Rúrik Gíslason setur stefnuna hátt | viðtal úr Boltanum á X977 Valtýr Björn Valtýsson skrifar 21. mars 2012 10:15 Eins og sjá má á myndinni var vinstri hlutinn á enni Rúriks gríðarlega bólginn eftir höggið sem hann varð fyrir í leik með OB í dönsku úrvalsdeildinni. twittersíða Rúriks. Rúrik Gíslason leikmaður danska liðsins OB og íslenska landsliðsins var í viðtali í gær í Boltanum á X-inu 977. Hann lenti í óhappi í leik OB og Lyngby um síðustu helgi og fékk mikið höfuðhögg. Heljarstórt horn myndaðist fyrir ofan augabrún og Rúrik lýsti atvikinu í viðtalinu. Hann var þó ekki alveg viss um hvað gerðist og neitaði í fyrstu að fara útaf. En sem betur fer réði hann því ekki. OB hefur ekki gengið alveg sem skyldi og liðið er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en þrír leikir eru búnir eftir hlé. Rúrik lenti í lok síðasta árs í deilum við þjálfara sinn en Rúrik lét hafa eftir sér í viðtali að honum þætti samkeppnin í liðinu ekki sanngjörn á stundum. Nokkuð var rætt um þessi ummæli í fjölmiðlum og blásið upp að nokkru leyti að mati Rúriks. Hann segir þó að allt sé í góðu í dag á milli þeirra og nú sé bara að standa sig. Rúrik segist vera mjög metnaðargjarn og hann stefni hátt enda er kappinn aðeins 24 ára gamall. Hann ætlar sér að komast til stærra félags þó svo að honum líki mjög vel dvölin í Danmörku. Rúrik var spurður að því hver tíminn væri á honum í 100 metra hlaupi og 60 metra hlaupi en hann sagðist ekki muna það. Þó upplýsti hann að samkvæmt mælingum í janúar væri hann fljótastur í liðinu. Aðspurður um landsliðið og nýjan þjálfara sagði Rúrik að honum litist vel á þetta. Það væri vissulega möguleiki núna í riðlinum og að hann væri að upplifa nýja hluti með Lars Lagerback. Rúrik sagði einnig að sú gagnrýni sem Ólafur Jóhannesson fékk á tímabili hafi verið ósanngjörn að hans mati. Það hafi verið kynslóðaskipti í liðinu og að gagnrýnin hafi verið full hörð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Rúrik Gíslason leikmaður danska liðsins OB og íslenska landsliðsins var í viðtali í gær í Boltanum á X-inu 977. Hann lenti í óhappi í leik OB og Lyngby um síðustu helgi og fékk mikið höfuðhögg. Heljarstórt horn myndaðist fyrir ofan augabrún og Rúrik lýsti atvikinu í viðtalinu. Hann var þó ekki alveg viss um hvað gerðist og neitaði í fyrstu að fara útaf. En sem betur fer réði hann því ekki. OB hefur ekki gengið alveg sem skyldi og liðið er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en þrír leikir eru búnir eftir hlé. Rúrik lenti í lok síðasta árs í deilum við þjálfara sinn en Rúrik lét hafa eftir sér í viðtali að honum þætti samkeppnin í liðinu ekki sanngjörn á stundum. Nokkuð var rætt um þessi ummæli í fjölmiðlum og blásið upp að nokkru leyti að mati Rúriks. Hann segir þó að allt sé í góðu í dag á milli þeirra og nú sé bara að standa sig. Rúrik segist vera mjög metnaðargjarn og hann stefni hátt enda er kappinn aðeins 24 ára gamall. Hann ætlar sér að komast til stærra félags þó svo að honum líki mjög vel dvölin í Danmörku. Rúrik var spurður að því hver tíminn væri á honum í 100 metra hlaupi og 60 metra hlaupi en hann sagðist ekki muna það. Þó upplýsti hann að samkvæmt mælingum í janúar væri hann fljótastur í liðinu. Aðspurður um landsliðið og nýjan þjálfara sagði Rúrik að honum litist vel á þetta. Það væri vissulega möguleiki núna í riðlinum og að hann væri að upplifa nýja hluti með Lars Lagerback. Rúrik sagði einnig að sú gagnrýni sem Ólafur Jóhannesson fékk á tímabili hafi verið ósanngjörn að hans mati. Það hafi verið kynslóðaskipti í liðinu og að gagnrýnin hafi verið full hörð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira