eru farnir að spila virkilega góða vörn á heimamenn og komnir yfir 11-10.2.mín: Grindvíkingar byrja vel og eru komnir í 6-2. Greinilega vel einbeittir.Fyrir leik: Grindavík varð síðast Íslandsmeistari árið 1996 eða fyrir 12 árum síðar. Þór Þórlákshöfn hefur aldrei unnið leik í úrslitaeinvígi og verða því að vinna í kvöld. Þetta verður spennandi leikur, það er á hreinu.Fyrir leik: Húsið er löngu orðið troðfullt en hér voru menn mættir 90 mínútum fyrir leik. Grindvíkingar geta með sigri orðið Íslandsmeistarar og því eru margir gulir og glaðir hér í dag.Fyrir leik :Fyrsti leikur liðana var spennandi undir lokin og gátu Þórsarar stolið sigrinum en Grindavík var sterkari aðilinn. Í leik tvö var aðeins eitt lið á vellinum og fóru Grindvíkingar með auðveldan sigur. Það er að duga eða drepast fyrir þá grænu í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Þórsarar unnu glæsilegan og nokkuð óvæntan 98-91 sigur á Grindavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í Grindavík í kvöld. Þórsarar minnkuðu muninn í einvíginu í 2-1 og geta jafnað leikinn þegar liðin mætast í Þorlákshöfn á miðvikudagskvöldið. Gestirnir úr Þorlákshöfn höfðu greinilega fulla trú á að þeir gætu lagt Grindavík að velli en liðið var komið með bakið upp að vegg eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum. Þórsarar náðu frumkvæðinu í fyrri hálfleik og héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik þótt heimamenn væru aldrei langt undan. Vel studdir af Þorlákshafnarbúum héldu Þórsarar nokkuð þægilegu forskoti út leikinn og unnu að lokum sjö stiga sigur, 91-98. Frábær barátta Þórsara í vörn sem sókn lagði grunninn að sigrinum auk þess sem leikmenn liðsins hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá pressuðu þeir Grindvíkinga allan tímann í maður á mann vörn sem varð til þess að heimamenn töpuðu boltanum mun oftar en gestirnir. Sérstaklega verður að minnast á frammistöðu Darrin Govens sem skoraði 30 stig, átti 11 stoðsendingar auk þess að hirða átta fráköst. Grindvíkingum tókst að loka leið Þórsarar að körfunni í fjórar mínútur í fjórða leikhluta en tókst á sama tíma ekki að minnka muninn að ráði. Ljóst er að úrslitaeinvígið er galopið og sigurinn mun gefa Þórsurum sjálfstraust fyrir fjórða leik liðanna á miðvikudagskvöldið. Grindvíkingar þurfa ýmislegt að laga og margt sem bendir til þess að liðið hafi talið nægja að mæta til leiks í kvöld til að tryggja sér titilinn. Tölfræði og viðtöl má sjá að neðan. Síðar í kvöld koma inn myndbandsviðtöl úr Grindavík. Grindavík-Þór Þorlákshöfn 91-98 (22-23, 22-26, 21-27, 26-22)Grindavík: Giordan Watson 23/5 fráköst/8 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 13/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 10/4 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/8 fráköst, Ryan Pettinella 7/6 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 30/8 fráköst/11 stoðsendingar, Joseph Henley 19/11 fráköst, Blagoj Janev 19/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 11/7 fráköst, Darri Hilmarsson 9, Grétar Ingi Erlendsson 6/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 4/5 fráköst. Benedikt Guðmundsson: Það voru margir búnir að afskrifa okkur„Það voru ansi margir búnir að afskrifa okkur eftir síðasta leik og kannski eðlilega en í kvöld kom allt annað lið til leiks," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór frá Þorlákshöfn, eftir sigurinn í gær. „Við náðum fráköstum í kvöld og framkvæmdum hlutina töluvert betur en síðast, mikill munur á liðinu milli leikja. Okkur langaði meira í sigurinn í kvöld, menn bara stigu upp og sýndu úr hverju þeir eru gerðir. Kanarnir okkar voru einnig frábærir og við þurfum svo sannarlega á þeim að halda í þessu einvígi," sagði Benedikt sem hélt sér vel á jörðinni. „Þessi sigur gefur okkur voðalega lítið ef við mætum ekki dýrvitlausir í næsta leik og jöfnum þetta einvígi, en það er markmiðið. Við ætlum okkur að koma aftur hingað í oddaleik," sagði Benedikt kokhraustur. Þorleifur Ólafsson: Mættum ekki tilbúnir„Við komum bara ekki tilbúnir í leikinn og spiluðum einfaldlega illa,"sagði Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir tapið í kvöld. „Stress gæti hafa spilað stórt hlutverk í kvöld en ég taldi sjálfan mig vera tilbúinn fyrir leikinn en var langt frá því að vera nægilega góður. Það er rosalega erfitt að bæta einhverju við leik okkar þegar komið er svona langt í mótið en við verðum bara að mæta tilbúnir í næsta leik á Þorlákshöfn," sagði Þorleifur. Textalýsingin frá Grindavík í kvöldLeik lokið: Þórsarar tryggja sér sigur 91-98. 40.mín: Þetta virðist vera búið. Þór er með níu stiga forystu þegar tuttugu sekúndur eru eftir. Það þarf Reggie Miller til að redda þeim úr þessari klípu og hann er ekki hér. Staðan er 96-87 fyrir Þór Þ.40.mín: Staðan er 92-85 þegar 45 sekúndur eru eftir. Guðmundur Jónsson, leikmaður Þór Þ., er að fara á vítalínuna og mikil pressa er á þeim dreng núna. Hann hefur áður staðist pressuna en núna er mikið undir og þetta er ekki enn búið.39.mín: Þórsarar hafa verið mikið á vítalínunni núna og Darrel Govens er ekki að bregðast þar. Staðan er 91-82 fyrir Þór þegar 1:11 er eftir af leiknum.39.mín: Þór er komið með tíu stiga forystu, 88-78, þegar lítið er eftir. Við erum líklega að fá fjórða leik í þetta einvígi.38. mín: Spennan er gríðarleg og lítið eftir. Menn eru farnir að gera mistöl og stressið er farið að sjást. Staðan er 84-77 fyrir Þór. Þetta verður eitthvað maður!!! Svali segir bara upp með sokkana hér við hliðiná undirrituðum.36.mín: Munurinn er tíu stig, 83-73, en Grindjánar eru að koma til baka. Þeir eru allir að koma til og svo virðist sem meðbyrinn sé með þeim núna, sjáum til.34. mín: Þórsarar hafa náð 12 stiga forystu og það Grindvíkingar verða bráðlega að koma með áhlaup til að eiga möguleika í þessum leik. Tíminn vinnur ekki með þeim. Staðan er 83-7132.mín: 79-68 fyrir Þór. Þeir halda áfram uppteknum hætti og spila fasta vörn, taka fráköst og eru að berjast. Menn einfaldlega uppskera eins og þeir sá í svona sporti.30.mín: Þór hefur náð fínum tökum á þessum leik og fara með 11 stiga forystu inn í loka fjórðunginn. Þetta verður svakalegur 4. leikhluti. Staðan er 76-65.28.mín: Þórsarar eru að láta boltann vinna frábærlega á milli manna og ná því að opna fyrir gott skot. 74-61 fyrir Þór.27.mín: Það er hreinlega þriggja stiga sýning í gangi hjá Þór Þ. núna. Þvílíkir töffarar þessir drengir og staðan er orðin 69-59. Mesta forysta leiksins og Helgi Jónas tekur leikhlé fyrir Grindavík.25.mín: Fínn sprettur hjá Þór sem eru komnir með fimm stiga forystu 60-55.24.mín: Þetta verður spennandi út leikinn það er á hreinu. Staðan er 56-55 fyrir Þór og þakið er hreinlega að rifna af húsinu.22.mín: Giordan Watson byrjar á einu þrist fyrir Grindavík. Þór svarar samt um hæl og gerir enn betur en þeir eru komnir með sjö stiga forystu 54-47.Hálfleikur: Það er svo mikið undir hér í kvöld að maður finnur spennuna hér í loftinu. Menn eru sumir komnir aftur út á gólf til að hita upp. Síðari hálfleikurinn er rétt handan við hornið.20.mín: Þórsarar enda þennan hálfleik frábærlega og þvílíkt stemmning sem er í liðinu. Ótrúleg barátta og dugnaður í liðinu. Þór hefur fimm stiga forystu í hálfleik 49-44. Þetta verður bilaður síðari hálfleikur. Ég lofa því. Eigum enn eftir að sjá almennilega til stóra strákana í Grindavík.18.mín: Þórsarar aftur komnir yfir eftir nokkrar laglega útfærðar sóknir. Darrel Govens er að stíga upp í liði Þórs og stjórnar leiknum vel. Staðan 41-38 fyrir Þór Þ.16.mín: J'Nathan Bullock neglir þristi í andlitið á Þór strax eftir leikhlé og síðan kemur annar þristur frá heimamönnum. 38-34.15.mín: Grindvíkingar eru komnir til baka ok nú munar aðeins einu stigi á liðunum 34-33. Benedikt, þjálfari Þórs Þ., er farinn að undirbúa leikhlé sem hann tekur núna. Botninn aðeins farinn úr leik Þórs.13.mín: Þór heldur áfram að spila frábæra vörn á Grindvíkinga og sérstaklega gegn J'Nathan Bullock, leikmanni Grindavíkur. Staðan er 32-26 fyrir Þór Þ.10.mín: Staðan eftir fyrsta leikhlutann er 23-22 fyrir gestina. Frábær skemmtun í Grindavík og mikið barist.9.mín: Mikið jafnræði er á með liðinum núna og staðan er 20-20. Þórsarar eru ákveðnir en einnig heimamenn.5.mín: Þórsarar eru farnir að spila virkilega góða vörn á heimamenn og komnir yfir 11-10.2.mín: Grindvíkingar byrja vel og eru komnir í 6-2. Greinilega vel einbeittir.Fyrir leik: Grindavík varð síðast Íslandsmeistari árið 1996 eða fyrir 12 árum síðar. Þór Þórlákshöfn hefur aldrei unnið leik í úrslitaeinvígi og verða því að vinna í kvöld. Þetta verður spennandi leikur, það er á hreinu.Fyrir leik: Húsið er löngu orðið troðfullt en hér voru menn mættir 90 mínútum fyrir leik. Grindvíkingar geta með sigri orðið Íslandsmeistarar og því eru margir gulir og glaðir hér í dag.Fyrir leik :Fyrsti leikur liðana var spennandi undir lokin og gátu Þórsarar stolið sigrinum en Grindavík var sterkari aðilinn. Í leik tvö var aðeins eitt lið á vellinum og fóru Grindvíkingar með auðveldan sigur. Það er að duga eða drepast fyrir þá grænu í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira