Fótbolti

Guardiola: Ein mistök gætu kostað okkur deildina eða Meistaradeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Josep Guardiola.
Josep Guardiola. Mynd/Nordic Photos/Getty
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að hans menn megi ekki gera nein mistök ætli þeir sér að endurtaka leikinn frá 2009 þegar Barcelona vann þrefalt. Barcelona er búið að minnka forskot Real Madrid í fjögur stig á toppi spænsku deildarinnar, mætir Chelsea í undanúrslit Meistaradeildarinnar og mætir Athletic Bilbao í bikarúrslitaleiknum.

„Getum við unnið spænsku deildina. Þið þekkið mína afstöðu. Við reynum bara að vera með í baráttunni eins lengi og við getum. Ein mistök gætu samt kostað okkur spænsku deildin eða Meistaradeildina," sagði Pep Guardiola sem hefur unnið 13 af 16 titlum í boði sem þjálfari Barcelona.

Barcelona mætir Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku en áður en að þeim leik kemur mætir liðið Levante í spænsku deildinni

„Við megum ekki fara að hugsa um Chelsea-leikinn alveg strax. Eina leiðin til að ná árangri er að hugsa um einn leik í einu," sagði Pep Guardiola. Barcelona-liðið hefur unnið tíu leiki í röð og hefur á sama tíma minnkað forskot Real um sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×