Körfubolti

Óvíst um meiðsli Ólafs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur er hér borinn af velli í kvöld.
Ólafur er hér borinn af velli í kvöld. Mynd/HAG
Þessa stundina er Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, í meðhöndlun á sjúkrahúsi vegna þeirra ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Stjörnunni í kvöld.

Magnús Andri Hjaltason, formaður KKD Grindavíkur, sagði í samtali við Vísi að hann hafi ekki fengið aðrar fregnir en þær að Ólafur væri nú í röntgen-myndatöku á sjúkrahúsinu.

Óvíst er hvort að Ólafur hafi ökklabrotnað en af fyrstu viðbrögðum nærstaddra að dæma virtust meiðslin alvarleg, enda afmyndaðist fóturinn nokkuð þegar Ólafur féll í gólfið ásamt leikmanni Stjörnunnar.

Atvikið átti sér stað strax í fyrsta leikhluta en Grindavík vann leikinn, 79-77, eftir spennandi lokamínútur og tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitarimmunni gegn Þór frá Þorlákshöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×