Umfjöllun og viðtöl: Haukar 24 - HK 30 | HK leiðir einvígið 1-0 Kristinn Páll Teitsson í DB Schenkerhalle skrifar 18. apríl 2012 12:55 Sterk varnarvinna skilaði HK sex marka sigri á deildarmeisturum Haukum í DB Schenker-höllinni í kvöld. Haukar voru sterkari framan af en gestirnir gáfust aldrei upp, unnu sig aftur inn í leikinn og tryggðu sér að lokum öruggan sigur, 24-30. Haukar eru ríkjandi deildar-, bikar- og deildarbikarmeistarar og stefna að því að vinna alla mögulega titla í annað skipti á þremur árum. HK tryggði hins vegar sæti sitt í úrslitakeppninni í lokaumferð deildarkeppninnar og vonast eflaust til að komast lengra heldur en síðastliðin tvö ár en í bæði skiptin hefur liðið verið slegið úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en fljótlega náðu heimamenn tökunum. Þeir náðu forystunni á sjöttu mínútu og héldu henni út hálfleikinn, þeir náðu hinsvegar aldrei að hrista gestina af sér og varð munurinn mest þrjú mörk í stöðunni 13-10. HK náði hins vegar að minnka muninn niður í tvö mörk og staðan í hálfleik 15-13, Haukum í vil. Það sama virtist upp á teningunum fyrstu mínútur seinni hálfleiksins. Heimamenn leiddu með 2-3 mörkum en náðu aldrei að hrista HK-inga algerlega af sér. Það átti eftir að reynast Haukum dýrkeypt því þegar vörn HK fór í gang tókst gestunum að komast yfir og sigla fram úr, hægt og bítandi. Undir lokin var farið að fjúka í leikmenn Hauka en gestirnir úr Kópavoginu héldu sínu strik og unnum að lokum sex marka sigur. Haukar voru lengi vel með leikinn í hendi sér en stigu aldrei skrefið til fulls. Það gæti það reynst þeim dýrt. Með sigrinum í kvöld tóku HK-ingar heimavallarréttinn af Haukum og dugir þeim nú að vinna báða heimaleikina sína til að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum. Þrjá leiki þarf til að komast þangað. Tjörvi Þorgeirsson átti góðann leik fyrir Hauka og skoraði níu mörk en í liði HK var Bjarki Már Elísson atkvæðamestur með sjö. Erlingur: Við erum að keppa við sterkasta lið landsins„Þessi leikur er búinn og núna er það bara næsti, við munum gera allt til að sigra og það yrði auðvitað frábært að gera það í Digranesinu," sagði Erlingur Birgir Richardsson, annar þjálfara HK eftir leikinn. „Við erum samt sem áður að fara að keppa við eitt sterkasta lið landsins, með sterkustu markmennina, með svakalega sprækann miðjumann, framtíðar landsliðsmann á línunni í bland við reynslubolta eins og Gylfa Gylfason." Haukar leiddu lengst af en HK var aldrei langt undan og var Erlingur ánægður hvernig liðið sitt tókst á við verkefnið. „Þeir náðu forskotinu á fyrstu tíu mínúturnar og leiddu hálfann leikinn en svo snýst dæmið við í seinni hálfleik. Bjössi var frábær í markinu og varði fjöldann allra bolta sem var mjög mikilvægt. Vörn og markvarsla vinna oft svona spennu leiki." „Íslandsmótið er ennþá í gangi og við ætlum okkur að gera allt mögulegt til að reyna að halda áfram þátttöku okkar," sagði Erlingur. Aron: Þurfum að vakna„HK komu sterkir inn í seinni hálfleik, Bjössi var að verja vel í markinu. Við komum okkur í góð færi en hann virtist annaðhvort verja allt eða það fór í stöngina sem leyfði þeim að ganga á lagið og þeir unnu sanngjarnan sigur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „HK eru með frábært lið, margir voru að bendla þá við Íslandsmeistaratitilinn fyrir mót og þótt við höfum unnið alla leikina á tímabilinu hingað til þýðir það ekkert núna. Þeir eru með frábært lið en okkur hefur gengið vel í svona leikjum í vetur, við höfum sýnt stöðugleika sem var ekki til staðar í kvöld." „Strákarnir þurfa að fara að vakna og fatta að úrslitakeppnin er byrjuð, ef maður er ekki klár þar þá verður þetta stutt mót." HK kláruðu leikinn undir lokin eftir að Haukar höfðu leitt framan af. „Við hefðum getað klárað þetta en við klúðruðum því. Við fengum nokkur færi til að refsa þeim og komast þremur mörkum yfir en við klúðrum því og fáum mark í bakið í staðin." HK leiðir undanúrslitaeinvígið 1-0 eftir þessa rimmu. „Við höfum unnið í allan vetur fyrir heimaleikjaréttnum og auðvitað er svekkjandi að missa hann strax í fyrsta leik. Þetta er hinsvegar ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist hjá okkur og við þurfum einfaldlega að átta okkur á því að úrslitakeppnin sé byrjuð," sagði Aron. Bjarki: Kominn tími á HK í úrslitin„Þetta var frábært, við ætluðum okkur að klára þennan leik. Ég sagði við strákana í hálfleik að ef markvarslan myndi koma í seinni þá myndum við klára það og Bjössi var frábær í seinni," sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður HK eftir leikinn. „Við fengum á okkur mjög fá mörk í seinni og það skapaði þennan sigur, þetta var frábært. Það lak einhverneginn allt inn hjá þeim í fyrra en Bjössi gjörsamlega lokaði í seinni og eftir það var þetta aldrei spurning." Með sigrinum náðu HK forystunni 1-0 í undanúrslitaeinvíginu. „Leikurinn á föstudaginn er það sem skiptir máli núna, við vitum að ef við töpum honum þýðir þetta ekki neitt. Við ætlum okkur að klára heimaleikina og ef við klárum þá tvo erum við komnir áfram." „Við tökum margt gott úr þessum leik, sérstaklega varnarvinnuna inn í leikinn á föstudaginn. Við höfum dottið tvisvar í röð út á þessu stigi þannig það er algjörlega kominn tími á það að HK komist í úrslit," sagði Bjarki. Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Sterk varnarvinna skilaði HK sex marka sigri á deildarmeisturum Haukum í DB Schenker-höllinni í kvöld. Haukar voru sterkari framan af en gestirnir gáfust aldrei upp, unnu sig aftur inn í leikinn og tryggðu sér að lokum öruggan sigur, 24-30. Haukar eru ríkjandi deildar-, bikar- og deildarbikarmeistarar og stefna að því að vinna alla mögulega titla í annað skipti á þremur árum. HK tryggði hins vegar sæti sitt í úrslitakeppninni í lokaumferð deildarkeppninnar og vonast eflaust til að komast lengra heldur en síðastliðin tvö ár en í bæði skiptin hefur liðið verið slegið úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en fljótlega náðu heimamenn tökunum. Þeir náðu forystunni á sjöttu mínútu og héldu henni út hálfleikinn, þeir náðu hinsvegar aldrei að hrista gestina af sér og varð munurinn mest þrjú mörk í stöðunni 13-10. HK náði hins vegar að minnka muninn niður í tvö mörk og staðan í hálfleik 15-13, Haukum í vil. Það sama virtist upp á teningunum fyrstu mínútur seinni hálfleiksins. Heimamenn leiddu með 2-3 mörkum en náðu aldrei að hrista HK-inga algerlega af sér. Það átti eftir að reynast Haukum dýrkeypt því þegar vörn HK fór í gang tókst gestunum að komast yfir og sigla fram úr, hægt og bítandi. Undir lokin var farið að fjúka í leikmenn Hauka en gestirnir úr Kópavoginu héldu sínu strik og unnum að lokum sex marka sigur. Haukar voru lengi vel með leikinn í hendi sér en stigu aldrei skrefið til fulls. Það gæti það reynst þeim dýrt. Með sigrinum í kvöld tóku HK-ingar heimavallarréttinn af Haukum og dugir þeim nú að vinna báða heimaleikina sína til að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum. Þrjá leiki þarf til að komast þangað. Tjörvi Þorgeirsson átti góðann leik fyrir Hauka og skoraði níu mörk en í liði HK var Bjarki Már Elísson atkvæðamestur með sjö. Erlingur: Við erum að keppa við sterkasta lið landsins„Þessi leikur er búinn og núna er það bara næsti, við munum gera allt til að sigra og það yrði auðvitað frábært að gera það í Digranesinu," sagði Erlingur Birgir Richardsson, annar þjálfara HK eftir leikinn. „Við erum samt sem áður að fara að keppa við eitt sterkasta lið landsins, með sterkustu markmennina, með svakalega sprækann miðjumann, framtíðar landsliðsmann á línunni í bland við reynslubolta eins og Gylfa Gylfason." Haukar leiddu lengst af en HK var aldrei langt undan og var Erlingur ánægður hvernig liðið sitt tókst á við verkefnið. „Þeir náðu forskotinu á fyrstu tíu mínúturnar og leiddu hálfann leikinn en svo snýst dæmið við í seinni hálfleik. Bjössi var frábær í markinu og varði fjöldann allra bolta sem var mjög mikilvægt. Vörn og markvarsla vinna oft svona spennu leiki." „Íslandsmótið er ennþá í gangi og við ætlum okkur að gera allt mögulegt til að reyna að halda áfram þátttöku okkar," sagði Erlingur. Aron: Þurfum að vakna„HK komu sterkir inn í seinni hálfleik, Bjössi var að verja vel í markinu. Við komum okkur í góð færi en hann virtist annaðhvort verja allt eða það fór í stöngina sem leyfði þeim að ganga á lagið og þeir unnu sanngjarnan sigur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „HK eru með frábært lið, margir voru að bendla þá við Íslandsmeistaratitilinn fyrir mót og þótt við höfum unnið alla leikina á tímabilinu hingað til þýðir það ekkert núna. Þeir eru með frábært lið en okkur hefur gengið vel í svona leikjum í vetur, við höfum sýnt stöðugleika sem var ekki til staðar í kvöld." „Strákarnir þurfa að fara að vakna og fatta að úrslitakeppnin er byrjuð, ef maður er ekki klár þar þá verður þetta stutt mót." HK kláruðu leikinn undir lokin eftir að Haukar höfðu leitt framan af. „Við hefðum getað klárað þetta en við klúðruðum því. Við fengum nokkur færi til að refsa þeim og komast þremur mörkum yfir en við klúðrum því og fáum mark í bakið í staðin." HK leiðir undanúrslitaeinvígið 1-0 eftir þessa rimmu. „Við höfum unnið í allan vetur fyrir heimaleikjaréttnum og auðvitað er svekkjandi að missa hann strax í fyrsta leik. Þetta er hinsvegar ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist hjá okkur og við þurfum einfaldlega að átta okkur á því að úrslitakeppnin sé byrjuð," sagði Aron. Bjarki: Kominn tími á HK í úrslitin„Þetta var frábært, við ætluðum okkur að klára þennan leik. Ég sagði við strákana í hálfleik að ef markvarslan myndi koma í seinni þá myndum við klára það og Bjössi var frábær í seinni," sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður HK eftir leikinn. „Við fengum á okkur mjög fá mörk í seinni og það skapaði þennan sigur, þetta var frábært. Það lak einhverneginn allt inn hjá þeim í fyrra en Bjössi gjörsamlega lokaði í seinni og eftir það var þetta aldrei spurning." Með sigrinum náðu HK forystunni 1-0 í undanúrslitaeinvíginu. „Leikurinn á föstudaginn er það sem skiptir máli núna, við vitum að ef við töpum honum þýðir þetta ekki neitt. Við ætlum okkur að klára heimaleikina og ef við klárum þá tvo erum við komnir áfram." „Við tökum margt gott úr þessum leik, sérstaklega varnarvinnuna inn í leikinn á föstudaginn. Við höfum dottið tvisvar í röð út á þessu stigi þannig það er algjörlega kominn tími á það að HK komist í úrslit," sagði Bjarki.
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira