Fótbolti

Bochum tryggði sér jafntefli í uppbótartíma

Eiríkur STefán Ásgeirsson skrifar
Hólmar, til hægri á myndinni, fagnar ásamt liðsfélögum sínum í leiknum í dag.
Hólmar, til hægri á myndinni, fagnar ásamt liðsfélögum sínum í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar þegar að lið hans, Bochum, gerði 2-2 jafntefli við 1860 München í þýsku B-deildnini í dag.

Þetta var þriðji leikur Hólmars Arnar í byrjunarliðinu í röð en Bochum hefur reyndar ekki unnið deildarleik síðan 18. febrúar. Liðið er í þrettánda sæti þýsku B-deildarinnar en 1860 í því sjötta.

Bochum komst yfir í leiknum í dag en fékk svo tvö mörk á sig í seinni hálfleik. Kevin Vogt reyndist þó hetja liðsins þegar hann jafnaði metin með marki á þriðju mínútu uppbótartímans.

Hólmar Örn hefur alls komið við sögu í átta leikjum á tímabilinu sem er hans fyrsta í Þýskalandi. Þetta var hans fjórði leikur í byrjunarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×