Fótbolti

Huntelaar skaut Schalke í þriðja sætið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Huntelaar skorar síðara mark sitt í leiknum.
Huntelaar skorar síðara mark sitt í leiknum. Nordic Photos / Getty
Klaas-Jan Huntelaar var hetja Schalke er liðið lagði Leverkusen 2-0 á Veltins-leikvanginum í dag. Hollendingurinn skoraði bæði mörk liðsins.

Framherjinn markheppni kom Schalke á bragðið á 18. mínútu og höfðu heimamenn forystu í leikhléi.

Leikurinn var í járnum þar til fjórar mínútur lifðu leiks. Þá var hollenski landsliðsmaðurinn aftur á ferðinni og tryggði Schalke þrjú stig.

Schalke komst í 3. sætið með sigrinum. Liðið hefur 53 stig, tveimur meira en Gladbach.

Draumur Leverkusen um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári er heldur langsóttur eftir tapið. Liðið situr í 5. sæti deildarinnar heilum ellefu stigum á eftir Gladbach í 4. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×