Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 83-74 | Grindavík leiðir 1-0 Kolbeinn Tumi Daðason í Röstinni skrifar 10. apríl 2012 15:49 mynd/daníel Grindavík lagði Stjörnuna að velli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Röstinni í kvöld. Lokatölurnar 83-74 í leik þar sem heimamenn höfðu frumkvæðið frá upphafi án þess að takast að hrista gestina almennilega af sér. Keith Cothran, besti maður Stjörnunnar í kvöld, kom gestunum í 3-1 með þriggja stiga skoti en eftir það voru gestirnir í eltingaleik. Heimamenn réðu ferðinni og aðeins frábær nýting gestanna fyrir utan þriggja stiga línuna hélt þeim inni í leiknum. Eftir vel tímasett leikhlé Teits Örlygssonar, þjálfara gestanna, tókst Stjörnumönnum að rétta af leikinn þegar heimamenn virtust vera að taka völdin undir lok fyrri hálfleiks. Munurinn þrjú stig í hálfleik og Stjörnumenn með meðbyr inn í búningsherbergin. Sá meðvindur breyttist í logn í upphafi síðari hálfleiks þegar Grindvíkingar settust aftur í bílstjórasætið. Þorleifur Ólafsson bauð upp á tvo þrista með skömmu millibili en á hinum endanum sýndi Keith Cothran frábær tilþrif og gaf gestunum von. Þrátt fyrir nokkur áhlaup héldu Grindvíkingar forystu sinni nokkuð þægilega út leikinn og unnu níu stiga sigur, 83-74. J'Nathan Bullock og Þorleifur Ólafsson stóðu upp úr hjá heimamönnum en hjá gestunum var Keith Cothran bestur. Jovan Zdravevski var því sem næst fjarverandi fram í fjórða leikhluta og vantaði gestina sárlega framlag frá honum. Sömu sögu má segja um Marvin Valdimarsson sem náði sér aldrei á strik. Næsti leikur liðanna fer fram í Garðabænum á föstudagskvöld og má reikna með hörkuspennandi leik enda lítið sem ber á milli liðanna ef marka má leik kvöldsins. Tölfræði leiksinsGrindavík-Stjarnan 83-74 (25-18, 13-17, 24-21, 21-18)Grindavík: J'Nathan Bullock 24/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/7 fráköst, Giordan Watson 10/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9, Ryan Pettinella 7/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/8 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 5/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 3/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 2.Stjarnan: Keith Cothran 22/6 fráköst, Renato Lindmets 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 11, Justin Shouse 11/4 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 9/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 5, Dagur Kár Jónsson 2. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson Áhorfendur: 573 Þorleifur: Vinnum ef við spilum okkar leikÞorleifur Ólafsson átti frábæran leik hjá Grindvíkingum. Lalli skoraði 16 stig og nýtti skot sín afar vel. „Við misstum einbeitingu í hvert einasta skipti sem við náðum tíu stiga forystu og þeir komu tilbaka. Stjarnan er með hörkulið og ef við slökum á koma þeir tilbaka eins og þeir gerðu. Í hvert einasta skipti," sagði Þorleifur hógvær á eigin frammistöðu. Hann hafi kannski skorað næstflest stig í kvöld en það væri ólíklegt að það yrði eins í næsta leik. Breiddin væri það mikil að stigin kæmu úr öllum áttum og dreifðust vel á mannskapinn. „Við hugsum þetta þannig að ef við spilum okkar leik vinnum við klárlega. Ef við gerum það ekki eru þeir til alls líklegir. Við hugsum um okkur og okkar leik. Ef við spilum okkar leik hef ég fulla trú á að við klárum þetta," sagði Þorleifur sannfærður um getumun liðanna á eðlilegum degi. Teitur: Okkar bestu skotmenn klikkuðu á opnum skotumTeitur Örlygsson viðurkenndi að erfitt hefði verið að elta allan tímann í annars jöfnum leik. „Þetta var jafnt og flatt út allan leikinn. Við náðum aldrei alvöru áhlaupi á þá og það var eingöngu okkur að kenna. Við köstuðum boltanum ítrekað frá okkur og okkar bestu skotmenn fá opin skot endurtekið en þau bara duttu ekki í dag," sagði Teitur sem gaf sér góðan tíma með leikmönnum sínum inni í klefa strax að loknum leik. „Ég sagði við strákana eftir leikinn að það eina góða við tapið, eins leiðinlegt og það hljómar, er að við getum gert svo mikið betur. Við þurfum að taka okkur saman í andlitinu og gera það á föstudaginn. Við eigum alveg að geta sigrað Grindavík og það stendur til á föstudaginn," sagði Teitur. Um slæma nýtingu Jovan Zdravevski sagði Teitur: „Við erum að fara að spila á körfurnar sem Jovan æfir á á föstudaginn. Vonandi hittir hann betur þá," sagði Teitur og brosti í kampinn. Helgi Jónas: Ströggl á æfingum framan af í fríinuHelgi Jónas Guðfinnsson var hæstánægður með sigurinn en telur sitt lið geta bætt sig, sérstaklega sóknarlega. „Ég er sáttur við varnarleikinn og fráköstin en við þurfum að skoða sóknarleikinn hjá okkur. Hvernig þeir brugðust við ýmsum atriðum sem við ætluðum að nýta okkur í kvöld en gekk ekki," sagði Helgi Jónas. Grindvíkingar fengu níu daga frí frá því liðið sló út Njarðvík í 8-liða úrslitum. Helgi segir að erfitt hafi verið að viðhalda markvissum æfingum allan þennan tíma. „Þetta var svolítið ströggl. Ég tala ekki um þann tíma sem við vissum ekki hver andstæðingurinn yrði. Við reyndum að halda einbeitingu og vinna í okkar málum. Við þurfum að bæta okkar leik ef við ætlum í úrslit," sagði Helgi Jónas. Textalýsing úr Röstinni í kvöldLeik lokið Grindvíkingar bættu við tveimur stigum og unnu 83-74.4. leikhluti Mínúta eftir. 81-74 fyrir Grindavík. Teitur tekur leikhlé. Stjarnan þarf nánast kraftaverk en körfubolti er þannig íþrótt að auðveldara er að gera ótrúlega hluti á skömmum tíma. Búinn að sjá alltof marga leiki í gegnum tíðina til að afskrifa gestina. Þeir eru með boltann, Jovan og Cothran eru heitir. Sjáum til hvað gerist4. leikhluti Þvílík sókn. Menn reyndu aftur og aftur og aftur að ná frákastinu. Loksins fékk Jovan boltann, sendi á Lindmets sem tróð með tilþrifum. Hinumegin hirðir Watson, minnsti maður vallarins, sóknarfrákast og skorar. 76-70.4. leikhluti Jovan búinn að skjóta gestina inn í leikinn. Þriðji þristurinn. 74-68 þegar ruðningur er dæmdur á Cothran.4. leikhluti Cothran skorar og fær villu að auki. Helgi Jónas tekur leikhlé en Cothran getur minnkað muninn í sjö stig setji hann vítið ofan í. Ekki kominn tími á að afskrifa gestina ennþá.4. leikhluti Jovan er mættur og setur annan þrist. Munurinn þó enn tíu stig. Watson og Shouse nota orðbragð við hvorn annan sem mömmur þeirra væru ekki stoltar af. 72-624. leikhluti Garðbæingar hirtu frákast en Lindmets kastaði boltanum í Marvin sem var lagður af stað upp völlinn. Bullock skoraði í andlitið á þeim. 8-3 byrjunar á leikhlutanum hjá heimamönnum sem líta mun betur út. Teitur er skynsamur og tekur leikhlé um leið. 70-59 þegar sjö mínútur eru eftir.4. leikhluti Grindvíkingar komast tíu stigum yfir en þá loooooksins setur Jovan niður þrist. 66-59.3. leikhluta lokið Staðan 62-56. Ólafur Ólafs varði skot frá Justin Shouse sem fékk sér sæti og hvíldi síðustu mínútuna. Dagur Kar kom inn á og setti tvö vítaskot ofan í. Grindvíkingar halda sínu sígilda örforskoti en Garðbæingar ekki langt undan. Þó ekki tekist að jafna síðan í stöðunni 3-3. Það getur allt gerst.3. leikhluti Grindvíkingar komnir sjö stigum yfir en Lindmets leggur hann ofan í og fær vítaskot. Teitur tekur leikhlé og vonandi fyrir Garðbæinga að það hafi sömu afleiðingar og í fyrri hálfleik. Staðan 57-52 og tvær og hálf eftir af leikhlutanum.3. leikhluti Það er að kvikna í Röstinni. Þorleifur setur sinn annan þrist á skömmum tíma og hinum megin grípur Cothran boltann í loftinu og leggur hann ofan í. Vítaskotið fer einnig sína leið. 51-48.3. leikhluti Sýning hjá Cothran. Óð í gegnum vörnina og tróð með tilþrifum. Þetta viljum við sjá. Jóhann Árni setur vítaskot hinumegin en Shouse svarar með þrist. 48-45.3. leikhluti Keith Cothran fer fyrir Stjörnunni. Tók núna varnarfrákast, fékk boltann í opnum þrist eftir leikkerfi og setti sína leið. Grindvíkingar samt betur stemmdir í upphafi og leið 47-40. Watson var rétt í þessu að skora en dæmdur ruðningur. Risadómur. Villa hefði verið sú fjórða á Justin og sett gestina í bullandi vandræði.Umræða í hálfleik Bæði lið hafa tapað boltanum 10 sinnum í fyrri hálfleiknum. Heimamenn með 18 fráköst gegn 16 gestanna en Garðbæingar hafa sótt í sig veðrið í þeirri deild eftir því sem á hálfleikinn leið. Grindvíkingar hafa verið óvenju kaldir fyrir utan þriggja stiga og aðeins sett 3/11.Umræða í hálfleik Það hefur fjarað undan frábærri þriggja stiga nýtingu gestanna sem hélt þeim inni í leiknum í fyrsta leikhluta. Þá höfðu þeir skorað 4/7 en síðan hafa þeir reynt fimm sinnum án þess að skora. Jovan á fjórar af þessum misheppnuðu tilraunum og er ekki enn kominn á blað. Kappinn glímt við meiðsliHálfleikur Frábær vörn Stjörnumanna í lokin kom í veg fyrir að Grindvíkingar settu síðustu stig hálfleiksins. Staðan 38-35 og allt útlit fyrir háspennu síðari hálfleik. Bullock með 13 stig hjá heimamönnum en Cothran og Shouse með níu hvor hjá gestunum. Garðbæingar náðu heldur betur að rétta hlut sinn eftir leikhléið og skoruðu 9-5 síðustu þrjár og hálfa leikhlutans.2. leikhluti Allt annað að sjá Stjörnumenn eftir leikhléið. Bullock setti reyndar þrist inn á milli en Cothran hefur komið grimmur í varnarleikinn og veldur Watson vandkvæðum. 36-33 og mínúta eftir.2. leikhluti Teitur kemur þeim skilaboðum til leikmanna sinna að anda rólega í sókninni. Leita að þeim skotstöðum þar sem stigin hafa komið í vetur. Hann er þó ánægður með varnarleik sinna manna. Shouse byrjar á því að keyra inn að körfunni og skora. 33-28.2. leikhluti Heimamenn halda sjö stiga forskoti sínu, 33-26, þegar fjórar eru eftir af leikhlutanum. Bullock stigahæstur með átta stig en hefur líka verið duglegur að skjóta. Lindmets stigahæstur með sjö hjá gestunum. Stjörnumenn komnir í tíu tapaða bolta og Teitur tekur leikhlé.2. leikhluti Stúkan er pökkuð sem er gaman að sjá. Svo sem ekki mikið um hvatningarsöngva, jú viti menn. Í þeim töluðu hljómar „Stjarnan, Stjarnan" en það hættir þegar Þorleifur skorar og kemur heimamönnum í 29-22.1. leikhluta lokið Heimamenn leiða 25-18. Petinella tapaði frákasti klaufalega en bætti fyrir það þegar hann varði skot Cothran með tilþrifum. Ólafur Ólafs setti enn einn þristinn en Justin skoraði hinum megin. Bandaríski Íslendingurinn fékk hins vegar dæmda á sig tæknivillu fyrir að taka boltann og tefja eftir að hann skoraði. Bullock setti bæði vítin ofan í en Ólafur klikkaði á sniðskoti undir lokin. Hefði verið dýr villa á Justin sem er kominn með tvær.1. leikhluti Þriggja stiga sýning í gangi í augnablikinu. Renato Lindmets, Marvin og Páll Axel allir með tandurhreina þrista. Petinella leggur knöttinn fallega í körfuna eftir góða sókn. 20-14 fyrir heimamenn.1. leikhluti Það gengur ekkert hjá gestunum og heimamenn ganga á lagið. Í þeim töluðu setti Justin Shouse þrist og lagaði stöðuna. 15-8 þegar sjö mínútur eru búnar. Stjörnumenn að tapa boltanum klaufalega og Grindvíkingar hirða öll fráköst.1. leikhluti Heimamenn með sex stig í röð og komnir yfir 7-3. Stjarnan ekki skorað í þrjár mínútur. Fjórar mínútur búnar af leiknum.1. leikhluti Grindvíkingar hirða uppkastið og Sigurður Þorsteinsson sækir villu á Justin Shouse. Seinna vítið ofan í hjá Sigurði. 1-0. Nú þurfa Grindvíkinga bara að standa vörnina og tryggja sér 1-0 sigur. Ah, draumurinn úti. Keith setti þrist og Stjarnan leiðir 3-1.Byrjunarlið Grindavíkur Giordan Watson J'Nathan Bullock Þorleifur Ólafsson Jóhann Árni Ólafsson Sigurður ÞorsteinssonByrjunarlið Stjörnunnar Justin Shouse Keith Cothran Marvin Valdimarsson Renato Lindmets Fannar HelgasonFyrir leik Mínúta í leik og byrjunarliðin eru klár. Nú gerum við hógværa lágmarkskröfu um stórkostlega skemmtun.Fyrir leik Grindvíkingar hafa ekki spilað í níu daga eða síðan þeir lögðu Njarðvík í síðari leiknum í átta liða úrslitum.Fyrir leik Leikurinn í kvöld er 20. leikur Stjörnunnar í úrslitakeppni frá upphafi. Liðið hefur unnið 10 leiki en mátt sætta sig við tap í 9 leikjum.Fyrir leik Justin Shouse ber fyrirliðabandið í dag í stað Fannars. Það er reyndar ekkert eiginlegt band að bera líkt og í fótboltanum en ég hugsa að ábyrgðin fari ekkert með Shouse. Hann hefur verið í forystuhlutverki í Stjörnuliðinu í lengri tíma og þetta breytir ekki neinu. Jovan Zdravevski er varafyrirliði ef einhver var að spá í því.Fyrir leik Stjörnumenn hafa lokið klassískum vítahring og stökkva inn í klefa í smá pepp. Grindvíkingar eru að ljúka sínum vítahring og gera vafalítið slíkt hið sama þegar honum lýkur.Fyrir leik Grindvíkingar unnu 19 leiki og töpuðu þremur í deildarkeppninni. Tvö tapanna komu reyndar eftir að liðið tryggði sér efsta sætið og um leið deildarmeistaratitilinn. Stjörnumenn höfnuðu í fjórða sæti deildarkeppninnar. Liðið vann 14 leiki en tapaði átta. Liðið fékk heimaleikjaréttinn gegn Keflavík þar sem liðið var með betri árangur í innbyrðisleikjum liðanna en bæði lið höfðu 28 stig.Fyrir leik Gaman að sjá að Garðbæingar eru farnir að tínast í stúkuna. Grindvíkingar þó skiljanlega í meirihluta. Verður vonandi mikið líf á pöllunum í takt við tilþrifin inni á vellinum.Fyrir leik Grindvíkingar fóru þægilega í gegnum viðureign sína gegn Njarðvík í 8-liða úrslitum. Sömu sögu verður ekki sagt um Garðbæinga en olnbogaskot og læti þurfti til að tryggja sér sigur gegn Keflavík í mikilli rimmu. Reyndar flugu olnbogar í báðar áttir sem lauk með því að fyrirliðabandið var tekið af Fannari Helgasyni Stjörnumanni.Fyrir leik Gott kvöld góðir hálsar og velkomnir með mér til Grindavíkur. Framundan er vonandi spennandi og stórskemmtilegur fyrsti leikur í einvígi deildarmeistara Grindavíkur og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik. Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Grindavík lagði Stjörnuna að velli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Röstinni í kvöld. Lokatölurnar 83-74 í leik þar sem heimamenn höfðu frumkvæðið frá upphafi án þess að takast að hrista gestina almennilega af sér. Keith Cothran, besti maður Stjörnunnar í kvöld, kom gestunum í 3-1 með þriggja stiga skoti en eftir það voru gestirnir í eltingaleik. Heimamenn réðu ferðinni og aðeins frábær nýting gestanna fyrir utan þriggja stiga línuna hélt þeim inni í leiknum. Eftir vel tímasett leikhlé Teits Örlygssonar, þjálfara gestanna, tókst Stjörnumönnum að rétta af leikinn þegar heimamenn virtust vera að taka völdin undir lok fyrri hálfleiks. Munurinn þrjú stig í hálfleik og Stjörnumenn með meðbyr inn í búningsherbergin. Sá meðvindur breyttist í logn í upphafi síðari hálfleiks þegar Grindvíkingar settust aftur í bílstjórasætið. Þorleifur Ólafsson bauð upp á tvo þrista með skömmu millibili en á hinum endanum sýndi Keith Cothran frábær tilþrif og gaf gestunum von. Þrátt fyrir nokkur áhlaup héldu Grindvíkingar forystu sinni nokkuð þægilega út leikinn og unnu níu stiga sigur, 83-74. J'Nathan Bullock og Þorleifur Ólafsson stóðu upp úr hjá heimamönnum en hjá gestunum var Keith Cothran bestur. Jovan Zdravevski var því sem næst fjarverandi fram í fjórða leikhluta og vantaði gestina sárlega framlag frá honum. Sömu sögu má segja um Marvin Valdimarsson sem náði sér aldrei á strik. Næsti leikur liðanna fer fram í Garðabænum á föstudagskvöld og má reikna með hörkuspennandi leik enda lítið sem ber á milli liðanna ef marka má leik kvöldsins. Tölfræði leiksinsGrindavík-Stjarnan 83-74 (25-18, 13-17, 24-21, 21-18)Grindavík: J'Nathan Bullock 24/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/7 fráköst, Giordan Watson 10/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9, Ryan Pettinella 7/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/8 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 5/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 3/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 2.Stjarnan: Keith Cothran 22/6 fráköst, Renato Lindmets 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 11, Justin Shouse 11/4 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 9/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 5, Dagur Kár Jónsson 2. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson Áhorfendur: 573 Þorleifur: Vinnum ef við spilum okkar leikÞorleifur Ólafsson átti frábæran leik hjá Grindvíkingum. Lalli skoraði 16 stig og nýtti skot sín afar vel. „Við misstum einbeitingu í hvert einasta skipti sem við náðum tíu stiga forystu og þeir komu tilbaka. Stjarnan er með hörkulið og ef við slökum á koma þeir tilbaka eins og þeir gerðu. Í hvert einasta skipti," sagði Þorleifur hógvær á eigin frammistöðu. Hann hafi kannski skorað næstflest stig í kvöld en það væri ólíklegt að það yrði eins í næsta leik. Breiddin væri það mikil að stigin kæmu úr öllum áttum og dreifðust vel á mannskapinn. „Við hugsum þetta þannig að ef við spilum okkar leik vinnum við klárlega. Ef við gerum það ekki eru þeir til alls líklegir. Við hugsum um okkur og okkar leik. Ef við spilum okkar leik hef ég fulla trú á að við klárum þetta," sagði Þorleifur sannfærður um getumun liðanna á eðlilegum degi. Teitur: Okkar bestu skotmenn klikkuðu á opnum skotumTeitur Örlygsson viðurkenndi að erfitt hefði verið að elta allan tímann í annars jöfnum leik. „Þetta var jafnt og flatt út allan leikinn. Við náðum aldrei alvöru áhlaupi á þá og það var eingöngu okkur að kenna. Við köstuðum boltanum ítrekað frá okkur og okkar bestu skotmenn fá opin skot endurtekið en þau bara duttu ekki í dag," sagði Teitur sem gaf sér góðan tíma með leikmönnum sínum inni í klefa strax að loknum leik. „Ég sagði við strákana eftir leikinn að það eina góða við tapið, eins leiðinlegt og það hljómar, er að við getum gert svo mikið betur. Við þurfum að taka okkur saman í andlitinu og gera það á föstudaginn. Við eigum alveg að geta sigrað Grindavík og það stendur til á föstudaginn," sagði Teitur. Um slæma nýtingu Jovan Zdravevski sagði Teitur: „Við erum að fara að spila á körfurnar sem Jovan æfir á á föstudaginn. Vonandi hittir hann betur þá," sagði Teitur og brosti í kampinn. Helgi Jónas: Ströggl á æfingum framan af í fríinuHelgi Jónas Guðfinnsson var hæstánægður með sigurinn en telur sitt lið geta bætt sig, sérstaklega sóknarlega. „Ég er sáttur við varnarleikinn og fráköstin en við þurfum að skoða sóknarleikinn hjá okkur. Hvernig þeir brugðust við ýmsum atriðum sem við ætluðum að nýta okkur í kvöld en gekk ekki," sagði Helgi Jónas. Grindvíkingar fengu níu daga frí frá því liðið sló út Njarðvík í 8-liða úrslitum. Helgi segir að erfitt hafi verið að viðhalda markvissum æfingum allan þennan tíma. „Þetta var svolítið ströggl. Ég tala ekki um þann tíma sem við vissum ekki hver andstæðingurinn yrði. Við reyndum að halda einbeitingu og vinna í okkar málum. Við þurfum að bæta okkar leik ef við ætlum í úrslit," sagði Helgi Jónas. Textalýsing úr Röstinni í kvöldLeik lokið Grindvíkingar bættu við tveimur stigum og unnu 83-74.4. leikhluti Mínúta eftir. 81-74 fyrir Grindavík. Teitur tekur leikhlé. Stjarnan þarf nánast kraftaverk en körfubolti er þannig íþrótt að auðveldara er að gera ótrúlega hluti á skömmum tíma. Búinn að sjá alltof marga leiki í gegnum tíðina til að afskrifa gestina. Þeir eru með boltann, Jovan og Cothran eru heitir. Sjáum til hvað gerist4. leikhluti Þvílík sókn. Menn reyndu aftur og aftur og aftur að ná frákastinu. Loksins fékk Jovan boltann, sendi á Lindmets sem tróð með tilþrifum. Hinumegin hirðir Watson, minnsti maður vallarins, sóknarfrákast og skorar. 76-70.4. leikhluti Jovan búinn að skjóta gestina inn í leikinn. Þriðji þristurinn. 74-68 þegar ruðningur er dæmdur á Cothran.4. leikhluti Cothran skorar og fær villu að auki. Helgi Jónas tekur leikhlé en Cothran getur minnkað muninn í sjö stig setji hann vítið ofan í. Ekki kominn tími á að afskrifa gestina ennþá.4. leikhluti Jovan er mættur og setur annan þrist. Munurinn þó enn tíu stig. Watson og Shouse nota orðbragð við hvorn annan sem mömmur þeirra væru ekki stoltar af. 72-624. leikhluti Garðbæingar hirtu frákast en Lindmets kastaði boltanum í Marvin sem var lagður af stað upp völlinn. Bullock skoraði í andlitið á þeim. 8-3 byrjunar á leikhlutanum hjá heimamönnum sem líta mun betur út. Teitur er skynsamur og tekur leikhlé um leið. 70-59 þegar sjö mínútur eru eftir.4. leikhluti Grindvíkingar komast tíu stigum yfir en þá loooooksins setur Jovan niður þrist. 66-59.3. leikhluta lokið Staðan 62-56. Ólafur Ólafs varði skot frá Justin Shouse sem fékk sér sæti og hvíldi síðustu mínútuna. Dagur Kar kom inn á og setti tvö vítaskot ofan í. Grindvíkingar halda sínu sígilda örforskoti en Garðbæingar ekki langt undan. Þó ekki tekist að jafna síðan í stöðunni 3-3. Það getur allt gerst.3. leikhluti Grindvíkingar komnir sjö stigum yfir en Lindmets leggur hann ofan í og fær vítaskot. Teitur tekur leikhlé og vonandi fyrir Garðbæinga að það hafi sömu afleiðingar og í fyrri hálfleik. Staðan 57-52 og tvær og hálf eftir af leikhlutanum.3. leikhluti Það er að kvikna í Röstinni. Þorleifur setur sinn annan þrist á skömmum tíma og hinum megin grípur Cothran boltann í loftinu og leggur hann ofan í. Vítaskotið fer einnig sína leið. 51-48.3. leikhluti Sýning hjá Cothran. Óð í gegnum vörnina og tróð með tilþrifum. Þetta viljum við sjá. Jóhann Árni setur vítaskot hinumegin en Shouse svarar með þrist. 48-45.3. leikhluti Keith Cothran fer fyrir Stjörnunni. Tók núna varnarfrákast, fékk boltann í opnum þrist eftir leikkerfi og setti sína leið. Grindvíkingar samt betur stemmdir í upphafi og leið 47-40. Watson var rétt í þessu að skora en dæmdur ruðningur. Risadómur. Villa hefði verið sú fjórða á Justin og sett gestina í bullandi vandræði.Umræða í hálfleik Bæði lið hafa tapað boltanum 10 sinnum í fyrri hálfleiknum. Heimamenn með 18 fráköst gegn 16 gestanna en Garðbæingar hafa sótt í sig veðrið í þeirri deild eftir því sem á hálfleikinn leið. Grindvíkingar hafa verið óvenju kaldir fyrir utan þriggja stiga og aðeins sett 3/11.Umræða í hálfleik Það hefur fjarað undan frábærri þriggja stiga nýtingu gestanna sem hélt þeim inni í leiknum í fyrsta leikhluta. Þá höfðu þeir skorað 4/7 en síðan hafa þeir reynt fimm sinnum án þess að skora. Jovan á fjórar af þessum misheppnuðu tilraunum og er ekki enn kominn á blað. Kappinn glímt við meiðsliHálfleikur Frábær vörn Stjörnumanna í lokin kom í veg fyrir að Grindvíkingar settu síðustu stig hálfleiksins. Staðan 38-35 og allt útlit fyrir háspennu síðari hálfleik. Bullock með 13 stig hjá heimamönnum en Cothran og Shouse með níu hvor hjá gestunum. Garðbæingar náðu heldur betur að rétta hlut sinn eftir leikhléið og skoruðu 9-5 síðustu þrjár og hálfa leikhlutans.2. leikhluti Allt annað að sjá Stjörnumenn eftir leikhléið. Bullock setti reyndar þrist inn á milli en Cothran hefur komið grimmur í varnarleikinn og veldur Watson vandkvæðum. 36-33 og mínúta eftir.2. leikhluti Teitur kemur þeim skilaboðum til leikmanna sinna að anda rólega í sókninni. Leita að þeim skotstöðum þar sem stigin hafa komið í vetur. Hann er þó ánægður með varnarleik sinna manna. Shouse byrjar á því að keyra inn að körfunni og skora. 33-28.2. leikhluti Heimamenn halda sjö stiga forskoti sínu, 33-26, þegar fjórar eru eftir af leikhlutanum. Bullock stigahæstur með átta stig en hefur líka verið duglegur að skjóta. Lindmets stigahæstur með sjö hjá gestunum. Stjörnumenn komnir í tíu tapaða bolta og Teitur tekur leikhlé.2. leikhluti Stúkan er pökkuð sem er gaman að sjá. Svo sem ekki mikið um hvatningarsöngva, jú viti menn. Í þeim töluðu hljómar „Stjarnan, Stjarnan" en það hættir þegar Þorleifur skorar og kemur heimamönnum í 29-22.1. leikhluta lokið Heimamenn leiða 25-18. Petinella tapaði frákasti klaufalega en bætti fyrir það þegar hann varði skot Cothran með tilþrifum. Ólafur Ólafs setti enn einn þristinn en Justin skoraði hinum megin. Bandaríski Íslendingurinn fékk hins vegar dæmda á sig tæknivillu fyrir að taka boltann og tefja eftir að hann skoraði. Bullock setti bæði vítin ofan í en Ólafur klikkaði á sniðskoti undir lokin. Hefði verið dýr villa á Justin sem er kominn með tvær.1. leikhluti Þriggja stiga sýning í gangi í augnablikinu. Renato Lindmets, Marvin og Páll Axel allir með tandurhreina þrista. Petinella leggur knöttinn fallega í körfuna eftir góða sókn. 20-14 fyrir heimamenn.1. leikhluti Það gengur ekkert hjá gestunum og heimamenn ganga á lagið. Í þeim töluðu setti Justin Shouse þrist og lagaði stöðuna. 15-8 þegar sjö mínútur eru búnar. Stjörnumenn að tapa boltanum klaufalega og Grindvíkingar hirða öll fráköst.1. leikhluti Heimamenn með sex stig í röð og komnir yfir 7-3. Stjarnan ekki skorað í þrjár mínútur. Fjórar mínútur búnar af leiknum.1. leikhluti Grindvíkingar hirða uppkastið og Sigurður Þorsteinsson sækir villu á Justin Shouse. Seinna vítið ofan í hjá Sigurði. 1-0. Nú þurfa Grindvíkinga bara að standa vörnina og tryggja sér 1-0 sigur. Ah, draumurinn úti. Keith setti þrist og Stjarnan leiðir 3-1.Byrjunarlið Grindavíkur Giordan Watson J'Nathan Bullock Þorleifur Ólafsson Jóhann Árni Ólafsson Sigurður ÞorsteinssonByrjunarlið Stjörnunnar Justin Shouse Keith Cothran Marvin Valdimarsson Renato Lindmets Fannar HelgasonFyrir leik Mínúta í leik og byrjunarliðin eru klár. Nú gerum við hógværa lágmarkskröfu um stórkostlega skemmtun.Fyrir leik Grindvíkingar hafa ekki spilað í níu daga eða síðan þeir lögðu Njarðvík í síðari leiknum í átta liða úrslitum.Fyrir leik Leikurinn í kvöld er 20. leikur Stjörnunnar í úrslitakeppni frá upphafi. Liðið hefur unnið 10 leiki en mátt sætta sig við tap í 9 leikjum.Fyrir leik Justin Shouse ber fyrirliðabandið í dag í stað Fannars. Það er reyndar ekkert eiginlegt band að bera líkt og í fótboltanum en ég hugsa að ábyrgðin fari ekkert með Shouse. Hann hefur verið í forystuhlutverki í Stjörnuliðinu í lengri tíma og þetta breytir ekki neinu. Jovan Zdravevski er varafyrirliði ef einhver var að spá í því.Fyrir leik Stjörnumenn hafa lokið klassískum vítahring og stökkva inn í klefa í smá pepp. Grindvíkingar eru að ljúka sínum vítahring og gera vafalítið slíkt hið sama þegar honum lýkur.Fyrir leik Grindvíkingar unnu 19 leiki og töpuðu þremur í deildarkeppninni. Tvö tapanna komu reyndar eftir að liðið tryggði sér efsta sætið og um leið deildarmeistaratitilinn. Stjörnumenn höfnuðu í fjórða sæti deildarkeppninnar. Liðið vann 14 leiki en tapaði átta. Liðið fékk heimaleikjaréttinn gegn Keflavík þar sem liðið var með betri árangur í innbyrðisleikjum liðanna en bæði lið höfðu 28 stig.Fyrir leik Gaman að sjá að Garðbæingar eru farnir að tínast í stúkuna. Grindvíkingar þó skiljanlega í meirihluta. Verður vonandi mikið líf á pöllunum í takt við tilþrifin inni á vellinum.Fyrir leik Grindvíkingar fóru þægilega í gegnum viðureign sína gegn Njarðvík í 8-liða úrslitum. Sömu sögu verður ekki sagt um Garðbæinga en olnbogaskot og læti þurfti til að tryggja sér sigur gegn Keflavík í mikilli rimmu. Reyndar flugu olnbogar í báðar áttir sem lauk með því að fyrirliðabandið var tekið af Fannari Helgasyni Stjörnumanni.Fyrir leik Gott kvöld góðir hálsar og velkomnir með mér til Grindavíkur. Framundan er vonandi spennandi og stórskemmtilegur fyrsti leikur í einvígi deildarmeistara Grindavíkur og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik.
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira