Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík - 76-87 Stefán Árni Pálsson í Ljónagryfjunni skrifar 1. apríl 2012 00:01 Grindavík tryggði sæti sitt í undanúrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta þegar liðið vann Njarðvík, 87-76, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða stungu Grindvíkingar af. Grindvíkingar voru sterkari til að byrja með og náðu fljótlega góðu forskoti 14-9. Njarðvíkingar voru alls ekki á því að gefast upp og komust aftur inn í leikinn. Staðan var 25-24 eftir fyrsta leikhlutann. Ryan Pettinella, leikmaður Grindavíkur, fékk sína þriðju villu strax í upphafi annars leikhluta en hann hafði aðeins verið inná vellinum í nokkrar mínútur. Það var mikill hiti í leiknum og einu sinni þurfti að stíga menn í sundur eftir að slagsmál brutust út. Þegar annar fjórðungur var hálfnaður var staðan 32-28 fyrir Grindavík. Njarðvíkingar komu þá sterkir til baka og jöfnuðu metinn á mjög stuttum tíma. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og var staðan 45-43 fyrir Grindavík þegar menn gengu til búningsherbergja. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, datt heldur betur í gang í síðari hálfleiknum og fór á kostum í upphafi hálfleiksins. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 51-48 og Njarðvíkingar alltaf rétt á eftir deildarmeisturunum. Elvar Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkur, var frábær í kvöld og stjórnaði leiknum eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Njarðvík hélt áfram að elta Grindvíkinga eins og skugginn og var staðan jöfn 61-61 eftir þriðja leikhlutann. Það var eins og heimamenn væru orðnir bensínlausir í fjórða leikhlutanum og voru Grindvíkingar hreinlega bara of sterkir. Breiddin hjá Grindavík er gríðarlega og álagið dreifist svakalega á milli manna. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var Grindavík komið með 14 stiga forskot 81-67. Grindavík náði að innbyrða öruggan sigur að lokum 87-76vog eru komnir í undanúrslit.Helgi: Vildi alls ekki fara með þetta í oddaleik„Ég er bara rosalega sáttur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Ég vissi að þessi leikur yrði gríðarlega erfiður sem var síðan raunin en við sýndum góðan karakter í lokin og kláruðum dæmið. Mér fannst við oft á tíðum heldur værukærir í leiknum og það átti ekkert að koma okkur á óvart að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks." „Við náðum smá forskoti í byrjun leiksins en slökuðum síðan allt of mikið á. Þetta hefur verið ákveðið vandamál hjá okkur í vetur og við verðum að lagfæra það fyrir næsta einvígi." „Við erum með flotta breidd og það er erfitt að halda út gegn okkur í 40 mínútur, menn verða þreyttir á meðan við höldum áfram af fullum krafti. Ég vildi alls ekki fara í oddaleik því þar getur allt gerst," sagði Helgi. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Helga hér að ofan. Einar: Framtíðin er heldur betur björt hjá Njarðvík„Mér fannst við spila virkilega góðan körfubolta í 35 mínútur í kvöld," sagði Einar Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Það vantaði ofboðslega lítið upp á hjá okkur í kvöld. Grindavík er bara með virkilega breiðan hóp og rosaleg gæði í nánast öllum leikmönnum liðsins." „Við erum með fullt af flottum strákum hér í Njarðvík sem hafa öðlast mikilvæga reynslu í vetur, það mun skila sér." „Það verður gaman að sjá hvernig þessir strákar koma til leiks á næsta tímabili. Grindavík er einfaldlega með besta liðið á landinu í dag og ég held að þeir fari alla leið í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Grindavík tryggði sæti sitt í undanúrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta þegar liðið vann Njarðvík, 87-76, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða stungu Grindvíkingar af. Grindvíkingar voru sterkari til að byrja með og náðu fljótlega góðu forskoti 14-9. Njarðvíkingar voru alls ekki á því að gefast upp og komust aftur inn í leikinn. Staðan var 25-24 eftir fyrsta leikhlutann. Ryan Pettinella, leikmaður Grindavíkur, fékk sína þriðju villu strax í upphafi annars leikhluta en hann hafði aðeins verið inná vellinum í nokkrar mínútur. Það var mikill hiti í leiknum og einu sinni þurfti að stíga menn í sundur eftir að slagsmál brutust út. Þegar annar fjórðungur var hálfnaður var staðan 32-28 fyrir Grindavík. Njarðvíkingar komu þá sterkir til baka og jöfnuðu metinn á mjög stuttum tíma. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og var staðan 45-43 fyrir Grindavík þegar menn gengu til búningsherbergja. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, datt heldur betur í gang í síðari hálfleiknum og fór á kostum í upphafi hálfleiksins. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 51-48 og Njarðvíkingar alltaf rétt á eftir deildarmeisturunum. Elvar Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkur, var frábær í kvöld og stjórnaði leiknum eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Njarðvík hélt áfram að elta Grindvíkinga eins og skugginn og var staðan jöfn 61-61 eftir þriðja leikhlutann. Það var eins og heimamenn væru orðnir bensínlausir í fjórða leikhlutanum og voru Grindvíkingar hreinlega bara of sterkir. Breiddin hjá Grindavík er gríðarlega og álagið dreifist svakalega á milli manna. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var Grindavík komið með 14 stiga forskot 81-67. Grindavík náði að innbyrða öruggan sigur að lokum 87-76vog eru komnir í undanúrslit.Helgi: Vildi alls ekki fara með þetta í oddaleik„Ég er bara rosalega sáttur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Ég vissi að þessi leikur yrði gríðarlega erfiður sem var síðan raunin en við sýndum góðan karakter í lokin og kláruðum dæmið. Mér fannst við oft á tíðum heldur værukærir í leiknum og það átti ekkert að koma okkur á óvart að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks." „Við náðum smá forskoti í byrjun leiksins en slökuðum síðan allt of mikið á. Þetta hefur verið ákveðið vandamál hjá okkur í vetur og við verðum að lagfæra það fyrir næsta einvígi." „Við erum með flotta breidd og það er erfitt að halda út gegn okkur í 40 mínútur, menn verða þreyttir á meðan við höldum áfram af fullum krafti. Ég vildi alls ekki fara í oddaleik því þar getur allt gerst," sagði Helgi. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Helga hér að ofan. Einar: Framtíðin er heldur betur björt hjá Njarðvík„Mér fannst við spila virkilega góðan körfubolta í 35 mínútur í kvöld," sagði Einar Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Það vantaði ofboðslega lítið upp á hjá okkur í kvöld. Grindavík er bara með virkilega breiðan hóp og rosaleg gæði í nánast öllum leikmönnum liðsins." „Við erum með fullt af flottum strákum hér í Njarðvík sem hafa öðlast mikilvæga reynslu í vetur, það mun skila sér." „Það verður gaman að sjá hvernig þessir strákar koma til leiks á næsta tímabili. Grindavík er einfaldlega með besta liðið á landinu í dag og ég held að þeir fari alla leið í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira