Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þorl. 86-100 | Þór leiðir einvígið 2-1 Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 15. apríl 2012 18:30 Þór frá Þorlákshöfn er komið í algjöra lykilstöðu í einvíginu við KR í undanúrslitum Iceland-Express deild karla en liðið bar sigur úr býtum, 100-86, í þriðja leik liðana sem fram fór í DHL-höllinni í kvöld. Staðan er því 2-1 fyrir Þór í einvíginu og þeim vantar aðeins einn sigur til að komast í úrslit. Þórsarar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Það var mikill kraftur í báðum lið til að byrja með og menn börðust mikið alveg frá fyrstu mínútu. Þórsarar komust vel í takt við leikinn í fyrsta leikhlutanum og voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna. KR-ingar voru samt aldrei langt frá og var staðan 25-13 fyrir Þór eftir fyrst leikhlutann. Þórsarar byrjuðu annan leikhluta frábærlega og það fór allt ofan í. Fljótlega var munurinn orðin 17 stig, 42-25 og KR í miklum vandræðum. Darrel Govens var frábær fyrir Þórsara en hann garði 13 stig í fyrri hálfleik og tók mörg mikilvæg fráköst sem héldu sóknarleiknum lifandi. Rétt undir lok hálfleiksins komu KR-ingar til baka og náðu að minnka muninn niður í tíu stig 50-40. Þórsarar héldu áfram sínu striki í þriðja leikhlutanum og Darrel Govens hélt áfram að fara á kostum. KR-ingar réðu akkúrat ekkert við hann og hann fékk að leika lausum hala útum allan völlinn. KR-ingar virkuðu ósannfærandi og lítil liðsheild einkenndi leik þeirra. Staðan var 80-66 fyrir Þór fyrir fjórða leikhlutann og það varð mikið að breytast svo ekki myndi fara illa fyrir KR. Það var bara eitt lið á vellinum í fjórða leikhlutanum og greinilegt alveg frá byrjun hvert sigurinn myndi fara. Þórsarar eru greinilega bara með lið til að fara alla leið í þessu Íslandsmóti. Það var í raun formsatriði að ganga frá þessum leik í fjórða leikhlutanum og sást strax í hvað stefndi. Leiknum lauk með sigri Þórs 100-86. Næsti leikur fer fram í Þorlákshöfn á miðvikudagskvöld og þá geta Þórsarar komist í úrslitaeinvígið. Hér að neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis frá leiknum.Darri: Mér líður vel í þessu húsi „Þetta leit vel út í kvöld hjá okkur," sagði Darri Hilmarsson, leikmaður Þór Þorlákshafnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við tókum forystuna strax í byrjun og gáfum hana aldrei frá okkur. Við erum bara að ná vel saman núna og menn eru að koma upp á réttum tíma". „Sóknarleikur okkar er að smella saman núna eins og sést á stigatöflunni, við höfum ekki skorað svona mikið í allan vetur. Þetta er samt sem áður ekki búið við eigum enn eftir að vinna einn leik." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Darri hér að ofan.Hrafn: Við erum bara ekki að svara þeirra leik „Það er alltaf hægt að snúa svona einvígum sér í hag en það sem við þurfum að hafa áhyggjur af er að við erum búnir að vera lélegri aðilinn í þessu einvígi," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Þeir hafa hreinlega skorað okkur á hólm og við erum ekki búnir að svara þeirri áskorun. Þetta er samt sem áður ekki búið og við neitum að gefast upp." „Við erum að láta þá ýta okkur útúr stöðum og ráðum bara ekki við varnarleik þeirra. Einnig verðum við að skoða okkar eigin varnarleik, hann hefur ekki verið góður allt þetta einvígi." „Það bendir margt til þess að mínum leikmönnum liði ekki vel inná vellinum og taka þ.a.l oft á tíðum rangar ákvarðanir, þetta er hlutur sem við verðum að skoða."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hrafn með því að ýta hér.Benedikt: Þetta er bara hálfklárað verk „Virkilega flottur sigur en verkefnið er bara rétt hálfnað," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þ., eftir sigurinn í kvöld. „Við náðum bara undirtökunum snemma og komust 17 stigum yfir í fyrri hálfleiknum og þá vorum við komnir í góða stöðu." „Mér fannst við aldrei missa tök á þessum leik og vorum alltaf að spila okkar leik, þó það komi smá kafli í síðari hálfleiknum sem KR-ingar komast inn í leikinn þá höfðum við bara trú á okkar leikkerfi og héldum því til streitu." „Það væri fáránlegt að halda að þetta einvígi sé búið. Við verðum að vinna einn leik í viðbót og það er langt frá því að vera komið."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Benedikt með því að ýta hér.KR: Joshua Brown 34/5 fráköst, Dejan Sencanski 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 11/4 fráköst, Finnur Atli Magnusson 11/14 fráköst/4 varin skot, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Martin Hermannsson 5, Emil Þór Jóhannsson 4, Robert Lavon Ferguson 2/4 fráköst, Kristófer Acox 0, Páll Fannar Helgason 0, Skarphéðinn Freyr Ingason 0, Ágúst Angantýsson 0.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 29/13 fráköst/9 stoðsendingar, Blagoj Janev 18, Guðmundur Jónsson 16, Darri Hilmarsson 14/9 fráköst, Joseph Henley 12/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Grétar Ingi Erlendsson 4, Þorsteinn Már Ragnarsson 1, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0, Emil Karel Einarsson 0.Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Einar Þór SkarphéðinssonTextalýsing:Leik lokið: Þórsarar unnu þennan leik sannfærandi, 100-86, og eru komnir í 2-1 í einvígi liðanna.40.mín: Áhorfendur á bandi KR-inga eru að fara úr húsinu því Þór er bara að niðurlægja þá á þeirra eigin heimavelli. Staðan er 95-82 og 45 sekúndur eftir af leiknum.38.mín: Það hefur ekkert breyst og Þór er bara að sigla þessum sigri í land. Næsti leikur verður því upp á líf og dauða fyrir KR-inga.35.mín:Þórsarar eru bara að klára þetta. Þeir eru fimmtán stigum yfir og KR-ingar líta bara skelfilega út. Það þarf kraftaverk. Staðan er 89-7432.mín: Það er kannski að verða leikur hér en munurinn er orðin tíu stig, 82-72. Nú sjáum við úr hverju KR-ingar eru gerðir.30.mín: Þórsarar eru bara að ganga frá KR-ingum núna og það er mikið til Darrel Govens að þakka, hann er að eiga magnaðan leik og KR ræður bara ekkert við hann. Staðan er 80-66 eftir þrjá leikhluta.27.mín: Darrel Govens, leikmaður Þórs, er komin með 19 stig, 10 fráköst og fimm stoðsendingar. Fullt eftir af þessum leik. Frábær leikur hjá Govens. Staðan er 66-50 fyrir Þór Þ. og þetta lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir KR-inga.24.mín: Þór ætlar greinilega ekkert að hleypa KR aftur inn í leikinn og byrja síðari hálfleikinn vel. 59-48. Þakið er að rifna af húsinu núna og brjáluð læti. Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi leikmaður KR, er komin í stöðu vallarþuls og reynir að peppa liðið upp.21.mín: Leikurinn er komin af stað á ný. KR gera fyrstu tvö stigin í síðari hálfleiknum og munurinn er nú átta stig 50-42. KR vinnur síðan boltannHálfleikur: Staðan er 50-40 fyrir Þór í hálfleik. Joshua Brown setti niður flauti körfu lengst utan af velli þegar flautan gall og KR fóru inn í klefa með mikla stemmningu með sér. Þetta verður fróðlegur síðari hálfleikur.17.mín: Munurinn er orðin 17 stig, 42-25. Darrel Govens er eins og vanalega magnaður í liði Þórs, komin með 11 stig og heil fjögur sóknarfráköst.15.mín: Darri Hilmarsson er að eiga stórleik en hann hefur tekið hvert frákastið á fætur öðru og sérstaklega mikil barátta í drengnum. Þór er einfaldlega að spila mikið mun betur núna. 35-21 fyrir þá grænu frá Þorlákshöfn.12.mín: Munurinn komin í 12 stig, 29-17 og KR-ingar virðast vera í vandræðum.10.mín: Þór náðu örlitlu áhlaupi undir lok leikhlutans og juku forskot sitt í átta stig, 23-15.9.mín: Staðan er 20-15 fyrir Þóro og bæði lið spila ágætlega.5.mín: Þórsarar eru frábærir hér til að byrja með. Staðan er 13-4 fyrir gestina og Hrafn tekur leikhlé fyrir KR:3.mín: Tveir þristar í röð hjá Þór staðan orðin 8-2 fyrir gestina.2.mín: 2-2 hér í byrjun. Það sést strax að þetta verður gríðarlega harður leikur.Fyrir leik: Húsið er orðið fullt, enn streymir fólk að, þetta verður eitthvaðFyrir leik: Tveimur Þórsurum líður eflaust nokkuð vel hér í DHL-höllinni en Darri Hilmarsson lék með KR í mörg ár og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, gerði KR að Íslandsmeisturum árið 2009. Það má segja að þeir séu á heimavelli.Fyrir leik: Þegar liðin mættust hér í DHL-höllinni í fyrsta leik einvígisins var um gríðarlega jafnan leik að ræða en úrslitin réðust á loka sekúndunum með flautukörfu. Aftur á móti í síðasta leik á Þorlákshöfn rústuðu Þórsarar KR-ingum og unnu virkilega öruggan sigur. Það er spurning hvernig KR nær að svara því í kvöld.Fyrir leik:Húsið er að fyllast og það er enn 30 mínútur í leik. Það má búast við svakalegri stemmningu hér í kvöld, enda mikið undir.Fyrir leik: Verið velkomin til leiks. Framundan er þriðji leikur KR og Þór Þorlákshafnar í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla. Dominos-deild karla Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Þór frá Þorlákshöfn er komið í algjöra lykilstöðu í einvíginu við KR í undanúrslitum Iceland-Express deild karla en liðið bar sigur úr býtum, 100-86, í þriðja leik liðana sem fram fór í DHL-höllinni í kvöld. Staðan er því 2-1 fyrir Þór í einvíginu og þeim vantar aðeins einn sigur til að komast í úrslit. Þórsarar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Það var mikill kraftur í báðum lið til að byrja með og menn börðust mikið alveg frá fyrstu mínútu. Þórsarar komust vel í takt við leikinn í fyrsta leikhlutanum og voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna. KR-ingar voru samt aldrei langt frá og var staðan 25-13 fyrir Þór eftir fyrst leikhlutann. Þórsarar byrjuðu annan leikhluta frábærlega og það fór allt ofan í. Fljótlega var munurinn orðin 17 stig, 42-25 og KR í miklum vandræðum. Darrel Govens var frábær fyrir Þórsara en hann garði 13 stig í fyrri hálfleik og tók mörg mikilvæg fráköst sem héldu sóknarleiknum lifandi. Rétt undir lok hálfleiksins komu KR-ingar til baka og náðu að minnka muninn niður í tíu stig 50-40. Þórsarar héldu áfram sínu striki í þriðja leikhlutanum og Darrel Govens hélt áfram að fara á kostum. KR-ingar réðu akkúrat ekkert við hann og hann fékk að leika lausum hala útum allan völlinn. KR-ingar virkuðu ósannfærandi og lítil liðsheild einkenndi leik þeirra. Staðan var 80-66 fyrir Þór fyrir fjórða leikhlutann og það varð mikið að breytast svo ekki myndi fara illa fyrir KR. Það var bara eitt lið á vellinum í fjórða leikhlutanum og greinilegt alveg frá byrjun hvert sigurinn myndi fara. Þórsarar eru greinilega bara með lið til að fara alla leið í þessu Íslandsmóti. Það var í raun formsatriði að ganga frá þessum leik í fjórða leikhlutanum og sást strax í hvað stefndi. Leiknum lauk með sigri Þórs 100-86. Næsti leikur fer fram í Þorlákshöfn á miðvikudagskvöld og þá geta Þórsarar komist í úrslitaeinvígið. Hér að neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis frá leiknum.Darri: Mér líður vel í þessu húsi „Þetta leit vel út í kvöld hjá okkur," sagði Darri Hilmarsson, leikmaður Þór Þorlákshafnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við tókum forystuna strax í byrjun og gáfum hana aldrei frá okkur. Við erum bara að ná vel saman núna og menn eru að koma upp á réttum tíma". „Sóknarleikur okkar er að smella saman núna eins og sést á stigatöflunni, við höfum ekki skorað svona mikið í allan vetur. Þetta er samt sem áður ekki búið við eigum enn eftir að vinna einn leik." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Darri hér að ofan.Hrafn: Við erum bara ekki að svara þeirra leik „Það er alltaf hægt að snúa svona einvígum sér í hag en það sem við þurfum að hafa áhyggjur af er að við erum búnir að vera lélegri aðilinn í þessu einvígi," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Þeir hafa hreinlega skorað okkur á hólm og við erum ekki búnir að svara þeirri áskorun. Þetta er samt sem áður ekki búið og við neitum að gefast upp." „Við erum að láta þá ýta okkur útúr stöðum og ráðum bara ekki við varnarleik þeirra. Einnig verðum við að skoða okkar eigin varnarleik, hann hefur ekki verið góður allt þetta einvígi." „Það bendir margt til þess að mínum leikmönnum liði ekki vel inná vellinum og taka þ.a.l oft á tíðum rangar ákvarðanir, þetta er hlutur sem við verðum að skoða."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hrafn með því að ýta hér.Benedikt: Þetta er bara hálfklárað verk „Virkilega flottur sigur en verkefnið er bara rétt hálfnað," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þ., eftir sigurinn í kvöld. „Við náðum bara undirtökunum snemma og komust 17 stigum yfir í fyrri hálfleiknum og þá vorum við komnir í góða stöðu." „Mér fannst við aldrei missa tök á þessum leik og vorum alltaf að spila okkar leik, þó það komi smá kafli í síðari hálfleiknum sem KR-ingar komast inn í leikinn þá höfðum við bara trú á okkar leikkerfi og héldum því til streitu." „Það væri fáránlegt að halda að þetta einvígi sé búið. Við verðum að vinna einn leik í viðbót og það er langt frá því að vera komið."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Benedikt með því að ýta hér.KR: Joshua Brown 34/5 fráköst, Dejan Sencanski 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 11/4 fráköst, Finnur Atli Magnusson 11/14 fráköst/4 varin skot, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Martin Hermannsson 5, Emil Þór Jóhannsson 4, Robert Lavon Ferguson 2/4 fráköst, Kristófer Acox 0, Páll Fannar Helgason 0, Skarphéðinn Freyr Ingason 0, Ágúst Angantýsson 0.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 29/13 fráköst/9 stoðsendingar, Blagoj Janev 18, Guðmundur Jónsson 16, Darri Hilmarsson 14/9 fráköst, Joseph Henley 12/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Grétar Ingi Erlendsson 4, Þorsteinn Már Ragnarsson 1, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0, Emil Karel Einarsson 0.Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Einar Þór SkarphéðinssonTextalýsing:Leik lokið: Þórsarar unnu þennan leik sannfærandi, 100-86, og eru komnir í 2-1 í einvígi liðanna.40.mín: Áhorfendur á bandi KR-inga eru að fara úr húsinu því Þór er bara að niðurlægja þá á þeirra eigin heimavelli. Staðan er 95-82 og 45 sekúndur eftir af leiknum.38.mín: Það hefur ekkert breyst og Þór er bara að sigla þessum sigri í land. Næsti leikur verður því upp á líf og dauða fyrir KR-inga.35.mín:Þórsarar eru bara að klára þetta. Þeir eru fimmtán stigum yfir og KR-ingar líta bara skelfilega út. Það þarf kraftaverk. Staðan er 89-7432.mín: Það er kannski að verða leikur hér en munurinn er orðin tíu stig, 82-72. Nú sjáum við úr hverju KR-ingar eru gerðir.30.mín: Þórsarar eru bara að ganga frá KR-ingum núna og það er mikið til Darrel Govens að þakka, hann er að eiga magnaðan leik og KR ræður bara ekkert við hann. Staðan er 80-66 eftir þrjá leikhluta.27.mín: Darrel Govens, leikmaður Þórs, er komin með 19 stig, 10 fráköst og fimm stoðsendingar. Fullt eftir af þessum leik. Frábær leikur hjá Govens. Staðan er 66-50 fyrir Þór Þ. og þetta lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir KR-inga.24.mín: Þór ætlar greinilega ekkert að hleypa KR aftur inn í leikinn og byrja síðari hálfleikinn vel. 59-48. Þakið er að rifna af húsinu núna og brjáluð læti. Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi leikmaður KR, er komin í stöðu vallarþuls og reynir að peppa liðið upp.21.mín: Leikurinn er komin af stað á ný. KR gera fyrstu tvö stigin í síðari hálfleiknum og munurinn er nú átta stig 50-42. KR vinnur síðan boltannHálfleikur: Staðan er 50-40 fyrir Þór í hálfleik. Joshua Brown setti niður flauti körfu lengst utan af velli þegar flautan gall og KR fóru inn í klefa með mikla stemmningu með sér. Þetta verður fróðlegur síðari hálfleikur.17.mín: Munurinn er orðin 17 stig, 42-25. Darrel Govens er eins og vanalega magnaður í liði Þórs, komin með 11 stig og heil fjögur sóknarfráköst.15.mín: Darri Hilmarsson er að eiga stórleik en hann hefur tekið hvert frákastið á fætur öðru og sérstaklega mikil barátta í drengnum. Þór er einfaldlega að spila mikið mun betur núna. 35-21 fyrir þá grænu frá Þorlákshöfn.12.mín: Munurinn komin í 12 stig, 29-17 og KR-ingar virðast vera í vandræðum.10.mín: Þór náðu örlitlu áhlaupi undir lok leikhlutans og juku forskot sitt í átta stig, 23-15.9.mín: Staðan er 20-15 fyrir Þóro og bæði lið spila ágætlega.5.mín: Þórsarar eru frábærir hér til að byrja með. Staðan er 13-4 fyrir gestina og Hrafn tekur leikhlé fyrir KR:3.mín: Tveir þristar í röð hjá Þór staðan orðin 8-2 fyrir gestina.2.mín: 2-2 hér í byrjun. Það sést strax að þetta verður gríðarlega harður leikur.Fyrir leik: Húsið er orðið fullt, enn streymir fólk að, þetta verður eitthvaðFyrir leik: Tveimur Þórsurum líður eflaust nokkuð vel hér í DHL-höllinni en Darri Hilmarsson lék með KR í mörg ár og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, gerði KR að Íslandsmeisturum árið 2009. Það má segja að þeir séu á heimavelli.Fyrir leik: Þegar liðin mættust hér í DHL-höllinni í fyrsta leik einvígisins var um gríðarlega jafnan leik að ræða en úrslitin réðust á loka sekúndunum með flautukörfu. Aftur á móti í síðasta leik á Þorlákshöfn rústuðu Þórsarar KR-ingum og unnu virkilega öruggan sigur. Það er spurning hvernig KR nær að svara því í kvöld.Fyrir leik:Húsið er að fyllast og það er enn 30 mínútur í leik. Það má búast við svakalegri stemmningu hér í kvöld, enda mikið undir.Fyrir leik: Verið velkomin til leiks. Framundan er þriðji leikur KR og Þór Þorlákshafnar í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla.
Dominos-deild karla Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira