Fótbolti

Birkir Már lék allan leikinn í tapi Brann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Getty Images
Birkir Már Sævarsson og félagar í Brann töpuðu á heimavelli 2-1 gegn Vålerenga í dag. Byrjun Brann á tímabilinu hefur valdið vonbrigðum svo vægt sé til orða tekið.

Heimamenn frá Bergen komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og útlitið gott. Tvö mörk frá gestunum undir lok hálfleiksins sáu til þess að þeir höfðu yfir í hálfleik.

Enn seigr á ógæfuhlið Brann þegar miðvörðurinn Lars Grorud fékk að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks. Manni færri tókst Brann ekki að jafna metin.

Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar hjá Brann. Hannes Þór Halldórsson sat hins vegar á bekknum en hann heldur nú til Íslands. Fyrsti leikur KR í Pepsi-deildinni fer fram á sunnudag og reiknað með því að Hannes standi á milli stanganna.

Brann hefur aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu í Noregi. Liðið er í 14. sæti af 16 liðum með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×