Lífið

Útgáfuhóf Sirrýar

myndir/sigurjón ragnar
Fjölmiðlakonan Sigríður Arnardóttir, betur þekkt sem Sirrý, fagnaði útkomu bókarinnar Laðaðu til þín það góða í vikunni.

„Ég elska að lesa alls konar bækur eins og sagnfræði og krimma og ég nærist á að hafa hvetjandi bækur á náttborðinu mínu. Ég les sjálfshjálparbækur til að endurskoða mig,“ segir Sirrý spurð hvaða bækur hún kýs að lesa en bókin hennar, Laðaðu til þín það góða, fór beinustu leið í 1. sæti á metsölulista Eymundsson í flokki fræðibóka.

„Ég  finn það á námskeiðunum sem ég hef haldið undanfarin tíu ár fyrir mjög ólíka hópa, hvort sem ég hef verið með námskeið fyrir trésmiði, bankastarfsmenn, hjúkrunarfræðinga, kennara eða fólk í atvinnuleit, að þetta efni virkar til að laða til sín það góða og er hvetjandi til að fá það mesta út úr lífinu. Þetta er bók fyrir alla sem vilja vítamínsprautu fyrir sálina. Ég gríp bókina þegar mig vantar kraft og uppörvun og þarf að hlúa að mér,“ segir hún.

Sirrý.is

myndir/sigurjón ragnar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.