Fótbolti

Mario Gomez hafnaði Real Madrid - svo segir afi hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Gomez
Mario Gomez Mynd/AFP
Jose Gomez, afi þýska landsliðsframherjans Mario Gomez hjá Bayern München, hefur greint frá því að afabarnið hans hafi hafnað tilboði frá spænska stórliðnu Real Madrid. Gomez skrifaði í vikunni undir nýjan samning við Bayern til ársins 2016.

„Madrid vildi fá hann en hann vildi ekki fara þangað," sagði Jose Gomez við fótvefmiðilinn Goal.com. „Honum líður mjög vel hjá Bayern ekki síst þar sem þjálfarinn treystir honum," sagði afinn.

Mario Gomez hefur skorað 37 mörk á tímabilinu í 42 leikjum í öllum keppnum þar af 11 mörk í 9 leikjum í Meistaradeildinni og 23 mörk í 27 leikjum í þýsku deildinni.

„Hann er búinn að framlengja til ársins 2016 og er mjög ánægður með það. Ég og amma hans erum líka mjög ánægð því allt gengur svo vel hjá stráknum," sagði Jose Gomez.

Jose Gomez hefur búið alla tíð á Spáni og viðurkennir að hann eigi erfitt með að gera upp á milli Real Madrid og Bayern München þegar liðin mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

„Ég held að þetta verði erfitt fyrir Bayern. Þeir eru góðir en ég tel að Real sé með enn betra lið. Ég vil að Real vinni því að þeir eru spænskt lið en annar hluti af mér vill að Mario vinni því hann er afabarnið mitt," sagði Jose Gomez.

Faðir Mario Gomez fór til Þýskalands og þar mæddist Mario. Mario Gomez hefur skorað 21 mark í 51 landsleik fyrir Þýskaland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×