Körfubolti

Benedikt: Menn börðust fyrir hverjum einasta bolta

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Það voru ansi margir búnir að afskrifa okkur eftir síðasta leik og kannski eðlilega en í kvöld kom allt annað lið til leiks," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór frá Þorlákshöfn, eftir sigurinn í kvöld.

Þór Þorlákshöfn bara sigur úr býtum gegn Grindavík, 98-91, í þriðja leik liðana í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Grindavík. Þórsarar geta því jafnað metin í næsta leik á miðvikudaginn en þá fer leikurinn fram í Þorlákshöfn.

„Við náðum fráköstum í kvöld og framkvæmdum hlutina töluvert betur en síðast, mikill munur á liðinu milli leikja. Okkur langaði meira í sigurinn í kvöld, menn bara stigu upp og sýndu úr hverju þeir eru gerðir. Kanarnir okkar voru einnig frábærir og við þurfum svo sannarlega á þeim að halda í þessu einvígi," sagði Benedikt sem hélt sér vel á jörðinni.

„Þessi sigur gefur okkur voðalega lítið ef við mætum ekki dýrvitlausir í næsta leik og jöfnum þetta einvígi, en það er markmiðið. Við ætlum okkur að koma aftur hingað í oddaleik," sagði Benedikt kokhraustur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×