Hank Haney gagnrýnir Tiger Woods í nýrri bók | ókurteis og nískur 21. mars 2012 16:45 Tiger Woods er umfjöllunarefnið í nýrri bók sem fyrrum þjálfari hans gefur út á næstu dögum. Getty Images / Nordic Photos Hank Haney, fyrrum þjálfari golfstjörnunnar Tiger Woods, mun á allra næstu dögum gefa út bók sem fjallar að sjálfsögðu um samskipti þeirra á árum áður. Bókin kemur út á föstudaginn og ber hún nafnið „The Big Miss". Úrdrættir úr bókinn hafa nú þegar vakið töluverða athygli en Haney dregur ekkert undan í frásögn sinni. Tiger Woods er ókurteis, nískur og með klámfíkn á háu stigi ef marka má það sem Haney skrifar um hinn 36 ára gamla kylfing. Haney vitnar m.a. í einkasamtöl þeirra og hann lýsir m.a. sambandi Woods við Elin Nordgren sem „köldu" og fyrrum eiginkona hans hafi ekki mátt sýna neinar tilfinningar á keppnisstað. Í bókinn segir Haney frá því að Tiger Wood hafi ekki viljað að Elin fagnaði sigrum hans og hún mátti helst ekki sýna neinar tilfinningar úti á meðal áhorfenda. Skýringin sem Woods gaf á þessu er sú að það átti ekki að koma henni né öðrum sem stóðu honum næst að hann myndi sigra. Það væri sjálfsagður hlutur. Haney segir m.a. frá því að Elin Nordgren hafði áformað að halda veislu til þess að fagna sigri Tiger Woods á atvinnumóti. Veislan átti að fara fram á heimili þeirra, líkt og hún hafði upplifað hjá landa sínum Jesper Parnevik. Elin var í hlutverki barnfóstru á heimili Parnevik á Flórþegar hún kynntist Tiger Woods á sínum tíma. Þessi áform hennar féllu ekki góðan jarðveg hjá Tiger Woods. „Við erum ekki slíkt par, ég er ekki eins og Jesper, það er sjálfsagður hlutur að ég sigri," á Woods að hafa sagt við þetta tækifæri. Eins og áður segir kemur bókin út á föstudaginn. Woods var spurður að því á dögunum hvað honum þætti um skrif Haney og svaraði kylfingurinn: „Að mínu mati eru þetta ófagleg vinnubrögð. Sérstaklega þar sem sá sem skrifar var náinn samstarfsmaður og ég var stoltur af því að eiga sem vin." Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hank Haney, fyrrum þjálfari golfstjörnunnar Tiger Woods, mun á allra næstu dögum gefa út bók sem fjallar að sjálfsögðu um samskipti þeirra á árum áður. Bókin kemur út á föstudaginn og ber hún nafnið „The Big Miss". Úrdrættir úr bókinn hafa nú þegar vakið töluverða athygli en Haney dregur ekkert undan í frásögn sinni. Tiger Woods er ókurteis, nískur og með klámfíkn á háu stigi ef marka má það sem Haney skrifar um hinn 36 ára gamla kylfing. Haney vitnar m.a. í einkasamtöl þeirra og hann lýsir m.a. sambandi Woods við Elin Nordgren sem „köldu" og fyrrum eiginkona hans hafi ekki mátt sýna neinar tilfinningar á keppnisstað. Í bókinn segir Haney frá því að Tiger Wood hafi ekki viljað að Elin fagnaði sigrum hans og hún mátti helst ekki sýna neinar tilfinningar úti á meðal áhorfenda. Skýringin sem Woods gaf á þessu er sú að það átti ekki að koma henni né öðrum sem stóðu honum næst að hann myndi sigra. Það væri sjálfsagður hlutur. Haney segir m.a. frá því að Elin Nordgren hafði áformað að halda veislu til þess að fagna sigri Tiger Woods á atvinnumóti. Veislan átti að fara fram á heimili þeirra, líkt og hún hafði upplifað hjá landa sínum Jesper Parnevik. Elin var í hlutverki barnfóstru á heimili Parnevik á Flórþegar hún kynntist Tiger Woods á sínum tíma. Þessi áform hennar féllu ekki góðan jarðveg hjá Tiger Woods. „Við erum ekki slíkt par, ég er ekki eins og Jesper, það er sjálfsagður hlutur að ég sigri," á Woods að hafa sagt við þetta tækifæri. Eins og áður segir kemur bókin út á föstudaginn. Woods var spurður að því á dögunum hvað honum þætti um skrif Haney og svaraði kylfingurinn: „Að mínu mati eru þetta ófagleg vinnubrögð. Sérstaklega þar sem sá sem skrifar var náinn samstarfsmaður og ég var stoltur af því að eiga sem vin."
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira