Fótbolti

Vålerenga vann en Veigari Páli skipt útaf í hálfleik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fróðlegt verður að sjá hvort Veigar Páll verður í byrjunarlið Vålerenga í næsta leik.
Fróðlegt verður að sjá hvort Veigar Páll verður í byrjunarlið Vålerenga í næsta leik.
Veigar Páll Gunnarsson var í byrjunarliði Vålerenga sem lagði Haugesund að velli 2-1 í 1. umferð efstu deildar norska boltans í dag.

Heimamenn í Vålerenga voru manni fleiri en marki undir í hálfleik og brá þjálfari liðsins á það ráð að skipta íslenska landsliðsmanninum að velli.

Haugesund héldu út þar til fimm mínútur lifðu leiks. Þá skoruðu liðsmenn Vålerenga tvívegis og var það Martin Pusic, sem kom inná fyrir Veigar Pál, sem skoraði sigurmarkið á lokamínútunni.

Bjarni Ólafur Eiríksson var í byrjunarliði Stabæk sem gerði markalaust jafntefli gegn Álasund. Þá vann Sogndal, sem hefur verið að bera víurnar í Skúla Jón Friðgeirsson leikmann KR, 4-0 útisigur á Odd Grenland.


Tengdar fréttir

Björn Bergmann lofaður í hástert í Noregi

Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm var óánægður með leik sinna manna við Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss fóru fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×