Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 19-17 | Valur með titilinn í höndunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Hlíðarenda skrifar 28. mars 2012 15:11 Mynd/Stefán Valur er nánast öruggur með deildarmeistaratitilinn í N1-deild kvenna eftir sigur á Fram í uppgjöri toppliðanna í kvöld. Liðinu dugir stig gegn KA/Þór í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn. Fram hefði dugað jafntefli til að tryggja sér titilinn en varð að játa sig sigrað fyrir Valskonum í kvöld. Fram vann fyrri viðureign liðanna og þar sem liðin eru jöfn að stigum er Fram enn í toppsæti deildarinnar. Hins vegar er ein umferð eftir í deildinni og þar sem Fram situr hjá í henni dugir Val að ná í jafntefli gegn KA/Þór á Akureyri til að tryggja sér titilinn. Tap Fram fyrir HK í fyrstu umferð tímabilsins í haust er því að reynast Safamýrarliðinu nokkuð dýrkeypt í dag en þess fyrir utan unnu Valur og Fram alla aðra leiki sína gegn öðrum liðum deildarinnar í vetur. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur en Fram skoraði bara eitt mark á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. Þær gáfust þó ekki upp, jöfnuðu metin og fengu tvö tækifæri til að komast yfir áður en flautað var til leikhlés. En allt kom fyrir ekki og staðan jöfn, 8-8, í hálfleik. Síðari hálfleikur var jafn og spennandi og greinilega mikil taugaspenna hjá liðunum. Það var lítið skorað og mikið um tæknifeila og mistök. Leikmenn skutu einnig ítrekað í slá og stangir auk þess sem markverðir liðanna áttu fínan dag. Mestu munaði um að reynsluboltinn Hrafnhildur Skúladóttir steig upp á síðustu tíu mínútum leiksins og reif sóknarleik sinna manna upp á annað og betra plan. Hrafnhildur skoraði fjögur af síðustu sex mörkum Vals í leiknum og átti eina stoðsendingu þar að auki. En það var markvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir sem gulltryggði sigurinn er hún skoraði úr eigin vítateig á lokamínútunni. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var þá búinn að kippa markverðinum af velli og fjölga í sókninni. Sigur Vals var þó sanngjarn - Valskonur stigu einfaldlega upp þegar mest á reyndi og kláruðu þennan leik. Og enginn reyndist hafa sterkari taugar en fyrirliðinn Hrafnhildur Ósk sem reyndist svo dýrmæt á lokamínútunum. Hrafnhildur: Verður spes að bíða í þrjár vikurMynd/Hag„Við byrjuðum vel í þessum leik en Fram er með gott lið og þær náðu að koma sterkar til baka," sagði Hrafnhildur eftir leikinn. „En við ætluðum okkur að vinna þennan leik og við ætlum okkur titilinn. Við höfum bara tapað einum leik á tímabilinu og við erum ekki hættar." Efstu tvö lið deildarinnar sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og því þurfa Fram og Valur að bíða á meðan liðin í 3.-6. sæti deildarinnar spila sín á milli. „Það verður spes að bíða í þrjár vikur eftir því að spila í úrslitakeppninni. En við ætlum fyrst að klára um leikinn á Akureyri áður en við förum að hugsa of mikið um úrslitakeppnina." Stefán: Ánægður með allt liðiðMynd/Stefan„Hrafnhildur var sterk í lokin en hún býr yfir mikilli reynslu," sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals. „En ég var líka ánægður með allt liðið. Þær spiluðu vel í kvöld." „Leikskipulagið gekk ágætlega upp í kvöld, sérstaklega 5+1 vörnin. En það gekk líka vel í 6-0 vörninni þegar við stilltum henni upp. Sóknarleikurinn gekk svo betur í seinni hálfleik." „Nú eigum við einn leik eftir og svo er það úrslitakeppnin. Við erum tilbúin fyrir hana en það hefur sýnt sig að við getum tapað leikjum og við ætlum ekki að vanmeta neinn andstæðing í henni." Einar: Stoltur af stelpunumEinar Jónsson, þjálfari Fram, vildi ekkert tjá sig um framkvæmd leiksins í Vodafone-höllinni í kvöld. Hann virtist afar ósáttur og lýsti óánægju sinni við Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóra HSÍ, svo eftir var tekið. „Ég vil ekkert tjá mig um það. No comment," sagði Einar við Vísi eftir leikinn. „Það eru alltaf miklar tilfinningar í spilunum þegar að Fram og Valur mætast. Þetta var hörkuleikur í kvöld og mikil barátta," bætti hann við. „Ég ákvað að taka smá áhættu með því að taka markvörðinn af velli undir lokin enda þurftum við jafntefli til að taka titilinn. Það var hálfgerð ringulreið á öllu undir lokin og svo fór að áhættan borgaði sig ekki. Úrslitin voru ekki góð en ég er samt ánægður með liðið og stoltur af stelpunum." „Auðvitað eru þetta mikil vonbrigði enda áttum við möguleika á titlinum. En það er samt einn titill eftir - sá stærsti - og ætlum við okkur að vinna hann. Við getum orðið Íslandsmeistarar," sagði Einar sem neitaði því ekki að tapið fyrir HK í upphafi tímabilsins er sárgrætilegt í dag. „Það dylst engum hversu mikilvæg Stella Sigurðardóttir er okkar liði en hún missti af þessum leik. Ég vil þó ekki draga neitt af öðrum leikmönnum en það sem mér finnst standa upp úr frá þessum leik eru þær framfarir sem leikmenn og liðið hefur sýnt síðan þá. Við unnum fjórtán deildarleiki í röð og eiga stelpurnar hrós skilið fyrir það." „Nú er úrslitakeppnin fram undan og við ætlum að byrja á undanúrslitunum og sjá svo til. Það er ekkert gefið í þessu." Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Valur er nánast öruggur með deildarmeistaratitilinn í N1-deild kvenna eftir sigur á Fram í uppgjöri toppliðanna í kvöld. Liðinu dugir stig gegn KA/Þór í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn. Fram hefði dugað jafntefli til að tryggja sér titilinn en varð að játa sig sigrað fyrir Valskonum í kvöld. Fram vann fyrri viðureign liðanna og þar sem liðin eru jöfn að stigum er Fram enn í toppsæti deildarinnar. Hins vegar er ein umferð eftir í deildinni og þar sem Fram situr hjá í henni dugir Val að ná í jafntefli gegn KA/Þór á Akureyri til að tryggja sér titilinn. Tap Fram fyrir HK í fyrstu umferð tímabilsins í haust er því að reynast Safamýrarliðinu nokkuð dýrkeypt í dag en þess fyrir utan unnu Valur og Fram alla aðra leiki sína gegn öðrum liðum deildarinnar í vetur. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur en Fram skoraði bara eitt mark á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. Þær gáfust þó ekki upp, jöfnuðu metin og fengu tvö tækifæri til að komast yfir áður en flautað var til leikhlés. En allt kom fyrir ekki og staðan jöfn, 8-8, í hálfleik. Síðari hálfleikur var jafn og spennandi og greinilega mikil taugaspenna hjá liðunum. Það var lítið skorað og mikið um tæknifeila og mistök. Leikmenn skutu einnig ítrekað í slá og stangir auk þess sem markverðir liðanna áttu fínan dag. Mestu munaði um að reynsluboltinn Hrafnhildur Skúladóttir steig upp á síðustu tíu mínútum leiksins og reif sóknarleik sinna manna upp á annað og betra plan. Hrafnhildur skoraði fjögur af síðustu sex mörkum Vals í leiknum og átti eina stoðsendingu þar að auki. En það var markvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir sem gulltryggði sigurinn er hún skoraði úr eigin vítateig á lokamínútunni. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var þá búinn að kippa markverðinum af velli og fjölga í sókninni. Sigur Vals var þó sanngjarn - Valskonur stigu einfaldlega upp þegar mest á reyndi og kláruðu þennan leik. Og enginn reyndist hafa sterkari taugar en fyrirliðinn Hrafnhildur Ósk sem reyndist svo dýrmæt á lokamínútunum. Hrafnhildur: Verður spes að bíða í þrjár vikurMynd/Hag„Við byrjuðum vel í þessum leik en Fram er með gott lið og þær náðu að koma sterkar til baka," sagði Hrafnhildur eftir leikinn. „En við ætluðum okkur að vinna þennan leik og við ætlum okkur titilinn. Við höfum bara tapað einum leik á tímabilinu og við erum ekki hættar." Efstu tvö lið deildarinnar sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og því þurfa Fram og Valur að bíða á meðan liðin í 3.-6. sæti deildarinnar spila sín á milli. „Það verður spes að bíða í þrjár vikur eftir því að spila í úrslitakeppninni. En við ætlum fyrst að klára um leikinn á Akureyri áður en við förum að hugsa of mikið um úrslitakeppnina." Stefán: Ánægður með allt liðiðMynd/Stefan„Hrafnhildur var sterk í lokin en hún býr yfir mikilli reynslu," sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals. „En ég var líka ánægður með allt liðið. Þær spiluðu vel í kvöld." „Leikskipulagið gekk ágætlega upp í kvöld, sérstaklega 5+1 vörnin. En það gekk líka vel í 6-0 vörninni þegar við stilltum henni upp. Sóknarleikurinn gekk svo betur í seinni hálfleik." „Nú eigum við einn leik eftir og svo er það úrslitakeppnin. Við erum tilbúin fyrir hana en það hefur sýnt sig að við getum tapað leikjum og við ætlum ekki að vanmeta neinn andstæðing í henni." Einar: Stoltur af stelpunumEinar Jónsson, þjálfari Fram, vildi ekkert tjá sig um framkvæmd leiksins í Vodafone-höllinni í kvöld. Hann virtist afar ósáttur og lýsti óánægju sinni við Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóra HSÍ, svo eftir var tekið. „Ég vil ekkert tjá mig um það. No comment," sagði Einar við Vísi eftir leikinn. „Það eru alltaf miklar tilfinningar í spilunum þegar að Fram og Valur mætast. Þetta var hörkuleikur í kvöld og mikil barátta," bætti hann við. „Ég ákvað að taka smá áhættu með því að taka markvörðinn af velli undir lokin enda þurftum við jafntefli til að taka titilinn. Það var hálfgerð ringulreið á öllu undir lokin og svo fór að áhættan borgaði sig ekki. Úrslitin voru ekki góð en ég er samt ánægður með liðið og stoltur af stelpunum." „Auðvitað eru þetta mikil vonbrigði enda áttum við möguleika á titlinum. En það er samt einn titill eftir - sá stærsti - og ætlum við okkur að vinna hann. Við getum orðið Íslandsmeistarar," sagði Einar sem neitaði því ekki að tapið fyrir HK í upphafi tímabilsins er sárgrætilegt í dag. „Það dylst engum hversu mikilvæg Stella Sigurðardóttir er okkar liði en hún missti af þessum leik. Ég vil þó ekki draga neitt af öðrum leikmönnum en það sem mér finnst standa upp úr frá þessum leik eru þær framfarir sem leikmenn og liðið hefur sýnt síðan þá. Við unnum fjórtán deildarleiki í röð og eiga stelpurnar hrós skilið fyrir það." „Nú er úrslitakeppnin fram undan og við ætlum að byrja á undanúrslitunum og sjá svo til. Það er ekkert gefið í þessu."
Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti