Masters 2012: Hver er Bubba Watson? 9. apríl 2012 00:07 Gerry "Bubba" Watson er fæddur árið 1978 og hann hefur verið þekktur fyrir gríðarlega högglengd sína á PGA mótaröðinni. Þetta er fyrsti sigur hans á einu af risamótunum fjórum en hann tapaði í bráðabana á PGA meistaramótinu árið 2010 gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer. Watson er örvhentur og það er ótrúlegt að á síðustu 10 árum hafa 5 örvhentir kylfingar sigrað á Mastersmótinu. Hann er einn af fáum kylfingum á PGA mótaröðinni sem geta slegið um 290 metra upphafshögg að meðaltali og lengstu högg hans eru allt að 330 metrar. Þetta er aðeins fimmti sigur Watson á atvinnumóti en hann hefur sigrað á 3 PGA mótum og 2 öðrum atvinnumótum. Hann gerðist atvinnukylfingur árið 2004 þar sem hann lék á Nationwide mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum á eftir PGA mótaröðinni. Hann endaði í 21. sæti á Nationwide mótaröðinni árið 2005 og var hann sá síðasti sem tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni með þeim árangri. Fyrsti sigur hans á PGA mótaröðinni var árið 2010 þar sem hann hafði betur í bráðabana á Cromwell meistaramótinu gegn Corey Pavin og Scott Verplank. Watson hefur gengið í gegnum ýmislegt í einkalífinu. Faðir hansm , Gerry, lést í október árið 2010 en hann var með krabbamein í hálsi. Hann er giftur fyrrum körfboltakonu, Angie, sem er rétt rúmlega 1.93 m á hæð og þau ættleiddu barn fyrir um fjórum vikum síðan. Watson var í miklum vafa um að taka þátt á Mastersmótinu í ár þar sem að svo stutt var síðan að ættleiðingin átti sér stað. Watson er hluti af skemmtilegu verkefni sem fjórir atvinnukylfingar á PGA mótaröðinni standa að. Hann er í "strákabandinu" Golf Boys sem er góðgerðaverkefni. Þar syngur hann lög ásamt þeim Rickie Fowler, Hunter Mahan og Ben Crane og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér fyrir ofan. Golf Tengdar fréttir Masters: Bubba Watson vann sitt fyrsta risamót Bubba Watson tryggði sér sigur á Mastersmótinu í golfi í kvöld eftir að hann vann Suður-Afríkumanninn Louis Oosthuizen í bráðabana. 8. apríl 2012 23:37 Masters 2012: Gríðarleg spenna | rástímar á lokadeginum Gríðarleg spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta stórmóti ársins í golfíþróttinni en það skýrist í kvöld hver sigrar á Mastersmótinu árið 2012. Keppt er á Augusta vellinum í Georgíu en bein útsending hefst á Stöð 2 sport kl. 18:00. Svínn Peter Hanson er efstur á -9 en höggi á eftir kemur Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þeir hefja leik 18:40. 8. apríl 2012 11:46 Masters: Oosthuizen og Watson spila bráðabana um græna jakkann Louis Oosthuizen og Bubba Watson urðu efstir og jafnir á Mastersmótinu í golfi og þurfa að spila bráðabana um titilinn. Báðir léku þeir holurnar 72 á 10 höggum undir pari. 8. apríl 2012 23:12 Versti árangur Tiger Woods á Mastersmótinu frá 1996 Tiger Woods var vægast langt frá sínu besta á Masters-mótinu í golfi en hann endaði á því að spila fjórða og síðasta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Tiger lék hringina fjóra á 293 höggum eða fimm yfir pari. 8. apríl 2012 22:18 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Gerry "Bubba" Watson er fæddur árið 1978 og hann hefur verið þekktur fyrir gríðarlega högglengd sína á PGA mótaröðinni. Þetta er fyrsti sigur hans á einu af risamótunum fjórum en hann tapaði í bráðabana á PGA meistaramótinu árið 2010 gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer. Watson er örvhentur og það er ótrúlegt að á síðustu 10 árum hafa 5 örvhentir kylfingar sigrað á Mastersmótinu. Hann er einn af fáum kylfingum á PGA mótaröðinni sem geta slegið um 290 metra upphafshögg að meðaltali og lengstu högg hans eru allt að 330 metrar. Þetta er aðeins fimmti sigur Watson á atvinnumóti en hann hefur sigrað á 3 PGA mótum og 2 öðrum atvinnumótum. Hann gerðist atvinnukylfingur árið 2004 þar sem hann lék á Nationwide mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum á eftir PGA mótaröðinni. Hann endaði í 21. sæti á Nationwide mótaröðinni árið 2005 og var hann sá síðasti sem tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni með þeim árangri. Fyrsti sigur hans á PGA mótaröðinni var árið 2010 þar sem hann hafði betur í bráðabana á Cromwell meistaramótinu gegn Corey Pavin og Scott Verplank. Watson hefur gengið í gegnum ýmislegt í einkalífinu. Faðir hansm , Gerry, lést í október árið 2010 en hann var með krabbamein í hálsi. Hann er giftur fyrrum körfboltakonu, Angie, sem er rétt rúmlega 1.93 m á hæð og þau ættleiddu barn fyrir um fjórum vikum síðan. Watson var í miklum vafa um að taka þátt á Mastersmótinu í ár þar sem að svo stutt var síðan að ættleiðingin átti sér stað. Watson er hluti af skemmtilegu verkefni sem fjórir atvinnukylfingar á PGA mótaröðinni standa að. Hann er í "strákabandinu" Golf Boys sem er góðgerðaverkefni. Þar syngur hann lög ásamt þeim Rickie Fowler, Hunter Mahan og Ben Crane og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér fyrir ofan.
Golf Tengdar fréttir Masters: Bubba Watson vann sitt fyrsta risamót Bubba Watson tryggði sér sigur á Mastersmótinu í golfi í kvöld eftir að hann vann Suður-Afríkumanninn Louis Oosthuizen í bráðabana. 8. apríl 2012 23:37 Masters 2012: Gríðarleg spenna | rástímar á lokadeginum Gríðarleg spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta stórmóti ársins í golfíþróttinni en það skýrist í kvöld hver sigrar á Mastersmótinu árið 2012. Keppt er á Augusta vellinum í Georgíu en bein útsending hefst á Stöð 2 sport kl. 18:00. Svínn Peter Hanson er efstur á -9 en höggi á eftir kemur Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þeir hefja leik 18:40. 8. apríl 2012 11:46 Masters: Oosthuizen og Watson spila bráðabana um græna jakkann Louis Oosthuizen og Bubba Watson urðu efstir og jafnir á Mastersmótinu í golfi og þurfa að spila bráðabana um titilinn. Báðir léku þeir holurnar 72 á 10 höggum undir pari. 8. apríl 2012 23:12 Versti árangur Tiger Woods á Mastersmótinu frá 1996 Tiger Woods var vægast langt frá sínu besta á Masters-mótinu í golfi en hann endaði á því að spila fjórða og síðasta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Tiger lék hringina fjóra á 293 höggum eða fimm yfir pari. 8. apríl 2012 22:18 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Masters: Bubba Watson vann sitt fyrsta risamót Bubba Watson tryggði sér sigur á Mastersmótinu í golfi í kvöld eftir að hann vann Suður-Afríkumanninn Louis Oosthuizen í bráðabana. 8. apríl 2012 23:37
Masters 2012: Gríðarleg spenna | rástímar á lokadeginum Gríðarleg spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta stórmóti ársins í golfíþróttinni en það skýrist í kvöld hver sigrar á Mastersmótinu árið 2012. Keppt er á Augusta vellinum í Georgíu en bein útsending hefst á Stöð 2 sport kl. 18:00. Svínn Peter Hanson er efstur á -9 en höggi á eftir kemur Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þeir hefja leik 18:40. 8. apríl 2012 11:46
Masters: Oosthuizen og Watson spila bráðabana um græna jakkann Louis Oosthuizen og Bubba Watson urðu efstir og jafnir á Mastersmótinu í golfi og þurfa að spila bráðabana um titilinn. Báðir léku þeir holurnar 72 á 10 höggum undir pari. 8. apríl 2012 23:12
Versti árangur Tiger Woods á Mastersmótinu frá 1996 Tiger Woods var vægast langt frá sínu besta á Masters-mótinu í golfi en hann endaði á því að spila fjórða og síðasta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Tiger lék hringina fjóra á 293 höggum eða fimm yfir pari. 8. apríl 2012 22:18