Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 94-87 Elvar Geir Magnússon í Ásgarði skrifar 5. apríl 2012 18:30 Mynd / Stefán Stjarnan vann í kvöld sigur á Keflavík í mögnuðum oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express-deildarinnar. Leikurinn fór í framlengingu þar sem heimamenn kláruðu dæmið. Úrslitin 94-87. Stjarnan byrjaði framlenginguna mikið mun betur og það gerði útslagið. Mikill sálfræðihernaður og dramatík einkenndi aðdraganda leiksins og það gæti hafa spilað inn í það að taugaspenna var í báðum liðum í upphafi og mikið um mistök á báða bóga. Ekki kom til slagsmála eins og einhverjir hefðu spáð en það var þó allt við það að sjóða upp úr í öðrum leikhluta þegar olnbogi Fannars Freys Helgasonar fór í Val Orra Valsson en Fannar slapp með skrekkinn. Keflavík hafði fjögurra stiga forystu í hálfleiknum og átta stiga forskot fyrir síðasta fjórðunginn. Í lokin stigu lykilmenn Stjörnunnar heldur betur upp, margar glæsilegar körfur voru skoraðar og staðan 77-77 eftir venjulegan leiktíma. Hápunktur leiksins var þegar Justin Shouse tók klobba og smurði boltanum stórglæsilega ofan í. Í upphafi framlengingarinnar voru Stjörnumenn mikið mun öflugri og eftir það var þetta eltingaleikur fyrir Keflvíkinga. Stjarnan sigldi sigrinum í hús og farseðlinum í undanúrslit þar sem liðinu bíður það erfiða verkefni að mæta Grindavík.Teitur: Heitir það ekki Þorbjörn þarna í Grindavík? "Eftir hina tvo leikina og það sem á undan var gengið lá það í loftinu að þetta yrði háspennuleikur," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. "Þetta var frábær sjónvarpsleikur og frábært fyrir fólkið sem mætti. Ég gef Keflavík svakalegt kredit fyrir það hvernig þeir spiluðu gegn okkur. Við vorum í virkilegum erfiðleikum með þá. Mér finnst við vera með betra lið. Siggi (Sigurður Ingimundarson) er samt einn besti þjálfari landsins." "Við vorum að gera alla statistik betur en þeir þannig lagað en sem betur fer var þetta síðasta áhlaup okkar í þessum leik." Eftir annan leikinn kærði Stjarnan olnbogaskot Magnúsar Þórs Gunnarssonar en þeirri kæru var vísað frá. "Við vorum ósáttir með upphaflega dóminn í leiknum og svo við úrskurð aganefndar. Okkur fannst þetta alveg borðliggjandi, fólk sem var á leiknum og fólk sem hefur bara hænuvit á körfubolta var sammála. Við fengum þetta í andlitið. Engu að síður þegar þú veist að þú ert að breyta rétt og sannleikurinn er þín megin þá gerði þetta ekkert annað en að mótivera okkur meira." Næsta skref Stjörnunnar er að mæta Grindavík í undanúrslitum. Liðinu sem flestir telja það besta á landinu. "Þetta verður rosalegt fjall að klífa... heitir það ekki Þorbjörn þarna í Grindavík? Þeir hafa verið með besta liðið og við höfum nokkra daga til að undirbúa okkur fyrir það. Við erum ekki að fara að láta labba yfir okkur. Við spiluðum hörkuleik við þá fyrir stuttu þar sem við gerðum mistök í fjórða leikhluta og þeir kláruðu okkur." "Við þurfum að gera betur gegn Grindavík en við gerðum í þessum leik. Það var mjög mikil taugaspenna í mönnum í kvöld... kannski út af allri umræðunni." Stjarnan-Keflavík 94-87 (15-18, 22-23, 16-20, 24-16, 17-10) Stjarnan: Renato Lindmets 25/9 fráköst/4 varin skot, Justin Shouse 25/9 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 20/9 fráköst, Keith Cothran 10/8 fráköst/6 stolnir, Jovan Zdravevski 9, Fannar Freyr Helgason 3/10 fráköst, Guðjón Lárusson 2. Keflavík: Jarryd Cole 27/12 fráköst/5 varin skot, Charles Michael Parker 24/9 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 12/6 fráköst, Valur Orri Valsson 10, Halldór Örn Halldórsson 5, Arnar Freyr Jónsson 5/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 1. Hér fyrir neðan birtist textalýsing frá blaðamanni Vísis á vellinum. Stjarnan í undanúrslit! 94-87 endaði þetta: Þvílíkur leikur sem þetta var. Framlenging: 90-85. Stjarnan tekur leikhlé þegar 34 sekúndur eru eftir. Framlenging: Justin Shouse með mikilvæga körfu... frábær hreyfing hjá honum, klobbi og svo magnað skot 88-80... Stjarnan er að klára þetta! Framlenging: Stjarnan yfir 86-80.... mínúta eftir! Framlenging: Stjarnan byrjar framlenginguna vel, Renato tók varnarfrákast og skoraði svo sjálfur í sókninni í kjölfarið. Renato með 25 stig. Svo skoraði Marvin strax á eftir og Keith bætti við! 83-77 og Keflvíkingar taka leikhlé!! VENJULEGUM LEIKTÍMA LOKIÐ | Stjarnan - Keflavík 77-77: Við förum í framlengingu. Spennan heldur áfram... úfff... segi ekki annað. Þvílíkur leikur hér í Silfurskeiðinni í kvöld. 4. leikhluti: 77-77... Keflavík í sókn. 51,2 sekúndur eftir af leiktímanum. 4. leikhluti: 4:04 eftir af leiktímanum. 70-69 fyrir Stjörnuna. 4. leikhluti: 66-66. Þessi leikur hefur breyst í þriggja stiga sýningu! Valur Orri smellti einum gríðarfallegum þristi niður og þá sýndi Justin Shouse það hinumegin að hann er ekki minni maður. 4. leikhluti: Renato kominn með fjórðu villu sína líkt og Fannar. Enn 60-63. 4. leikhluti: 60-63. Jovan Zdravevski, tvífari Gunnlaugs Jónssonar, með glæsilegan þrist. 4. leikhluti: 57-63. Cole er sérlega góður körfuboltamaður. Kominn með 22 stig og níu fráköst. Fannar Freyr Helgason var að fá sína fjórðu villu. 3. leikhluti | Stjarnan - Keflavík 53-61: Átta stig sem heimamenn þurfa að vinna upp í síðasta fjórðungnum. 3. leikhluti: 50-59. Það verður að segjast eins og er að Keflvíkingar eru að fá ansi ódýrar körfur frá heimamönnum núna 3. leikhluti: Keflvíkingar eru á eldi þessar mínútur og eins og hendi sé veifað er forysta þeirra orðin 11 stig. 46-57. Teitur Örlygsson búinn að fá nóg af þessu rugli og tekur leikhlé. 3. leikhluti: Kæruleysi hjá Stjörnumönnum og Parker rændi af þeim boltanum, óð fram og tróð skemmtilega. 46-51. Cole með 20 stig, Parker 15. 3. leikhluti: Keflavík byrjar seinni hálfleik betur... 37-45. Átt stiga munur. Hálfleikur | Stjarnan - Keflavík 37-41: Marvin Valdimarsson sem hefur verið magnaður í þessu einvígi setti niður þrist og jafnaði 37-37. Svo fór Jarryd Cole á vítalínuna og hitti aðeins úr öðru skoti sínu. En lokaorð hálfleiksins átti Charles Parker með flautuþrist, Keflavík því með fjögurra stiga forystu. Renato með 12 stig fyrir Stjörnuna og Marvin 11. Cole með 12 fyrir Keflavík og Parker 13. 2. leikhluti: Fannar Freyr Helgason slapp með skrekkinn. Var með boltann í hægri og gaf tvívegis olnbogaskot með vinstri til Vals Orra Valssonar, mikill hiti í mönnum í kjölfarið. Fannar slapp við tæknivillu. 2. leikhluti: Arnar Freyr Jónsson er kominn með tvö stig fyrir Keflavík. Hann gat ekki tekið þátt í hinum tveimur leikjum þessa einvígis en er mættur aftur. Gleðitíðindi fyrir Keflavík. Staðan 24-26 núna. 2. leikhluti: Renato Lindmets að setja niður laglega troðslu fyrir Stjörnuna og minnka muninn í 21-24. Cole og Parker með sex stig hvor fyrir gestina. 1. leikhluti | Stjarnan - Keflavík 15-18: Stjörnumenn virtust ætla að fara inn í annan leikhluta með forystuna en frábærar lokasekúndur Keflavíkur gerðu að verkum að gestirnir leiða. Gunnar H. Stefánsson setti niður fallegan þrist í lok leikhlutans. 1. leikhluti: Magnús Gunnarsson er kominn á blað. Hann fór framhjá Marvini og setti boltann ofan í við mikla gleði meðal stuðningsmanna Keflavíkur. Staðan er 6-8 og Marvin með öll stig Stjörnunnar. Parker með fjögur fyrir Keflavík.1. leikhluti: Mörg mistök á báða bóga í upphafi leiksins. Staðan er 4-4. Marvin með fyrstu fjögur stig heimamanna.1. leikhluti: Fjörið er farið af stað. Parker með fyrstu körfu leiksins fyrir Keflavík.Fyrir leik: „Viiiið erum Stjörnumenn... viiið erum Stjörnumenn, við syngjum og dönsum og lyftum bikurum," ómar í Silfurskeiðinni. Ekki amalegt stuðningsmannalag þeirra Stjörnumanna. Fær samdóma góða dóma meðal blaðamanna.Fyrir leik: Liðin eru mætt út á völlinn og verið er að kynna þau til leiks. „Við erum ekkert að fórna okkar besta varnarmanni á Magga. Marvin er búinn að jarða'nn í vetur." sagði Teitur Örlygsson í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn.Fyrir leik: Það er farið að fjölga í hópi áhorfenda og stemningin er að aukast. Það eru einhverjir fjölmiðlamenn sem eru í tæknilegum vandræðum hér í blaðamannastúkunni en allt er í blóma hjá Vísi. Stundarfjórðungur í leik.Fyrir leik: Það hefur verið mikil dramatík í aðdraganda þessa leiks. Stjörnumenn kærðu olnbogaskot sem Magnús Þór Gunnarsson veitti Marvini Valdimarssyni. Ekkert varð þó úr því að Garðbæingar fengju Magnús dæmdan í bann. Magnús sagði í samtali við heimasíðu Keflavíkur að leik loknum að hann hefði nú tekist á við mun betri varnarmenn en Marvin. „Ég hef haft töluvert betri varnarmenn á mér en þennan Marvin. Ég aðlaga því bara minn leik að þessu og nú verða liðsfélagar mínir að setja skotin niður sem þeir fá loksins því núna er Magnús Þór loksins farinn að gefa boltann," sagði Magnús.Fyrir leik: Baldur Beck körfuboltasérfræðingur er mættur. Hann var búinn að spá því að Keflavík myndi vinna þetta einvígi og hann stendur við það. Hann segir þó að vissulega búi Stjarnan yfir öflugra vopnabúri og hafi fleiri sterka leikmenn.Fyrir leik: Stuðningsmenn Keflavíkur voru að mæta á svæðið í rútu á sama tíma og blaðamaður. Þeir voru flestir með góða skapið með sér í vökvaformi. Verið er að grilla hamborgara við innganginn og allt að gerast.Fyrir leik: Heil og sæl og velkomin í beina textalýsingu frá Silfurskeiðinni í Garðabæ. Framundan er oddaleikur Stjörnunnar og Keflavíkur. Það má reikna með miklum baráttuleik eins og þegar þessi lið áttust við á mánudaginn í Keflavík. Einhverjir hafa reyndar spáð því að við fáum hrein slagsmál í kvöld en bíðum og sjáum... Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Stjarnan vann í kvöld sigur á Keflavík í mögnuðum oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express-deildarinnar. Leikurinn fór í framlengingu þar sem heimamenn kláruðu dæmið. Úrslitin 94-87. Stjarnan byrjaði framlenginguna mikið mun betur og það gerði útslagið. Mikill sálfræðihernaður og dramatík einkenndi aðdraganda leiksins og það gæti hafa spilað inn í það að taugaspenna var í báðum liðum í upphafi og mikið um mistök á báða bóga. Ekki kom til slagsmála eins og einhverjir hefðu spáð en það var þó allt við það að sjóða upp úr í öðrum leikhluta þegar olnbogi Fannars Freys Helgasonar fór í Val Orra Valsson en Fannar slapp með skrekkinn. Keflavík hafði fjögurra stiga forystu í hálfleiknum og átta stiga forskot fyrir síðasta fjórðunginn. Í lokin stigu lykilmenn Stjörnunnar heldur betur upp, margar glæsilegar körfur voru skoraðar og staðan 77-77 eftir venjulegan leiktíma. Hápunktur leiksins var þegar Justin Shouse tók klobba og smurði boltanum stórglæsilega ofan í. Í upphafi framlengingarinnar voru Stjörnumenn mikið mun öflugri og eftir það var þetta eltingaleikur fyrir Keflvíkinga. Stjarnan sigldi sigrinum í hús og farseðlinum í undanúrslit þar sem liðinu bíður það erfiða verkefni að mæta Grindavík.Teitur: Heitir það ekki Þorbjörn þarna í Grindavík? "Eftir hina tvo leikina og það sem á undan var gengið lá það í loftinu að þetta yrði háspennuleikur," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. "Þetta var frábær sjónvarpsleikur og frábært fyrir fólkið sem mætti. Ég gef Keflavík svakalegt kredit fyrir það hvernig þeir spiluðu gegn okkur. Við vorum í virkilegum erfiðleikum með þá. Mér finnst við vera með betra lið. Siggi (Sigurður Ingimundarson) er samt einn besti þjálfari landsins." "Við vorum að gera alla statistik betur en þeir þannig lagað en sem betur fer var þetta síðasta áhlaup okkar í þessum leik." Eftir annan leikinn kærði Stjarnan olnbogaskot Magnúsar Þórs Gunnarssonar en þeirri kæru var vísað frá. "Við vorum ósáttir með upphaflega dóminn í leiknum og svo við úrskurð aganefndar. Okkur fannst þetta alveg borðliggjandi, fólk sem var á leiknum og fólk sem hefur bara hænuvit á körfubolta var sammála. Við fengum þetta í andlitið. Engu að síður þegar þú veist að þú ert að breyta rétt og sannleikurinn er þín megin þá gerði þetta ekkert annað en að mótivera okkur meira." Næsta skref Stjörnunnar er að mæta Grindavík í undanúrslitum. Liðinu sem flestir telja það besta á landinu. "Þetta verður rosalegt fjall að klífa... heitir það ekki Þorbjörn þarna í Grindavík? Þeir hafa verið með besta liðið og við höfum nokkra daga til að undirbúa okkur fyrir það. Við erum ekki að fara að láta labba yfir okkur. Við spiluðum hörkuleik við þá fyrir stuttu þar sem við gerðum mistök í fjórða leikhluta og þeir kláruðu okkur." "Við þurfum að gera betur gegn Grindavík en við gerðum í þessum leik. Það var mjög mikil taugaspenna í mönnum í kvöld... kannski út af allri umræðunni." Stjarnan-Keflavík 94-87 (15-18, 22-23, 16-20, 24-16, 17-10) Stjarnan: Renato Lindmets 25/9 fráköst/4 varin skot, Justin Shouse 25/9 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 20/9 fráköst, Keith Cothran 10/8 fráköst/6 stolnir, Jovan Zdravevski 9, Fannar Freyr Helgason 3/10 fráköst, Guðjón Lárusson 2. Keflavík: Jarryd Cole 27/12 fráköst/5 varin skot, Charles Michael Parker 24/9 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 12/6 fráköst, Valur Orri Valsson 10, Halldór Örn Halldórsson 5, Arnar Freyr Jónsson 5/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 1. Hér fyrir neðan birtist textalýsing frá blaðamanni Vísis á vellinum. Stjarnan í undanúrslit! 94-87 endaði þetta: Þvílíkur leikur sem þetta var. Framlenging: 90-85. Stjarnan tekur leikhlé þegar 34 sekúndur eru eftir. Framlenging: Justin Shouse með mikilvæga körfu... frábær hreyfing hjá honum, klobbi og svo magnað skot 88-80... Stjarnan er að klára þetta! Framlenging: Stjarnan yfir 86-80.... mínúta eftir! Framlenging: Stjarnan byrjar framlenginguna vel, Renato tók varnarfrákast og skoraði svo sjálfur í sókninni í kjölfarið. Renato með 25 stig. Svo skoraði Marvin strax á eftir og Keith bætti við! 83-77 og Keflvíkingar taka leikhlé!! VENJULEGUM LEIKTÍMA LOKIÐ | Stjarnan - Keflavík 77-77: Við förum í framlengingu. Spennan heldur áfram... úfff... segi ekki annað. Þvílíkur leikur hér í Silfurskeiðinni í kvöld. 4. leikhluti: 77-77... Keflavík í sókn. 51,2 sekúndur eftir af leiktímanum. 4. leikhluti: 4:04 eftir af leiktímanum. 70-69 fyrir Stjörnuna. 4. leikhluti: 66-66. Þessi leikur hefur breyst í þriggja stiga sýningu! Valur Orri smellti einum gríðarfallegum þristi niður og þá sýndi Justin Shouse það hinumegin að hann er ekki minni maður. 4. leikhluti: Renato kominn með fjórðu villu sína líkt og Fannar. Enn 60-63. 4. leikhluti: 60-63. Jovan Zdravevski, tvífari Gunnlaugs Jónssonar, með glæsilegan þrist. 4. leikhluti: 57-63. Cole er sérlega góður körfuboltamaður. Kominn með 22 stig og níu fráköst. Fannar Freyr Helgason var að fá sína fjórðu villu. 3. leikhluti | Stjarnan - Keflavík 53-61: Átta stig sem heimamenn þurfa að vinna upp í síðasta fjórðungnum. 3. leikhluti: 50-59. Það verður að segjast eins og er að Keflvíkingar eru að fá ansi ódýrar körfur frá heimamönnum núna 3. leikhluti: Keflvíkingar eru á eldi þessar mínútur og eins og hendi sé veifað er forysta þeirra orðin 11 stig. 46-57. Teitur Örlygsson búinn að fá nóg af þessu rugli og tekur leikhlé. 3. leikhluti: Kæruleysi hjá Stjörnumönnum og Parker rændi af þeim boltanum, óð fram og tróð skemmtilega. 46-51. Cole með 20 stig, Parker 15. 3. leikhluti: Keflavík byrjar seinni hálfleik betur... 37-45. Átt stiga munur. Hálfleikur | Stjarnan - Keflavík 37-41: Marvin Valdimarsson sem hefur verið magnaður í þessu einvígi setti niður þrist og jafnaði 37-37. Svo fór Jarryd Cole á vítalínuna og hitti aðeins úr öðru skoti sínu. En lokaorð hálfleiksins átti Charles Parker með flautuþrist, Keflavík því með fjögurra stiga forystu. Renato með 12 stig fyrir Stjörnuna og Marvin 11. Cole með 12 fyrir Keflavík og Parker 13. 2. leikhluti: Fannar Freyr Helgason slapp með skrekkinn. Var með boltann í hægri og gaf tvívegis olnbogaskot með vinstri til Vals Orra Valssonar, mikill hiti í mönnum í kjölfarið. Fannar slapp við tæknivillu. 2. leikhluti: Arnar Freyr Jónsson er kominn með tvö stig fyrir Keflavík. Hann gat ekki tekið þátt í hinum tveimur leikjum þessa einvígis en er mættur aftur. Gleðitíðindi fyrir Keflavík. Staðan 24-26 núna. 2. leikhluti: Renato Lindmets að setja niður laglega troðslu fyrir Stjörnuna og minnka muninn í 21-24. Cole og Parker með sex stig hvor fyrir gestina. 1. leikhluti | Stjarnan - Keflavík 15-18: Stjörnumenn virtust ætla að fara inn í annan leikhluta með forystuna en frábærar lokasekúndur Keflavíkur gerðu að verkum að gestirnir leiða. Gunnar H. Stefánsson setti niður fallegan þrist í lok leikhlutans. 1. leikhluti: Magnús Gunnarsson er kominn á blað. Hann fór framhjá Marvini og setti boltann ofan í við mikla gleði meðal stuðningsmanna Keflavíkur. Staðan er 6-8 og Marvin með öll stig Stjörnunnar. Parker með fjögur fyrir Keflavík.1. leikhluti: Mörg mistök á báða bóga í upphafi leiksins. Staðan er 4-4. Marvin með fyrstu fjögur stig heimamanna.1. leikhluti: Fjörið er farið af stað. Parker með fyrstu körfu leiksins fyrir Keflavík.Fyrir leik: „Viiiið erum Stjörnumenn... viiið erum Stjörnumenn, við syngjum og dönsum og lyftum bikurum," ómar í Silfurskeiðinni. Ekki amalegt stuðningsmannalag þeirra Stjörnumanna. Fær samdóma góða dóma meðal blaðamanna.Fyrir leik: Liðin eru mætt út á völlinn og verið er að kynna þau til leiks. „Við erum ekkert að fórna okkar besta varnarmanni á Magga. Marvin er búinn að jarða'nn í vetur." sagði Teitur Örlygsson í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn.Fyrir leik: Það er farið að fjölga í hópi áhorfenda og stemningin er að aukast. Það eru einhverjir fjölmiðlamenn sem eru í tæknilegum vandræðum hér í blaðamannastúkunni en allt er í blóma hjá Vísi. Stundarfjórðungur í leik.Fyrir leik: Það hefur verið mikil dramatík í aðdraganda þessa leiks. Stjörnumenn kærðu olnbogaskot sem Magnús Þór Gunnarsson veitti Marvini Valdimarssyni. Ekkert varð þó úr því að Garðbæingar fengju Magnús dæmdan í bann. Magnús sagði í samtali við heimasíðu Keflavíkur að leik loknum að hann hefði nú tekist á við mun betri varnarmenn en Marvin. „Ég hef haft töluvert betri varnarmenn á mér en þennan Marvin. Ég aðlaga því bara minn leik að þessu og nú verða liðsfélagar mínir að setja skotin niður sem þeir fá loksins því núna er Magnús Þór loksins farinn að gefa boltann," sagði Magnús.Fyrir leik: Baldur Beck körfuboltasérfræðingur er mættur. Hann var búinn að spá því að Keflavík myndi vinna þetta einvígi og hann stendur við það. Hann segir þó að vissulega búi Stjarnan yfir öflugra vopnabúri og hafi fleiri sterka leikmenn.Fyrir leik: Stuðningsmenn Keflavíkur voru að mæta á svæðið í rútu á sama tíma og blaðamaður. Þeir voru flestir með góða skapið með sér í vökvaformi. Verið er að grilla hamborgara við innganginn og allt að gerast.Fyrir leik: Heil og sæl og velkomin í beina textalýsingu frá Silfurskeiðinni í Garðabæ. Framundan er oddaleikur Stjörnunnar og Keflavíkur. Það má reikna með miklum baráttuleik eins og þegar þessi lið áttust við á mánudaginn í Keflavík. Einhverjir hafa reyndar spáð því að við fáum hrein slagsmál í kvöld en bíðum og sjáum...
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira