Fótbolti

Bayern mun ekki selja lykilmenn

Uli Höness, forseti Bayern, vill ekki selja.
Uli Höness, forseti Bayern, vill ekki selja.
Forráðamenn FC Bayern eru að byggja upp sterkt lið sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum og félagið tekur því ekki í mál að selja leikmenn frá félaginu til annarra stórliða í Evrópu.

Barcelona hefur verið á eftir Philipp Lahm og Chelsea vill fá Holger Badstuber. Báðum fyrirspurnum hefur verið hafnað og Bayern segir ekki koma til greina að selja leikmennina.

Inter hefur einnig verið að bera víurnar í Toni Kroos en Bayern hefur ekkert viljað ræða við ítalska félagið.

Bayern er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og úrslitaleikurinn í ár fer fram á heimavelli þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×