Körfubolti

Fannar Freyr í tveggja leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld.

Keflavík sendi í gær inn kæru til KKÍ vegna atviks sem kom upp í leik liðsins gegn Stjörnunni í oddaviðureign liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppninnar.

Segir í niðurstöðunni að dómarar leiksins hafi ekki séð atvikið og af þeim sökum sé nefndinni heimilt að styðjast við myndbandsupptökur af atvikinu.

„Eins og fram hefur komið hefur nefndin skoðað myndband af atvikinu þar sem ekki verður betur séð en að hinn kærði hafi í tvígang rekið olnboga vinstri handar þéttingsfast í Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur, þar sem leikmennirnir lágu í gólfinu eftir baráttu um boltann," segir í dómnum sem má lesa í heild sinni hér.

Fannar Freyr missir því af leiknum í kvöld sem og þriðja leiknum í undanúrslitaeinvíginu gegn Grindavík, sem fer fram suður með sjó á mánudagskvöldið.


Tengdar fréttir

Fyrirliðabandið tekið af Fannari

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að Fannar Helgason verði ekki fyrirliði liðsins í ótilgreindan tíma vegna atviks sem átti sér stað í leik gegn Keflavík á dögunum.

Keflvíkingar senda inn kæru vegna Fannars

Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×